Grunnskólinn í Borgarnesi auglýsir eftir skautum

  Frá umhverfisnefnd grunnskólans í Borgarnesi: Átt þú skauta sem enginn notar lengur? Í grunnskólanum í Borgarnesi er fyrirhugað að gera það að árvissum atburði nemenda nokkurra árganga, að fara á skauta. Til að svo megi verða þarf skólinn að eignast nokkur skautapör til að lána þeim sem ekki eiga skauta. Þeir sem luma á skautum í geymslunni hjá sér …

Félagsmiðstöð opnuð á Hvanneyri

Ný félagsmiðstöð hefur tekið til starfa á Hvanneyri í húsnæðinu sem áður hýsti Kollubúð. Félagsmiðstöðin er opin öllum nemendum 7. – 10. bekkjar Grunnskóla Borgarfjarðar. Starfsmaður er Kristján Guðmundsson. Hér má nálgast auglýsinguna  

Miðstöð fyrir atvinnuleitendur

Stéttarfélag Vesturlands og sveitarfélagið Borgarbyggð hafa áhuga á að koma á laggirnar einhverskonar „miðstöð“ fyrir þá sem eru í atvinnuleit / atvinnulausir. Hvernig sú miðstöð ætti að vera, hvað á að fara þar fram o.s.frv. viljum við helst skipuleggja í samráði og samvinnu við þá sem mundu nota miðstöðina því þeir vita best hvað þá langar að hafa fyrir stafni. …

Eyrarrósin til Landnámsseturs – Til hamingju!

Eyrarrósin, viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á Landsbyggðinni féll að þessu sinni í skaut Landnámsseturs í Borgarnesi. Verndari Eyrarrósarinnar, Dorrit Moussaieff forsetafrú afhenti þeim Landnámsseturshjónum, Sigríði Margréti Guðmundsdóttur og Kjartani Ragnarssyni verðlaunin við athöfn á Bessastöðum. Landnámssetrið hlaut fjárstyrk að upphæð 1,5 milljón króna og verðlaunagrip eftir Steinunni Þórarinsdóttur.   Í umsögn dómnefndar segir: “Þrátt fyrir ungan aldur hefur Landnámssetur Íslands …

Skokkhópurinn 17:17 og gönguhópurinn Kveldúlfur

Skokkhópurinn 17:17 og gönguhópurinn Kvedúlfur hittast reglulegt við Íþróttamiðstöðina í Borgarnesi til að njóta útiveru með því að skokka og ganga. Skokkhópurinn 17:17 hittist á mánudögum og miðvikudögum kl. 17:17, á föstudögum kl. 16:16 og á laugardögum kl. 09:09. Hópurinn gengur eða skokkar í 50 mínútur. Honum er skipt í þrjá hópa eftir því hversu létta eða þunga göngu og …

Fyrirkomulag á hreinsun rotþróa í Borgarbyggð

Samningur sveitarfélagsins um hreinsun rotþróa miðar við að hver rotþró sé tæmd á þriggja ára fresti eða því sem næst. Innifalið í árgjaldi fyrir rotþróarhreinsun er því ein losun á þriggja ára fresti. Þurfi húseigandi einhverra hluta vegna að fá auka losun rotþróar á tímabilinu, greiðir hann sérstaklega fyrir það skv. gjaldskrá sveitarfélagsins. Þegar rotþró er tæmd er seyra og …

Landnámssetur tilnefnt til Eyrarrósarinnar

Landnámssetur Íslands í Borgarnesi er eitt þriggja verkefna sem valin hafa verið í tilnefningu til Eyrarrósarinnar 2009. Tilkynnt verður um úrslitin á Bessastöðum þann 10. febrúar næstkomandi. Eyrarrósin er veitt árlega fyrir eitt afburða menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar. Þrjú verkefni eru valin úr hópi umsækjenda og þau kynnt sérstaklega. Eyrarrósin er hluti samkomulags sem Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Flugfélag …

,,Íslensk byggðamál á krossgötum”

Byggðaráðstefna verður haldin í Borgarnesi 20. febrúar næstkomandi í samvinnu Sambands íslenskra sveitarfélaga, iðnaðarráðuneytis, samgönguráðuneytis, fjármálaráðuneytis, Byggðastofnunar og landshlutasamtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Yfirskrift ráðstefnunnar er: „Íslensk byggðamál á krossgötum“. Tilefni ráðstefnunnar er samþykkt landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga um endurskoðun á byggðastefnu sambandsins og þátttaka landshlutasamtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra í „Opnum dögum“ Héraðanefndar …

Helgileikurinn góði til útláns

Óskar Þór Óskarsson kvikmynda- gerðarmaður hefur fært Safnahúsi Borgarfjarðar að gjöf tvö eintök af upptöku sinni og Einars Braga Haukssonar á helgileiknum sem fluttur var á þriðja í jólum s.l. í Borgarnesi. Annað eintakið fer til varðveislu á skjalasafni en hitt eintakið verður til útláns á bókasafninu eins og annað efni á DVD diskum í eigu þess. Þannig geta nú …