Barna- og unglingafræðsla í Mýrasýslu 1880-2007

Í tilefni af aldarafmæli skólahalds í Borgarnesi haustið 2008 og 50 ára afmælis skólahalds að Varmalandi 2005 verður gefin út saga barna og unglingafræðslu í Mýrasýslu, 1880-2007. Bókin er í stóru broti, 304 síður að lengd og ríkulega myndskreytt. Flestar myndirnar hafa ekki birst á prenti áður. Boðið er upp á forsölu á bókinni og fá áskrifendur nafn sitt birt …

Mikilvægi öflugs foreldrastarfs í skólum

Helga Margrét Guðmundsdóttir verkefnisstjóri hjá Heimili og skóli hélt nýlega fyrirlestur fyrir foreldra nemenda í Grunnskóla Borgarfjarðar. Þar leiddi hún viðstadda í sannleika um mikilvægi öflugs foreldrastarfs í skólum og kynnti breytingar á grunnskólalögum með tilliti til aðkomu foreldra/forráðamanna að skólastarfinu. Spennandi tímar eru framundan í starfsemi GBF og er vonandi að sem flestir foreldrar og forráðamenn sjái sér fært …

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands á ferð

Í gær, miðvikudaginn 10. september, voru nemendur á 2. ári í umhverfisskipulagi við Landbúnaðarháskóla Íslands á ferð um Borgarnes og skoðuðu ýmsan garðagróður. Meðal annars var farið í ráðhúsgarðinn þar sem Samson B. Harðarson lektor og landslagsarkítekt sýndi nemunum ýmsa runna svo sem Alaskaylli, sem verið er að skoða á meðfylgjandi mynd. Ferðin var hluti af námi í áfanganum Plöntunotkun …

Jafnréttisáætlun Borgarbyggðar

Jafnréttisáætlun Borgarbyggðar var staðfest af sveitarstjórn um miðjan ágúst síðastliðinn. Markmið jafnréttisáætlunarinnar er eins og segir þar ,,… að stuðla að jafnri stöðu og jöfnum möguleikum kvenna og karla í Borgarbyggð”. Hana má nú nálgast hér á heimasíðunni. Sjá hér.  

Námskeið að hefjast hjá Tómstundaskólanum

Tómstundaskólinn í Borgarnesi býður upp á Freestyle námskeið sem hefst núna 17. september. Sjá hér auglýsingu. Einnig verða haldin námskeið hjá Tómstundaskólanum í samstarfi við íþróttaskóla UMSB og Skallagríms. Sjá hér auglýsingu.  

Úrslitaleikur í fótbolta á Skallagrímsvelli í kvöld

Í kvöld, þriðjudaginn 9. september, fer fram úrslitaleikur á Skallagrímsvelli í úrslitakeppni 3. deildar um hvaða lið fer upp í 2. deild að ári. Með sigri geta leikmenn Skallagríms komist upp um deild því er um að gera að fjölmenna á völlinn og styðja okkar menn. Sjá hér auglýsingu um leikinn. Áfram Skallagrímur!  

Arfleifð kynslóðanna

Á íbúafundi um merkingu eyðibýla og gamalla húsa í Menntaskóla Borgarbyggðar í gærkvöldi, 8. september, kynnti Jónína Arnardóttir nefndarmaður í menningarnefnd Borgarbyggðar samstarfsverkefni menningar- umhverfis- og landbúnaðarnefndar sem fólgið er í því að merkja þau hús sem eru eldri en frá 1950 annarsvegar og hinsvegar eyðibýli. Þá tók Margrét Guðjónsdóttir við og fjallaði um verndun menningarminja og mikilvægi þess að …

Vetrarstarf íþróttamiðstöðva Borgarbyggðar

Vetrarstarf íþróttamiðstöðva í Borgarbyggð er að hefjast. Fjölbreytt dagskrá er í boði alla daga og eiga allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér má nálgast dagskrána.

Ljósubörnum safnað í bók

Einn fágætasti gripurinn á sýningunni Börn í 100 ár, sem staðið hefur nú yfir í Safnahúsi um allnokkurt skeið, er Willisjeppi Jóhönnu Jóhannsdóttur ljósmóður. Hún starfaði í Borgarnesi og nágrenni í áratugi á síðustu öld. Nokkuð var um það í sumar að fólk sem Jóhanna tók á móti hafi komið á sýninguna og er nú verið að safna nöfnum þeirra …

Skólafréttir GBF eru komnar út

Annað tölublað skólafréttabréfs Grunnskóla Borgarfjarðar er komið út. ,,Skólafréttir GBF” hóf göngu sína í ágúst. Sjá hér eldri frétt á heimasíðunni. Meðal efnis í blaðinu nú er kynning á tveimur greinum nýrra grunnskólalaga og kynning á viðburðum í skólanum. Hér má nálgast 2. tbl. fréttabréfsins. Meðfylgjandi mynd er frá íþróttadegi að Kleppjárnsreykjum 1. september. Þann dag komu nemendur frá Varmalandsskóla …