Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar 2021

Á fundi Umhverfis-og landbúnaðarnefndar þann 17. september s.l voru veittar viðurkenningar fyrir umhverfismál í sveitarfélaginu. Að þessu sinni var boðið upp á þá nýjung að mögulegt var að senda inn tilnefningar í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins. Það var ánægjulegt að sjá hversu margir voru tilbúnir að benda á það jákvæða sem gert er í umhverfismálum í Borgarbyggð.

Dagbók sveitarstjóra – vika 41 og 42

Í haust var ákveðið að stíga næsta skrefið í upplýsingamiðlun og hefja dagbók sveitarstjóra í þeim tilgangi að veita íbúum innsýn í stjórnsýsluna. Í dagbók sveitarstjóra ætla ég að fara yfir helstu verkefnin sem eru á mínu borði hverju sinni.

Laust starf stuðningsfulltrúa í búsetuþjónustu

Við leitum eftir öflugum og drífandi einstaklingi sem sýnir metnað og frumkvæði í starfi. Borgarbyggð hefur einsett sér að leggja aukna áherslu á notendamiðaða þjónustuhönnun, tækniframþróun og þjónustu við íbúa og viðskiptavini.

Laust starf forstöðumanns Öldunnar

Borgarbyggð er fallegt, friðsælt og fjölskylduvænt sveitarfélag á Vesturlandi, í nálægð við allt sem skiptir máli.
Við leitum eftir öflugum og drífandi einstaklingi sem sýnir metnað og frumkvæði í starfi með brennandi áhuga á málefnum fatlaðra.

Laust starf deildarstjóra í Búsetuþjónustu

Deildarstjóri í búsetuþjónustu er starfsmaður félagsþjónustu sveitarfélagsins Borgarbyggðar. Helstu viðfangsefni er þjónusta við fatlaða. Starfið eru unnið samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018, og öðrum þeim lögum og reglugerðum sem við eiga ásamt reglum Borgarbyggðar um þjónustu sveitarfélagsins.