Bifröst – breytingar á skipulagi

Auglýst hefur verið tillaga um breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar 1997-2017, þéttbýlið á Bifröst, breyting á svæðisskipulagi Mýrasýslu og tillaga að deiliskipulagi íbúðarbyggðar í landi Hreðavatns, Borgarbyggð. A: Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar 1997-2017, þéttbýlið á Bifröst. Sveitarstjórn Borgarbyggðar auglýsir hér með tillögu að breytingum á aðalskipulagi Borgarbyggðar 1997-2017 samkvæmt 1.mgr.21.gr skipulags og byggingarlaga nr.73/1997 tillögurnar má sjá hér undir …

Margmenning í Borgarbyggð

Sunnudaginn 25. febrúar n.k. mun Indriði Jósafatsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi í Borgarbyggð kynna það helsta sem er að gerast í íþrótta- og tómstundamálum á svæðinu. Hvaða möguleikar eru í boði fyrir hina dæmigerðu fjölskyldu í Borgarbyggð. Kynningin fer fram í Safnahúsi Borgarfjarðar og hefst kl. 15,oo.   25th of Febrary, 2007 in Safnahús Borgarfjarðar at 15:00. Indriði Jósafatsson, director of …

Atvinnu- og markaðsmál í Borgarbyggð

Opinn hádegisfundur   Atvinnu- og markaðsnefnd boðar til opins fundar um atvinnu- og markaðsmál í Borgarbyggð. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 27. febrúar n.k. og hefst kl. 12,oo að Hótel Hamri.   Dagskrá: 1. Nefndin kynnir sig og verkefni sín. 2. Almennar umræður um atvinnu- og markaðsmál í Borgarbyggð.   Nefndin hvetur forsvarsmenn fyrirtækja og stofnana í Borgarbyggð, sem og allt …

Árshátíð Laugargerðisskóla – Ronja á fjölunum

Árshátíð Laugargerðisskóla var haldin síðastliðinn laugardag. Sýndir voru þættir úr leikritinu Ronju ræningjadóttur við góðar viðtökur áhorfenda.   Með þessari frétt eru nokkrar myndir sem nemendur tóku á lokaæfingunum fyrir sýningu. að lokinni uppfærslunni var haldin kaffiveisla fyrir alla viðstadda.   Næsti viðburður í skólanum er á Öskudag, miðvikudaginn 21. febrúar og þá verður grímuball eftir hádegismatinn, kötturinn sleginn úr …

Fundur um fráveituframkvæmdir í Borgarnesi

Opinn fundur um fráveituframkvæmdir í Borgarnesi verður haldinn á Hótel Borgarnesi fimmtudaginn 22. febrúar 2007 kl. 20.00. Vegna uppbyggingar hreinsistöðvar í Brákarey munu fulltrúar Orkuveitunnar koma á fundinn og kynna fyrirhugaðar fráveituframkvæmdir og skipulagsmál þeim tengd. Vonumst til að sem flestir íbúar sjái sér fært að mæta. Borgarbyggð og Orkuveita Reykjavíkur  

Skipulagsauglýsing 2007-02-19

Deiliskipulagsbreyting á frístundasvæði Skógarbyggðar í landi Bjarnastaða, Borgarbyggð. Sjá má breytingatillöguna með því að smella hér. Í samræmi við 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. er hér með lýst eftir athugasemdum við breytingu á ofangreindu skipulagi. Breyting felst í því að stærðarmörkum frístundahúsa í byggingarskilmálum er breytt úr 100m2 í 150m2. Deiliskipulag verður til sýnis í ráðhúsi Borgarbyggðar …

Menningarsjóður Borgarbyggðar – styrkir – 2007

Menningarsjóður Borgarbyggðar hefur auglýst eftir umsóknum um styrki til menningartengdra verkefna á árinu 2007 og má sjá auglýsinguna hér.   Það er menningarnefnd sem úthlutar úr sjóðnum og umsóknarfrestur rennur út þ. 28. febrúar n.k. Ljósmynd: gamla kirkjan í Reykholti. Ljósmynd: Guðrún Jónsdóttir

Landbúnaðarsafn Íslands stofnað

Í gær var Landbúnaðarsafn Íslands formlega stofnað á Hvanneyri. Safnið verður til á grunni Búvélasafnsins, sem þekkt er orðið fyrir sérstöðu sína við að varðveita og kynna sögu íslensks landbúnaðar. Nýtt landbúnaðarsafn verður sjálfseignarstofnun og eru stofnaðilar eftirtaldir: Landbúnaðarháskóli Íslands, Bændasamtök Íslands og Borgarbyggð. Helsti forgöngumaður þessa verkefnis og sá sem mesta atorku hefur lagt í uppbyggingu Búvélasafnsins er Bjarni …

Fréttabréf Borgarbyggðar komið út

Fyrsta fréttabréf Borgarbyggðar á þessu ári er komið út og hefur verið sent heim til allra íbúa í sveitarfélaginu.   Að þessu er ritstjóri og ábyrgðarmaður þess Hólmfríður Sveinsdóttir verkefnisstjóri, en Guðrún Björk Friðriksdóttir annaðist umbrot og hönnun. Fjölritunar- og útgáfuþjónustan sá um prentun, en fréttabréfið er gefið út í 1500 eintökum. Ljósmyndir í ritinu eru eftir Þorgerði Gunnarsdóttur o.fl. …

Skipulagsauglýsing – 2007-02-14

Auglýst er deiliskipulagsbreyting á frístundasvæði Brekkubyggðar í landi Bjarnastaða, Borgarbyggð. Í samræmi við 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. er hér með lýst eftir athugasemdum við breytingu á ofangreindu skipulagi. Breyting felst í því að stærðarmörkum frístundahúsa í byggingarskilmálum er breytt úr 120m2 í 150m2. Deiliskipulag verður til sýnis í ráðhúsi Borgarbyggðar frá 21.02.2007 til 21.03.2007 frestur til …