Óvenjuleg sjón við Hvítárbrú

Harla óvenjuleg og sjón blasti við þeim sem voru viðstaddir 80 ára afmælishátíð Hvítárbrúarinnar við Ferjukot í dag, þegar Sæmundur Sigmundsson ók gömlu rútunni sinni (árgangi 1947) af stað yfir brúna. Í kjölfarið fylgdu svo fleiri fornbílar og gangandi fólk, en nokkrum sinnum var farið yfir þessa gömlu fallegu brú í blíðviðrinu. Að lokinni dagskrá þáði fólk veitingar við bæinn …

Opnun Tómstundarskólans í Borgarnesi

Þar sem unnið er við að lagfæra húsnæði Tómstundarskólans í Borgarnesi verður ekki unnt að opna hann fyrr en mánudaginn 18. ágúst og verður hann þá opinn frá kl. 08.00-17.00 fram að skólabyrjun. Þeir sem ætla að nýta sér þessa daga og/eða hafa ekki skráð þau börn sem þurfa pláss næsta vetur vinsamlegast gerið það fyrir 14. ágúst.     …

Nýtt Borgarfjarðarkort

Nýtt Borgarfjarðarkort fyrir ferðamenn hefur nú litið dagsins ljós og kom út í 10.000 eintökum.   Þetta er í áttunda sinn sem þetta vinsæla ferðakort er gefið út. Fyrst var það unnið á vegum Ferðamálasamtaka Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, en nú af Upplýsinga- og kynningarmiðstöð Vesturlands fyrir atbeina atvinnu- og markaðsnefndar Borgarbyggðar. Í þessari nýju útgáfu er búið að uppfæra ýmsar …

Hátíð á laugardag: Hvítárbrúin og dráttarvélin

Laxveiði- og sögusafnið í Ferjukoti, Vegagerðin og Sæmundur Sigmundsson standa fyrir samkomu við gömlu Hvítárbrúna kl. 16 á laugardaginn kemur, þann 9. ágúst, í tilefni 80 ára vígsluafmælis brúarinnar. Sama dag verður 90 ára innflutningsafmælis dráttarvélarinnar á Íslandi minnst í Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri og meðal annarra dagskrárliða er samsetning stærstu dráttarvélar landsins. Sjá nánar á www.landbunadarsafn.is   Ljósmynd með …

Skóli í smíðum

Byggingu Menntaskóla Borgarfjarðar miðar vel áfram þessa dagana og koparklæðning hússins langt komin.   Rétt eftir ásetningu hefur koparinn á sér gullinn blæ en við snertingu við súrefni tekur hann fljótlega sinn rétta lit. Vinna við hátíðarsal hússins gengur einnig vel, og vænta má mikils af honum fyrir borgfirskt menningarlíf ekki síður en fyrir skólann sjálfan. Verið er að ganga …

Vel tekið á móti gestum í Reykholti

Sr. Geir Waage er þekktur fyrir hversu vel hann tekur á móti ferðamönnum sem sækja Reykholt heim. Hann segir frá af stakri þekkingu og atburðir miðalda lifna við í meðförum hans. Í veðurblíðunni í dag tók hann á móti hópi þýskra ferðamanna úr skemmtiferðaskipinu Alexander von Humboldt. Þegar farið var um Reykholtsstað var gengið þar hjá sem bær Snorra Sturlusonar …

Reyholtshátíð hefst í kvöld

Reykholtshátíð hefst með látum í kvöld með tónleikum Karlakórs St.Basil dómkirkjunnar í Moskvu í Reykholtskirkju. Dagskrá hátíðarinnar er þetta árið er stórglæsileg en hana má sjá í heild sinni á www.reykholtshatid.is, þar má einnig finna allar nánari upplýsingar um hátíðina.           Hátíðin fer fram í Reykholtskirkju og eru tónleikar eftirfarandi:   Miðvikudagur 23/07 kl.20:00Karlakór St.Basil-dómkirkjunnar í …

Ganga frá Stórahrauni fellur niður

Vegna lélegs skyggnis mun gangan sem fara átti frá Stórahrauni kl.14 í dag falla niður. Ganga átti Þrællyndisgötu að Snorrastöðum.  

Konur ganga til góðs

Borgfirskar konur undir stjórn Önnu Guðmundsdóttur á Borg á Mýrum hafa gengið til liðs við samtökin Göngum saman í átaki og fjáröflun til styrktar rannsóknum á krabbameini. Gengið er á mánudagskvöldum í sumar og hér sjást hressar konur sem gengu um 7 km í Borgarnesi í gærkvöldi. Göngunni verður haldið áfam næsta mánudag, þann 28. júlí, á Hvanneyri. Hist verður …

Útboð í verkið Gatnagerð Hvanneyri

Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í verkið „Gatnagerð Hvanneyri – Túngata og Arnarflöt“: Helstu magntölur eru: Gröftur: Fylling: Fjarlægja steyptar gangstéttar: Jöfnunarlag undir malbik: Malbik, 50 mm: Kantsteinn, 15 cm: Steyptar gangstéttar: 130 m³ 130 m³ 125 m 385 m² 1.430 m² 330 m 442 m² Útboðsgögn verða afhent á geisladiski og án endurgjalds í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, á skrifstofutíma …