Ljósastaurar í dreifbýli

Í sveitarfélögunum fjórum sem sameinuðust vorið 2006 voru mismunandi reglur um ljósastaura í dreifbýli. Byggðarráð hefur nú samþykkt nýjar reglur sem taka gildi um næstu áramót. Þar er gert ráð fyrir að sveitarfélagið sjái um og kosti uppsetningu stauranna en eigendur húsnæðisins beri kostnað af rekstri þeirra.   Sjá reglur um ljósastaura í dreifbýli.   Myndin er af kínverskum ljósastaur. …

Viðtalstími sveitarstjórnarfulltrúa í Litla-Hvammi í Reykholtsdal

Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur ákveðið að einn dag í mánuði verði sveitarstjórnarfulltrúar með sérstaka viðtalstíma þar sem íbúum gefst kostur á að koma og ræða málefni sem snerta sveitarfélagið. Næsti viðtalstími verður miðvikudaginn 17. október og verða sveitarstjórnarfulltrúarnir Torfi Jóhannesson, Finnbogi Rögnvaldsson og Sveinbjörn Eyjólfsson til viðtals fyrir íbúa Borgarbyggðar á milli kl. 17,oo og 19,oo á skrifstofunni að Litla-Hvammi í …

Tveir kappar kvaddir og tveir heiðraðir

Við vígslu slökkvistöðvarinnar í Reykholti föstudaginn 5. október var þeim Pétri Jónssyni og Guðmundi Hallgrímssyni þökkuð vel unnin störf sem slökkviliðsstjórar Slökkviliðs Borgarfjarðardala, sem nú hefur verið lagt niður. Slökkvilið Borgarbyggðar hefur tekið við hlutverki þess, eins og segir í frétt hér á heimasíðunni frá 3. október. Pétur Jónsson hefur starfað hjá Slökkviliði Borgafjarðardala í 30 ár og hættir nú …

Haustgróðursetning í Borgarbyggð

Gróðursetning við þjóðveg 1 í norður frá Borgarnesi er hafin. Í þessum áfanga verða settar niður 100 aspir af klóninum Sölku. Þetta eru tæplega tveggja metra hnausplöntur. Plönturnar koma frá garðyrkjustöðinni Kleppjárn á Kleppjárnsreykjum. Það er Sigurður Freyr Guðbrandsson frá Kleppjárni sem annast gróðursetninguna ásamt tveimur starfmönnum sínum.   Myndir: Björg Gunnarsdóttir

Ný slökkvistöð vígð í Reykholti

Á morgun, föstudaginn 5. október, verður hátíðleg athöfn á skrifstofu og slökkvistöð Borgarbyggðar í Litla-Hvammi í Reykholtsdal í tilefni af sameiningu slökkviliðs Borgarfjarðardala og slökkviliðs Borgarbyggðar. Við þessa athöfn verður slökkviliði Borgarbyggðar afhent formlega húsnæði slökkvistöðvarinnar en bæði skrifstofan og slökkvistöðin hafa tekið miklum stakkaskiptum eftir verulegar endurbætur á húsnæðinu. Skorradalshreppur mun við þetta tækifæri afhenda slökkviliði Borgarbyggðar nýjan bíl …

Fimmtugasti byggðaráðsfundur Borgarbyggðar

Byggðaráð Borgarbyggðar fundar í 50. skipti á þessu kjörtímabili, í dag 3. október 2007. Fjöldi mála sem byggðaráð hefur tekið fyrir á fundum sínum á þessu kjörtímabili eru komin vel á annað þúsund. Byggðaráð er skipað þeim Finnboga Rögnvaldssyni formanni, Birni Bjarka Þorsteinssyni og Sveinbirni Eyjólfssyni. Starfsmenn byggðaráðs eru Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri og Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri.   Myndir með …

Samkomulag milli Borgarbyggðar og Skorradalshrepps

Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar, 26. september 2007, voru samþykktir samningar milli Borgarbyggðar og Skorradalshrepps í fjórum veigamiklum málum. – Staðfest var samkomulag um slit á samstarfi um Tónlistarskóla Borgarfjarðar en þess í stað gerður þjónustusamningur vegna nemenda úr Skorradalshreppi sem stunda nám í Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Þjónusta við nemendur úr Skorradal verður eftir sem áður að öllu leyti með sama hætti …

Leikskólakennari óskast

Leikskólakennari óskast við leikskólann Andabæ á Hvanneyri í Borgarbyggð. Um er að ræða 100% starf frá 1. nóvember 2007. Nánari upplýsingar veitir Valdís Magnúsdóttir, leikskólastjóri í síma 437 0120. Heimasíða Andabæjar Búin hefur verið til ný síða á heimasíðunni sem heitir ,,Störf í boði” undir flipanum sveitarfélagið. Sjá

Uppeldisnámskeið fyrir foreldra yngri barna

Í samvinnu við heilsugæsluna stendur sveitarfélagið Borgarbyggð að uppeldisnámskeiði fyrir foreldra yngri barna. Námskeiðin hófust í fyrra og hefur áhugi á þeim farið stigvaxandi. Í haust skráðu 20 manns sig á yfirstandandi námskeiðið sem hófst 26. september og lýkur 17. október. Uppeldisnámskeiðið er samið af Miðstöð heilsuverndar barna og ber heitið „Uppeldi sem virkar, færni til framtíðar“. Það er í …