Aðventutónleikar í Borgarneskirkju

Freyjukórinn heldur aðventutónleika í Borgarneskirkju sunnudaginn 30. nóvember kl. 20:00. Sjá hér auglýsingu frá kórnum. Sjá hér nokkrar myndir af kórnum.   Freyjukórinn er aðili af sambandi íslenskra kvennakóra og má þar m.a. nálgast upplýsingar um kórinn og útgáfu á hans vegum. Sjá hér. Mynd af Borgarneskirkju: Guðrún Jónsdóttir.

Nýr göngustígur milli Kvíaholts og Borgarvíkur í Borgarnesi

Malbikaður hefur verið nýr göngustígur milli Kvíaholts og Borgarvíkur en með því hafa verið tengd saman þrjú svæði þ.e. Kvíaholt, Hrafnaklettur og Sandvík. Sjá hér götukort af Borgarnesi. Borgarverk annaðist verkið sem var útboðsverk.  

Aðventutónar í Reykholtskirkju

Hljómskálakvintettinn ásamt Braga Bergþórssyni tenórsöngvara og Birni Steinari Sólbergssyni orgel- og píanóleikara halda tónleika í Reykholtskirkju, laugardagskvöldið 29. nóvember kl. 21:00. Tónleikarnir eru samstarfsverkefni Reykholtskirkju, Borgarfjarðarprófastsdæmis og Tónlistarfélags Borgarfjarðar. Sjá hér auglýsingu um tónleikana.  

Ungmennaráð Borgarbyggðar

Nýstofnað Ungmennaráð Borgarbyggðar fundaði í fyrsta sinn, föstudaginn 21. nóvember, í Ráðhúsi Borgarbyggðar. Nýkjörinn formaður þess er Skúli Guðmundsson.   Árið 2007 tóku gildi ný æskulýðslög á Íslandi. Æskulýðslögunum er ætlað að styðja börn og ungmenni til þátttöku í æskulýðsstarfi. Í lögunum segir m.a. ,,Með æskulýðsstarfi er átt við skipulagða félags- og tómstundastarfsemi þar sem börn og ungmenni starfa saman …

Íbúafundur í Lyngbrekku á Mýrum um aðalskipulagstillögu Borgarbyggðar

Haldinn verður íbúafundur í félagsheimilinu Lyngbrekku á Mýrum annað kvöld, 26. nóvember, kl. 20:30. Þar verða kynnt drög að aðalskipulagstillögu sveitarfélagsins, en sérstaklega farið í kynningu á skipulagi íbúðahverfis í nágrenni félagsheimilisins. Þetta er þriðji fundurinn af fjórum sem haldnir verða. Sjá umfjöllun um fundina í eldri frétt frá 7. nóvember. Aðalskipulagstillöguna má nálgast hér á heimasíðunni. …

Lýsing í dreifbýli – viðgerðir og peruskipti

Rarik mun á næstunni yfirfara lýsingu hjá þeim aðilum sem hafa tilkynnt um bilaða ljósastaura. Þeir sem hafa ljósastaura sem eru bilaðir eða skipta þarf um peru í, eru beðnir að tilkynna um slíkt til Emblu Guðmundsdóttur dreifbýlisfulltrúa í síma 691-1182 eða á netfangið embla@borgarbyggd.is  

Einleikurinn Brák

Einleikurinn Brák eftir Brynhildi Guðjónsdóttur verður sýndur í 90. sinn í Landnámssetrinu í Borgarnesi í kvöld, föstudaginn 21. nóvember. Leikritið hefur notið mikilla vinsælda frá því það var frumsýnt í upphafi ársins og hefur verið uppselt á nær allar sýningarnar. Brynhildur Guðjónsdóttir samdi verkið sjálf og hlaut hún leiklistarverðlaunin Grímuna hvoru tveggja sem besta leikskáldið og sem besti leikari í …

Menningarferð í Borgarnes

Í dag, föstudaginn 21. nóvember, er starfsfólk menningarsviðs Reykjanesbæjar á ferð í Borgarnesi og kom m.a. í Safnahús Borgarfjarðar, þar sem starfsmenn Safnahússins og menningarfulltrúi Borgarbyggðar tóku á móti hópnum. Byrjað var á að skoða sýninguna „Börn í 100 ár”. Lengi var dvalið við hana og aðra skylda starfsemi í húsinu og um margt spurt, enda stór hópur menningarfólks hér …