Merking á ráðhús Borgarbyggðar

Nú styttist í að Ráðhús Borgararbyggðar verði merkt með heiti og nýja sveitarfélagsmerkinu. Merkið og stafirnir eru tilbúnir en veggurinn sem merkið á að fara á þótti orðinn lítið augnayndi og því var ákveðið að mála vegginn áður en merkið yrði sett upp. Beðið er eftir að hitinn hækki aðeins til að hægt sé að hefja framkvæmdir. Hægt er að …

Bílaþvottur og bón um helgina

Mikið stendur til hjá 9. bekk Grunnskólans í Borgarnesi um helgina þar sem krakkarnir eru í fjáröflun vegna fyrirhugaðrar útskriftarferðar/námsferðar til Danmerkur í október n.k. Verkefnið sem þau taka að sér næst er bílaþvottur og hafa þau fengið aðstöðu hjá LímtréVírneti um helgina þar sem þau ætla að bjóða upp á hreinsun og þvott á bílum. Það eru fyrirtækin LímtréVírnet …

Gamli miðbærinn Borgarnesi, Deiliskipulagsbreytingar

Auglýsing: Í samræmi við 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. er hér með lýst eftir athugasemdum við breytingu á ofangreindu skipulagi. Breytingar felast í því að íbúðarfjölda í einstökum húsum er breytt ásamt því sem bílastæðum við Skúlagötu er breytt. Sjá deiliskipulagsuppdrátt hér. Deiliskipulag verður til sýnis í ráðhúsi Borgarbyggðar frá 21.02.2007 til 21.03.2007 frestur til athugasemda vegna …

Auglýst eftir kennurum fyrir skólaárið 2007 – 2008

Þrír grunnskólar Borgarbyggðar auglýstu eftir kennurum fyrir næsta skólaár í blöðum um helgina og er hægt að sjá auglýsinguna hér. Þetta eru eftirtaldir grunnskólar: Grunnskólinn í Borgarnesi, Varmalandsskóli og Grunnskóli Borgarfjarðar. Ekki liggur fyrir á þessu stigi hvort þarf að ráða nýja kennara að Laugargerðisskóla fyrir næsta vetur.  

Húsmæðraskólahúsið skoðað

Árið 2006 var skipaður vinnuhópur af byggðaráði Borgarbyggðar, til þess að gera tillögur um framtíðarskipan skólahverfa í Borgarbyggð og meta þörf fyrir frekari uppbyggingu skólamannvirkja í sveitarfélaginu.   Í vinnuhópnum voru Finnbogi Leifsson, Finnbogi Rögnvaldsson og Karvel Karvelsson, auk Ásthildar Magnúsdóttur fræðslustjóra sem starfaði með hópnum. Meðfylgjandi mynd var tekin miðvikudaginn 7. febrúar sl. þegar starfsmenn Borgarbyggðar skoðuðu aðstæður í …

Fræðsla um lög og reglur hjá Margmenningu

Stjórn MargmenningarFélagið Margmenning, félag áhugafólks um fjölmenningu í Borgarbyggð, stendur reglubundið fyrir opnu húsi í Safnahúsi Borgarfjarðar. Opna húsið er á sunnudögum kl. 17.00 – 19.00.   Næstkomandi sunnudag, þann 11. febrúar, verður á dagskránni fræðsla um starfsemi lögreglunnar þar sem Theodór Þórðarson kynnir algengustu íslensk lög og reglur. Margmenning – Foreningen for multi-kultur i Borgarbyggð Besög af politiet i …

Listi yfir stöðu skipulagsmála í Borgarbyggð

Framkvæmdasvið hefur sent frá sér lista sem inniheldur upplýsingar um stöðu skipulagsmála sem eru í gangi í sveitarfélaginu. Sjá má listann hér.   Tilgangurinn með þessu er að allir sem koma að skipulagi með einum eða öðrum hætti í Borgarbyggð geti fylgst með stöðu hvers máls fyrir sig. Stefnt verður að því að uppfæra listann eftir hvern fund sem er …

Gróðursetningar í Einkunnum

Frá framkvæmdasviði: Inn á heimasíðuna undir umhverfismál hefur verið sett skrá með yfirliti yfir gróðursetningar í Einkunnum frá 1954-1989. Trén voru aðallega gróðursett af Skógræktarfélaginu Ösp, en svo nefndist Borgarnesdeild Skógræktarfélags Borgarfjarðar. Ekki eru til skrár um umfang gróðursetningar eftir 1989 en auðsjáanlegt þegar gengið er um svæðið að eitthvað hefur verið gert. Þeir sem luma á upplýsingum um þær …

Umferðaröryggismál

Vinnuhópur um umferðaröryggismál í Borgarbyggð hefur skilað tillögum til byggðaráðs Borgarbyggðar sem samþykkti þær á fundi þ. 17. janúar s.l.   Framkvæmdasviði hefur verið falið að hrinda málunum í framkvæmd. Vinnuhópurinn lagði til eftirfarandi aðgerðir: a) Að leyfilegur hámarkshraði innan þéttbýlismarka sveitarfélagsins verði lækkaður í 35 km/klst að undanskildum hluta af aðalgötunni í Borgarnesi, þar sem leyfilegur hámarkshraði verði áfram …

Endurbætur á þrekaðstöðunni á Varmalandi.

Um þessar mundir er verið að vinna að endurbótum á þrekaðstöðunni í íþróttahúsinu á Varmalandi.   Verið er að brjóta niður veggi og fleira til þess að rýmka um í þreksalnum, en auk þess verður sturtuaðstaðan lagfærð, settir upp speglar, rýmið málað og fl. Það er Ásgeir Rafnsson umsjónarmaður fasteigna sem annast verkið, ásamt Guðmundi Finnssyni, umsjónarmanni íþróttahússins á Varmalandi. …