Nýjar reglur um efnistöku úr eldri námum

Vakin er athygli á breyttum ákvæðum laga um náttúruvernd, nr. 44/1999. Samkvæmt þeim er efnistaka úr námum sem teknar voru í notkun fyrir 1. júlí 1999 óheimil frá 1. júlí 2008, nema að fengnu framkvæmdaleyfi sveitarstjórnar skv. 27. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, eigi eitt eða fleiri af eftirfarandi atriðum við um efnistökuna: a. áætluð er stækkun efnistökusvæðis um …

Veisla til heiðurs sæmdarhjónum

Í gærkvöldi var haldið samæti í Fossatúni til heiðurs þeim sæmdarhjónum, Ólafi K. Guðmundssyni og Herdísi Jónsdóttur, oftast kennd við Hrossholt í Eyja- og Miklaholtshreppi. Tilefnið var annars vegar að þakka Ólafi fyrir vel unnin störf sem byggingarfulltrúi og hins vegar er verið að leggja niður byggðasamlag um byggingarfulltrúa. Ólafur hóf störf sem byggingar- og skipulagsfulltrúi á Snæfellsnesi árið 1980 …

Ókeypis blóðfitu- og blóðþrýstingsmæling í Borgarnesi

Laugardaginn 23 febrúar n.k., kl. 10 – 14 verður boðin ókeypis blóðfitu- og blóðþrýstingsmæling í Borgarnesi. Mælingin fer fram í Heilsugæslustöðini í Borgarnesi. Mælingarnar eru skipulagðar af HjartaHeill Vesturlandi og HjartaHeill Landssamtökum hjartasjúklinga í samvinnu við heilsugæsluna í Borgarnesi og lyfjafyrirtækið AstraZeneca. Fjölmargar rannsóknir hafa á undanförnum árum sýnt fram á hve nauðsynlegt er að lækka blóðfituna til að koma …

Þorrablót hjá tómstundaskóla Borgarbyggðar

Í síðusu viku var haldið þorrablót hjá krökkunum í tómstundaskólanum. Gunnhildur Harðardóttir forstöðumaður skólans hafði af því tilefni samband við Safnahús Borgarfjarðar og fékk munavörðinn þar, Sigrúnu Elíasdóttur, til að koma og sýna krökkunum nokkra muni af byggðasafninu. Sigrún kom meðal annars með gamla tunnustafi sem notaðir voru sem skíði áður fyrr. Það vakti mikinn áhuga hjá börnunum að heyra …

Þjónusta sveitarfélagsins endurmetin

Í tengslum við sameiningu sveitarfélaga í Borgarbyggð samþykkti Jöfnunarsjóður sveitarfélaga að veita Borgarbyggð styrk til þess að endurmeta þjónustu sveitarfélagsins í háskólaþorpunum á Bifröst og Hvanneyri sem og þjónustu þess almennt varðandi leik- og grunnskóla. Auk þess mun í tengslum við þetta verkefni sérstaklega verða skoðuð áhrif grunnskóla á byggðaþróun og byggðafestu í dreifbýli. Nýverkið var gengið frá því að …

Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt Ólafsvíkuryfirlýsinguna

10. Staðardagskrárráðsstefnan var haldin í Hveragerði 8.- 9. febrúar síðastliðinn og þar skrifuðu fulltrúar sex sveitarfélaga undir Ólafsvíkuryfirlýsinguna og þar á meðal Borgarbyggð. Með því að samþykkja viljayfirlýsinguna hefur sveitarstjórn Borgarbyggðar lýst yfir vilja til að leggja sitt af mörkum til sjálfbærrar þróunar og hafa að markmiði m.a. að athafnir í heimabyggð séu innan þeirra marka sem náttúran þolir, jafnt …

Hafþór Ingi Gunnarsson kjörinn íþróttamaður Borgarbyggðar 2007

Tilkynnt var um kjör á íþróttamanni Borgarbyggðar fyrir árið 2007 eftir leik Skallagríms og Grindarvíkur í gærkvöldi í íþróttahúsinu í Borgarnesi. Það var Hafþór Ingi Gunnarsson körfuknattleiksmaður sem hlaut titilinn að þessu sinni. Tilnefningar til kjörs íþróttamanns Borgarbyggðar hlutu auk Hafþórs þau Guðmundur Margeir Skúlason, Heiðar Árni Baldursson, Bjarki Þór Gunnarsson, Arnar Hrafn Snorrason, Jón Ingi Sigurðsson, Rósa Marinósdóttir, Ísfold …

Uppeldisnámskeið fyrir foreldra yngri barna – Nýtt námskeið að hefjast.

Í samvinnu við heilsugæsluna stendur sveitarfélagið Borgarbyggð að uppeldisnámskeiði fyrir foreldra yngri barna. Námskeiðin hófust árið 2006 og hefur áhugi á þeim farið stigvaxandi. Uppeldisnámskeiðið er samið af Miðstöð heilsuverndar barna og ber heitið „Uppeldi sem virkar, færni til framtíðar“. Það er í höndum Ásþór Ragnarssonar sálfræðings hjá sérfræðiþjónustu skóla og Dagnýjar Hjálmarsdóttur hjúkrunarfræðings sem bæði hafa réttindi sem leiðbeinendur …

Þáttastjórnendur á ferð um Borgarnes

Þáttastjórnendur rásar 1 sýna Borgarnesi mikinn áhuga þessa dagana. Útvarpskonan góðkunna Lísa Pálsdóttir var við tökur víða í Borgarnesi í gær fyrir þátt sinn Flakk á rás 1 og Leifur Hauksson verður í Borgarnesi á morgun við upptökur fyrir hinn sívinsæla þátt ,,Samfélagið í nærmynd” á rás 1 og verður þátturinn sendur beint út frá hljóðveri Rúv í Borgarnesi kl. …

Íþróttamaður Borgarbyggðar 2007

Íþróttamaður Borgarbyggðar 2007 verður tilnefndur á fimmtudagskvöldið kemur, 14. febrúar, að loknum körfuknattleik Skallagríms og Grindarvíkur í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Gert er ráð fyrir að athöfnin hefjist um kl. 20:30. Það er Tómstundarnefnd Borgarbyggðar sem árlega hefur veg og vanda að þessu kjöri. Við þetta sama tækifæri verður veitt viðurkenning úr Minningarsjóði Auðuns Hlíðkvists Kristmarssonar auk viðurkenninga frá Ungmennafélaginu Skallgrími. …