Vegna ábendinga frá íbúum um að yfirborðsvatn af skólaplaninu við Grunnskólann í Borgarnesi renni hindrunarlaust niður svokallaðan Himnastiga með tilheyrandi óþægindum fyrir gangandi vegfarendur, hefur framkvæmdasvið Borgarbyggðar látið setja regnvatnsrist ofan við stigann, sem tengd er fráveitukerfi bæjarins, til að varna því að yfirborðsvatn eigi greiða leið niður stigann.
Leikskólinn við Arnarflöt á Hvanneyri
Gert er ráð fyrir að starfsemi í nýja leikskólanum á Hvanneyri hefjist ekki seinna en í mars 2009. Stærð hússins sem er risið er 587 fermetrar. Senn verður lokið lagningu dúks og rafmagns auk þess sem málningarvinna er langt komin. Allar innréttingar eru komnar á staðinn og verða settar upp um leið og fyrrgreindum verkum er lokið. Timburgirðing utan um …
Ný bílaplön við Grunnskólann í Borgarnesi
Undanfarnar vikur hafa íbúar á skólaholtinu í Borgarnesi orðið varir við framkvæmdir vegna gerð nýrra bílastæða við Grunnskólann í Borgarnesi. Annað bílaplanið er við lóð Svarfhóls og hitt á lóð grunnskólans. Það á eftir að malbika bæði bílaplönin en búið er að efnisskipta á lóðinni við Svarfhól og þar hefur einnig verið komið fyrir regnvatnsniðurföllum. Einnig er lokið fleygun á …
Falleg stund við tendrun jólatrés í Borgarnesi fyrsta dag aðventu
Margir lögðu leið sína í Borgarnes í gær þegar kveikt var á ljósunum á jólatré Borgarbyggðar við hlið ráðhúss. Að þessu sinni voru það tvíburarnir Andri Steinn og Aron Ingi Björnssynir sem sáu um að kveikja ljósin með aðstoð föður síns Björns Bjarka Þorsteinssonar, sem flutti ávarp í upphafi athafnar. Veðrið var gott og stillt, en nokkuð kalt, svo fólki …
Hrafnaklettur í Borgarnesi malbikaður frá Ugluketti að Egilsholti/Kvíaholti
Nýlega var Hrafnaklettur malbikaður frá Uglukletti að Kvíaholti/Egilsholti. Unnið er einnig að uppsetningu ljósastaura og gerð gangstéttar öðru megin götunnar. Tvö strætóskýli munu verða sett upp við þar til gerð útskot sem eru við götuna. Borgarverk annast verkið sem var útboðsverk.
Vinakeðja á Varmalandi
Í byrjun aðventu tóku nemendur Varmalandsskóla og leikskólabörn á Varmalandi í Borgarfirði sig til og mynduðu svokallaða vinakeðju, sem náði allt frá Varmalandsskóla og upp á, Laugarhnjúk, hamarinn sem er fyrir ofan skólann. Kyndlar voru svo látnir berast eftir keðjunni upp á topp á hamrinum og loguðu ljósin fram eftir degi. Nemendur í grunnskólanum og leikskólanum á Varmalandi voru í …
Endurnýjun lagna og gerð gangstétta við Sólbakka í Borgarnesi
Unnið er að endurnýjun hitaveitulagna og gerð gangstétta í iðnaðarhverfinu við Sólbakka í Borgarnesi. Að þessu sinni verða eingöngu settar gangstéttar öðru megin við götuna. Verkið var sameiginlegt útboðsverk Borgarbyggðar og Orkuveitu Reykjavíkur. Borgarverk annast verkið.
ÍTREKUN – Söfnun á rúlluplasti í Borgarbyggð
Borgabyggð býður bændum upp á þá þjónustu að til þeirra sé sótt rúlluplast allt að fjórum sinnum á ári þeim að kostnaðarlausu. Þessa þjónustu þarf að panta. Af gefnu tilefni eru þeir bændur sem ekki hafa nú þegar pantað þessa þjónustu hvattir til þess að tilkynna það nú þegar til skrifstofu Borgarbyggðar hvort þeir vilja vera með. Fyrstu …
Kveikt á jólatré Borgarbyggðar
Kveikt verður á jólatré Borgarbyggðar við hátíðlega athöfn á Kveldúlfsvelli í Borgarnesi sunnudaginn 30. nóvember kl. 17:00. Sjá hér auglýsingu um viðburðinn. Mynd: Björg Gunnarsdóttir
Stækkun lóðarinnar við leikskólann á Bifröst
Nú í haust hefur verið unnið að því að stækka lóð leikskólans á Bifröst. Lóðin er stækkuð um rúma 1000m² og er eftir stækkun 2000m². Vegna fjölgunar barna við leikskólann var eldri lóðin orðin of lítil miðað við þá reglugerð sem tekur á því hversu mikið svæði þarf að vera fyrir hvert barn á útisvæði. Það var Eiríkur Ingólfsson, smiður, …