Hundahreinsun í þéttbýli Borgarbyggðar

Lögbundin hundahreinsun í þéttbýli verður á tveimur stöðum í Borgarbyggð í byrjun desember. Hvað varðar dreifbýlið, þá fara dýralæknar um og hreinsa á bæjum. Það verður sérstaklega auglýst þegar komið verður að Bifröst. Þeir sem ekki mæta til hundahreinsunar á tilgreindum stöðum eru beðnir um að skila vottorði inn á skrifstofu ráðhúss Borgarbyggðar um að hundar þeirra hafi verið hreinsaðir …

Sölusýning hjá ,,utangarðslistamönnum”

Á sunnudaginn kemur, 2. desember, verða Borgfirskir utangarðslistamenn(outsiders art) með sölusýningu í Gallerý Brák kl. 17:00.Á sýningunni verða til sölu glerlistaverk sem listamennirnir hafa unnið í Gallerý Brák í haust og er hún haldin m.a. til að fjármagna ferð þeirra á samsýningu erlendis á næsta ári. Verkefnið “Outsiders art” er unnið í samstarfi við hollenska aðila um að skapa starfsaðstöðu …

Viðtalstímar sveitarstjórnarfulltrúa í Borgarbyggð

Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur ákveðið að einn dag í mánuði verði sveitarstjórnarfulltrúar með sérstaka viðtalstíma þar sem íbúum gefst kostur á að koma og ræða málefni sem snerta sveitarfélagið. Nú hafa slíkir viðtalstímar verið haldnir tvisvar og þeir mælst mjög vel fyrir. Næsti viðtalstími verður miðvikudaginn 28. nóvember og verða sveitarstjórnarfulltrúarnir Ingunn Alexandersdóttir, Haukur Júlíusson og Finnbogi Leifsson til viðtals fyrir …

Borgarbyggðarbifreiðin er komin

Slökkvilið Borgarbyggðar hefur eignast nýja slökkvibifreið. Hún kom til landsins í gær, 27. nóvember og var þá til sýnis við slökkvistöðina. Hér má nálgast myndir af slökkvibifreiðinni og lýsingu á gæðum hennar.  

Sigríður Margrét Guðmundsdóttir og Landnámssetur Íslands

Í Kairo, í gær 27. nóvember 2007, á alheimsþingi kvenna í atvinnurekstri (FCEM) hlaut Sigríður Margrét Guðmundsdóttir fræmkvæmdastjóri Landnámsseturs Íslands í Borgarnesi nýsköpunarverðlaun samtakanna vegna eins áhugaverðasta fyrirtækis sem stofnað hefur verið á síðustu þremur árum í heiminum. Fyrirtækis sem komið hefur íslenskum menningararfi á framfæri á nýstárlegan hátt. Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskt fyrirtæki hlýtur tilnefningu til …

Skipulagsauglýsing – Hesthúsahverfið í Hamarslandi

Auglýsing um deiliskipulagsbreytingu hesthúsahverfis í Hamarslandi, Borgarbyggð. Í samræmi við 26. grein skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 hefur sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkt eftirfarandi deiliskipulagsbreytingar: Um er að ræða breytingu á áður auglýstu deiliskipulagi. Á auglýsingartíma komu fram athugasemdir við tillöguna. Ósk um stækkun lóðar nr. 1 við Selás og ósk um reiðleið milli húsa 11 og 13 við Selás og að …

Auglýsing um deiliskipulagsbreytingu á Hvanneyri í Borgarbyggð

Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi á Hvanneyri svæði B í Borgarbyggð. Í samræmi við 26. grein skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 hefur sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkt eftirfarandi deiliskipulagsbreitingar: Um er að ræða breytingu á gildandi deiliskipulagi. Breytingin felst í því að við götuna Þrastarflöt er lóðum fyrir raðhús breitt í fjórar lóðir fyrir einbýlishús og að auki er bætt við fjórum …

Starfsmaður óskast við íþróttamiðstöðina í Borgarnesi

Konur í vatnsleikfimi í íþróttamiðstöðinni í BorgarnesiAlmennur starfsmaður óskast í Íþróttamiðstöðina Borgarnesi (kona). Þarf að geta hafið störf um næstu áramót. Umsóknarfrestur er til miðvikudags 12. desember næstkomandi. Hér má sjá auglýsinguna.  

Skipulagsauglýsing – athafnasvæðið á Hvanneyri í Borgarbyggð

Skipulagsauglýsing um breytingu á gildandi deiliskipulagi athafnasvæðis á Hvanneyri, Borgarbyggð. Í samræmi við 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 hefur sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkt að auglýsa eftirfarandi deiliskipulagbreytingu: Breytingartillagan er sú að frá gildandi deiliskipulagi er bætt við 14 nýjum athafnalóðum austur af íbúðarhverfi Hvanneyrar. Á svæðinu eru nú þegar hús Stofnunga og verkstæði Jörfa ehf. Tillagan verður til sýnis …

Starfsreglur um sérkennslu og stuðning í leikskólum Borgarbyggðar

Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt starfsreglur um sérkennslu og stuðning í leikskólum Borgarbyggðar. Starfsreglur þessar eru settar með hliðsjón af lögum og reglugerðum um leikskóla, lögum um málefni fatlaðra og skólastefnu Borgarbyggðar. Í lögum um leikskóla nr 78/1994, 15. gr. segir: “Börn á leikskólaaldri sem vegna fötlunar, tilfinningalegra eða félagslegra erfiðleika þurfa sérstaka aðstoð og þjálfun, eiga rétt á henni innan …