Brunaæfing í Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum

Haldin var brunaæfing, 21. maí, í Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum. Þegar viðvörunarkerfið fór í gang rýmdu kennarar stofur sínar með nemendum og allir flýttu sér út á skólalóðina þar sem tekið var manntal í hverjum bekk. Allir virtust taka þessu með ró og skynsemi, þó óljóst væri hvort hér væri um alvöru að ræða eða ekki. Manntalið sýndi að allir …

Margar hendur vinna létt verk

Borgarbyggð hefur hlotið styrk frá Landvirkjun. Styrkurinn er í formi vinnuframlags umhverfishóps Landsvirkjunar í sumar. Gert er ráð fyrir að hópurinn vinni sem nemur 50 dagsverkum við tiltekt eftir grisjun í Einkunnum. Mynd: Hilmar Már Arason

Blóðbankabíllinn í Borgarnesi 28 maí

Blóðbankabíllinn verður í Borgarnesi miðvikudaginn 28. maí frá 10:00-17:00 við Hyrnuna. Allir velkomnir jafnt nýir sem vanir blóðgjafar. Sjá hér auglýsingu.  

Dagur barnsins í Borgarbyggð

Dagur barnsins er haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti á Íslandi, sunnudaginn 25. maí 2008. Það er Félags- og tryggingamálaráðuneytið sem hefur frumkvæði að þessu átaki til að minna á mikilvægi samveru fjölskyldunnar. Dagur barnsins heldur úti sér heimasíðu. Slóðin er www.dagurbarnsins.   Hér má nálgast auglýsingu um dagskránna á degi barnsins í Borgarbyggð.    

Ömmu og afa kaffi í leikskólanum Uglukletti í Borgarnesi

Í morgun, miðvikudaginn 21. maí, var ömmu og afa kaffi í leikskólanum Uglukletti í Borgarnesi. Það var mjög góð mæting og ekki var annað að sjá en að ömmurnar og afarnir hafi notið þess að eiga stund í leikskólanum með barnabörnum sínum. Í salnum var svo sameiginleg söngstund þar sem börnin sungu nokkur skemmtileg sumarlög við gítarundirleik tveggja starfsmanna skólans, …

Tjaldstæðið í landi Granastaða í Borgarnesi

Unnið er að því þessa dagana að stækka bílastæði, koma upp snyrtiaðstöðu, bera á túnin og gróðursetja tré og runna við tjaldstæðið í Borgarnesi. Gróðursett verður síðan enn frekar meðfram veginum við tjaldsvæðið þegar Orkuveitan hefur lokið framkvæmdum við þær lagnir sem þarna eiga að koma. Myndir: Björg Gunnarsdóttir

Heimsókn franska sendiherrans í ráðhús Borgarbyggðar

Franski sendiherrann Olivier Mauvisseau, Renaud Durvillea menningarfulltrúi og Hanna Arnarsdóttir upplýsingafulltrúi franska sendiráðsins heimsóttu Borgarbyggð eins og áður hefur verið frá greint hér á heimasíðunni. Sjá hér eldri frétt. Þau komu meðal annast við í ráðhúsi Borgarbyggðar og funduðu með menningarfulltrúa, sveitarstjóra og sveitarstjórnarfulltrúum. Við það tækifæri voru meðfylgjandi myndir teknar.     Myndir: Helgi Helgason  

Framhaldsprófstónleikar í Borgarneskirkju

Næstkomandi laugardag 17. maí kl. 17:00 mun Birgir Þórisson halda framhaldsprófstónleika í Borgarneskirkju. Birgir stundar píanónám við Tónlistarskóla Borgarfjarðar þar sem hann hefur notið handleiðslu Zsuzsönnu Budai lengst af. Hann hefur einnig sótt námskeið í píanóleik hjá prófessor Jacek Tosik-Warszawiak og prófessor László Baranyay. Birgir hefur víða komi fram sem einleikari og meðleikari síðustu árin. Samhliða píanónáminu lagði Birgir einnig …

Framtíðarsýn Borgarbyggðar

Í gær fimmtudaginn 15. maí stóð sveitarfélagið Borgarbyggð fyrir kynningarfundum á vinnu við mótun framtíðarsýnar fyrir Borgarbyggð. Undanfarna mánuði hefur verið unnið að þessu verkefni undir leiðsögn Hólmars Svanssonar rágjafa hjá Capasent ráðgjöf og hafa um 50 aðilar, kjörnir fulltrúar, starfsmenn og íbúar komið að þessari vinnu. Meðfylgjandi er kynningarefni frá fundunum. Íbúum kemst kostur á að koma með athugasemdir …

Heimsókn franska sendiherrans til Borgarbyggðar

Menningarfulltrúi Borgarbyggðar tók á móti franska sendiherranum Olivier Mauvisseau í morgun, en hann ætlar að verja deginum hér í Borgarbyggð með fylgdarliði sínu. Meginástæða heimsóknarinnar er vinabæjarsamband Borgarness og Bonsecours á norðanverðu Frakklandi og minning skipsáhafna Pourquoi-pas? sem fórst við Mýrar 1936. Fyrirhuguð dagská 09.30 – Ráðhús Borgarbyggðar – móttaka. 09.45 – Stutt PP-kynning á sveitarfélaginu. 10.00 – Fundur sendiherrans …