Gæludýraeftirlitsmaður Borgarbyggðar

Laust er til umsóknar starf gæludýraeftirlitsmanns Borgarbyggðar. Um hlutastarf er að ræða. Hlutverk eftirlitsmanns er að sjá til þess að reglum sveitarfélagsins um hunda- og kattahald sé framfylgt. Mikilvægt er að gæludýraeftirlitsmaðurinn hafi sjálfur yfir að ráða nægu húsnæði til að geyma fönguð dýr. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem allra fyrst. Umsóknarfrestur er til 20. janúar næstkomandi. Nánari …

Sveitarstjórn afhent kerti frá Búnaðarfélagi Mýramanna

Fulltrúar frá Búnaðarfélagi Mýramanna mættu á fundi sveitarstjórnar í gær, 10. janúar, og þökkuðu fyrir afgreiðslu á erindi um lýsingu í dreifbýli sem var til umfjöllunar hjá sveitarstjórn fyrir jól. Færðu þeir sveitarstjórn tvö kerti, annað mýrarrautt og hitt hvítt sem þeir vonuðu að myndu lýsa henni í störfum. Einnig afhentu þeir sveitarstjórn kort (sjá hér að neðan). Það var …

Lið Menntaskóla Borgarfjarðar komið í aðra umferð

Lið Menntaskóla Borgarfjarðar verður með í annari umferð spurningarkeppninnar,,Gettu betur” og eftir að dregið var um keppnisdaga og mótherja í annað sinn er nú ljóst að MB keppir við MH næstkomandi þriðjudagskvöld. Liðið tapaði í fyrstu umferð fyrir Fjölbrautaskólanum í Breiðholti 16:22. Reglan er hins vegar sú að stigahæsta tapliðið kemst áfram í keppninni og í þetta sinn voru þau …

Ný námskeið að hefjast í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi

Skráning er hafin á ný námskeið í íþróttahúsinu í Borgarnesi. Um er að ræða fjögra vikna Body Compat námskeið og sex vikna átaksnámskeið fyrir konur. Nálgast má auglýsingar um þessi námskeið með því að smella á heiti námskeiðanna hér fyrir ofan.  

Endurnýtt umhverfisstefna

Umhverfisstefna Borgarbyggðar var tekin fyrir á umhverfisnefndarfundi 6. desember 2007. Þar var umhverfisstefna gömlu Borgarbyggðar frá árinu 2000 samþykkt með einni orðalagsbreytingu, enda ekki talin þörf á að gera miklar breytingar á því sem gott er. Byggðarráð samþykkti hana síðan með minniháttar breytingum til viðbótar. Um mjög metnaðarfulla umhverfisstefnu er að ræða. Markmið hennar eru hnitmiðuð og skýr. Hér er …

Moldudagatal 2008

Frá upphafi árs 1997 hefur verið tekið á móti lífrænu heimilissorpi til jarðgerðar á Hvanneyri. Í gildi er samningur milli sveitarfélagsins og Landbúnarðarháskóla Íslands. Starfsmaður frá Hvanneyrarbúinu sér um að sækja lífræna sorpið að lóðarmörkum íbúðahúsa á Hvanneyri og mata það í Moldu. Lífrænum úrgangi er safnað annan hvern þriðjudag. Hér má nálgast moldudagatal fyrir árið 2008. Einhver bið verður …

Menntaskóli Borgarfjarðar tekur þátt í Gettu betur

Menntaskóli Borgarfjarðar tekur í fyrsta sinn þátt í spurningakeppninni Gettu betur annað kvöld. Þessi fámennasti skóli landsins keppir þar við þann fjölmennasta, þ.e. Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Keppendur fyrir MB eru eftirtalin: Eggert Örn Sigurðsson, Skúli Guðmundsson og Elín Elísabet Einarsdóttir, en liðsstjóri og jafnframt varamaður liðsins er Margrét Ársælsdóttir. Í gærkvöldi var tekið forskot á keppnina og nemendur og kennarar …

Lóðaúthlutun í Borgarbyggð

Frestur til að skila inn umsóknum vegna lóðaúthlutunnar rann út á miðnætti í gær. Sótt var um flestar íbúðarlóðirnar sem í boði voru. Það er ljóst að draga þarf um lóðir eftir þessa úthlutun og er áætlað að það verði gert á fundi Byggðarráðs miðvikudaginn 16. janúar næstkomandi. Mynd: Sigurjón Einarsson

Þrettándabrennan á Seleyri

Þerttándabrenna sveitarfélagsins á Seleyri tókst með miklum ágætum í gær. Það voru félagar í björgunarsveitinni Brák sem sáu um þrettándabrennuna að þessu sinni. Fjölmenni var á staðnum og brennan með stærsta móti. Flugeldasýningin var vel heppnuð og falleg, jafnvel úr mikilli fjarlægð. Hér til hliðar má sjá nokkrar myndir sem teknar voru af flugeldasýningunni. Boðið var upp á fleiri skemmtiatriði …

Gjaldskrár fyrir árið 2008

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti nokkrar gjaldskrár fyrir árið 2008 á fundi sínum í desember síðastliðnum. Búið er að setja inn á heimasíðuna gjaldskrár fyrir söfnun, förgun, móttöku og flokkun sorps, fyrir hreinsun og tæmingu rotþróa, fyrir stofngjald fráveitu og fráveitugjald, fyrir íþróttamiðstöðvar og reglur um álagningu fasteignagjalda. Hér má nálgast þessar gjaldskrár.