Korta- og þjónustukerfi fyrir Borgarbyggð

Fyrir nokkru gerði Borgarbyggð samning við Snertil um InfraPath landupplýsingakerfið. Þetta er korta- og þjónustukerfi sem veitir t.d. íbúum, hönnuðum og ferðamönnum margvíslegar upplýsingar úr korta- og teikninga-og gagnagrunni sveitarfélagsins sem leyfilegt er að birta á vefnum. Þetta kerfi er í notkun hjá 17 sveitarfélögum hér á landi. Forritið er auðvelt í notkun og hægt er að velja á milli …

Álftagerðisbræður halda tónleika í Reykholtskirkju

Álftagerðisbræður munu slá á létta strengi og flytja ýmis þekkt lög frá liðinni tíð í Reykholtskirkju 24. október kl. 20:30. Bræðurnir eru á söngferðalagi um Suður- og Vesturland helgina 24. til 26. október. Undirleikari og stjórnandi þeirra er Stefán R. Einarsson. Miðaverð á tónleikana er 2.000 kr.  

Sveitarfélagið Leirvík í Færeyjum sýnir Borgarbyggð samhug í kreppunni

Bréf hefur borist frá Byggðarráði Leirvíkur í Færeyjum til íbúa Borgarbyggðar þar sem segir að hugur Leirvíkinga sé hjá okkur eftir að fréttst hafi af fjármálakreppunni á Íslandi. Þess má geta að Leirvík er vinarsveitarfélag okkar í norrænu samstarfi. Í bréfinu segir Friðgerð Heinesen borgarstýra Leirvíkur m.a. frá þeirri djúpu efnahagslægð sem herjaði á Færeyskt samfélag fyrir ekki svo löngu …

Göngufólk athugið!

Nýverið hefur gönguleið frá Álatjörn að Háfsvatni í Einkunnum verið stikuð og aftur til baka að Litlu-Einkunnum. Leiðin er mjög blaut á köflum og því um að gera að vera vel skóaður. Stikurnar sjást vel að og því auðvelt að rata eftir þeim. Einnig hafa fleiri gönguleiðir í Einkunnum verið stikaðar undanfarnar vikur. Þar má m.a. nefna gönguleið frá bílastæði …

Húsnæði Menntaskóla Borgarfjarðar formlega tekið í notkun

Fimmtudaginn 16. október verður vígluathöfn í Menntaskóla Borgarfjarðar þar sem húsið verður tekið formlega í notkun. Vígsluathöfnin hefst kl. 15:00. Að henni lokinn verður boðið upp veitingar og skoðunarferð um húsið. Að kvöldi þessa sama dags mun Menntamálaráðuneytið halda opinn fund í sal skólans þar sem nýja menntastefnan verður kynnt. Frekari upplýsingar um menntaskólann má nálgast á vef skólans http://www.menntaborg.is/. …

Ráðstefna forstöðumanna sundstaða haldin í Borgarnesi

Í dag, föstudaginn 10. október, fer fram á Hótel Borgarnesi ráðstefna Samtaka forstöðumanna sundstaða á Íslandi. Metþátttaka er á ráðstefnuna og koma 60 forstöðumenn og rekstrarstjórar saman til fundar um málefni sundstaða og íþróttamiðstöðva landsins. Sjá hér dagskrá ráðstefnunnar.  

Glæsilegir vínartónleikar verða á morgun í Reykholtskirkju

Tónlistarfélag Borgarfjarðar heldur Vínartónleika með Guðrúnu Ingimarsdóttur sópransöngkonu og Salonsveit Sigurðar Inga Snorrasonar í Reykholtskirkju á morgun 11. október kl. 20:00. Guðrún Ingimarsdóttir er Borgfirðingur sem hefur lengst af starfaði í óperuhúsum á meginlandi Evrópu. Hér má nálgast umfjöllun um listamennina ofl. Hér má nálgast auglýsingu um tónleikana.  

Til hamingju með nýja heimasíðu Klettaborg

Af tilefni 30 ára afmælis leikskólans Klettaborgar hefur verið opnuð ný heimasíða hjá skólanum. Mikið hefur verið um að vera í Klettaborg af tilefni afmælisins og frétt um það var birt hér á heimasíðunni fyrir skömmu (Sjá hér). Veffang nýju heimasíðunnar er www.klettaborg.borgarbyggd.is Myndin er tekin af forsíðu nýju heimasíðu Klettaborgar.

Góðir gestir frá Danmörku heimsækja Borgfirðinga í næstu viku

Við Ungdomsskolen og Musikskolen i Syd – Djursland þ.e.a.s. utan og austan Árósa starfar hópur ungs fólks á aldrinum 12 – 18 ára. Hópurinn er skipaður dönsurum, söngvurum og hljóðfæraleikurum og kennir sig við Shanghai Akademiet (www.shanghaiakaemiet.dk) vegna þess að hann hefur farið þrisvar í tónleikaferðir til Kína. Hér er um að ræða úrval úr hópi nemenda skólanna. Hópurinn verður …

Kæru íbúar – Tilkynning frá sveitarstjórn Borgarbyggðar

Sveitarstjórn Borgarbyggðar og starfsmenn sveitarfélagsins fylgjast grannt með þeirri þróun og þeim sviptingum sem eiga sér stað í efnahagsmálum Íslands og landsmanna. Sú mikla niðursveifla í fjármálakerfinu sem á okkur dynur koma sér illa fyrir alla, einstaklinga, fyrirtæki og sveitarfélög. Sveitarstjórn Borgarbyggðar mun leggja allt kapp á að tryggja grunnþjónustu sveitarfélagsins, vinna er að fara af stað sem byggðarráð leiðir …