Markaðsstofa Vesturlands

Síðastliðinn fimmtudag staðfestu Össur Skarphéðinsson ráðherra ferðamála og forsvarsmenn markaðsstofa samninga við sjö markaðsstofur landshlutanna sem annast munu markaðsmál innlendrar feðaþjónustu. Vonast er til að samningur þessi leggi grunn að tryggum rekstri þeirra á næstu árum. Samstarfið byggir á sérstakri fjárveitingu af fjáraukalögum og á þeirri forsendu að sveitarfélög komi einnig á aðfgerandi hátt að rekstrinum á móti ríkinu. Með …

Könnun meðal íbúa í Borgarbyggð og Skagafirði

Rannsóknamiðstöð Háskólans á Bifröst hefur sent frá sér könnun til íbúa austan Vatna í Sveitarfélaginu Skagafirði og í dreifbýli Borgarbyggðar auk foreldra þeirra barna úr Skorradalshreppi, Eyja- og Miklaholtshreppi sem eru í leik- eða grunnskólum á svæðinu. Könnunin, sem varðar ýmsa þætti þjónustu sveitarfélaganna skiptist í þrjá hluta. Í fyrsta og öðrum hluta eru foreldrar leik- og grunnskólabarna spurðir um …

Opið hús í Andabæ í dag

Nemendur Andabæjar tóku á móti forseta ÍslandsÍ dag, fimmtudaginn 26. mars milli klukkan 14.00 og 16.00, verður opið hús í leikskólanum Andabæ á Hvanneyri. Nemendur og starfsfólk bjóða alla velkomna að koma og skoða skólann og kynna sér skólastarfið. Eins og kunnugt erflutti skólinn nýverið í nýtt og glæsilegt húsnæði.  

Töðugjaldaballið frumsýnt í Logalandi

Undanfarið hafa staðið yfir æfingar á nýjum söng- og gleðileik eftir þá félaga Bjartmar Hannesson bónda og söngvaskáld á Norðurreykjum í Hálsasveit og Hafstein Þórisson bónda og tónlistarkennara á Brennistöðum í Flókadal. Frumsýnt verður í Logalandi í Reykholtsdal föstudaginn 27. mars næstkomandi og hefst sýningin kl. 21.00. Nafn söngleiksins er Töðugjaldaballið en undirheitið: Sendu mér SMS. Sögusviðið er félagsheimili úti …

Skólastjóraskipti í Grunnskóla Borgarfjarðar

Ásgerður Ólafsdóttir hefur tekið við stöðu skólastjóra við Grunnskóla Borgarfjarðar og mun gegna starfinu út þetta skólaár. Ásgerður er menntaður sérkennari og hefur starfað sem slíkur bæði við grunn- og framhaldsskóla, auk þess sem hún hefur reynslu af stjórnunarstörfum og sem sérfræðingur á skrifstofu menntamála hjá menntamálaráðuneytinu. Ásgerður hóf störf við Grunnskóla Borgarfjarðar síðastliðið haust sem sérkennari. Þá mun Aldís …

Afreksmannasjóður Ungmennasambands Borgarfjarðar

    Ungmennasamband Borgarfjarðar auglýsir eftir umsóknum í Afreksmannasjóð sambandsins. Umsóknum skal skila á skrifstofu UMSB að Borgarbraut 61 eða á netfangið umsb@umsb.is fyrir föstudaginn 6. apríl næstkomandi. Reglugerð sjóðsins má finna hér.        

Bílaþvottur 9. bekkjar í Borgarnesi

  Krakkarnir í 9. bekk Grunnskólans í Borgarnesi eru þessa dagana að afla fjár vegna ferðar til Póllands næsta haust. Þau bjóða upp á bílaþvott um næstu helgi, laugardaginn 28. mars og sunnudaginn 29. mars i húsi BM Vallár í Borgarnesi.

Menningarverðlaun DV – byggingarlist

Nýlega var tilkynnt niðurstaða dómnefndar um Menningarverðlan DV í byggingarlist. Skemmst er frá að segja að félagarnir Steinþór Kári Kárason og Ásmundur Hrafn Sturluson höfundar menntaskólahússins hrepptu verðlaunin. Þeir eiga arkitektastofuna Kurtogpí. Í niðurstöðu dómnefndar segir m.a. „Byggingunni er skipt upp í þrjá hússkrokka með þakgörðum. Höfundar vitna til mælikvarða bæjarsamfélagsins sem húsið er byggt inn í og margbreytilegrar húsagerðar …

Brandöndin komin í Borgarfjörðinn

Nú á vordögum flykkjast til landsins hinir ýmsu farfuglar sem hér eiga sumardvöl. Síðastliðinn sunnudag 22. mars sáust um fimmtíu brandendur á Andakílsá í Borgarfirði. Þessi komutími er í fyrrafalli en algengt er að Brandendur komi til landsins í kringum 30. mars. Brandöndin er nýlegur landnemi á Íslandi og aðalheimkynni þeirra hér á landi er Borgarfjörðurinn. Kjörlendi brandanda eru leirur …

Aukasýningar á Skólavaktinni

Unglingarnir í Nemendafélagi Grunnskóla Borgarness frumsýndu síðastliðinn föstudag í Óðali leikritið “Skólavaktin” en það er frumsamið leikrit um líf og starf í Grunnskólanum í Borgarnesi. Unglingarnir sömdu handritið sjálf og taka þarna sérstaklega til skoðunar ávana og kæki kennara sinna og gera að þeim góðlátlegt grín. Sýningin hefur fallið í góðan jarðveg og vegna fjölda áskorana er efnt til tveggja …