Götusópun í Borgarnesi og á Hvanneyri

Í næstu viku verða gangstéttar og götur sópaðar í Borgarnesi og á Hvanneyri. Íbúar eru vinsamlega hvattir til að leggja bílum sínum þannig að sópun geti gengið greiðlega. Borgarbyggð hefur þjónustusamning við HS-Verktak um götusópun, en undirverktaki á hans vegum mun annast verkið. Hafa má samband við Halldór hjá HS-Verktak í síma 892-3044 varðandi ábendingar eða nánari upplýsingar um verkið. …

Og þá rigndi blómum….

Í kvöld þriðjudag 21. apríl mun hópur eldri borgara úr Reykjavík flytja bókmenntadagskrá á Sögulofti Landnámsseturs. Dagskáin er öll byggð á verkum eftir borgfirskar konur sem birtust í bókinni Og þá rigndi blómum… Flytjendur hafa æft framsögn undir leiðsögn leikkvennanna Guðnýjar Helgadóttur og Soffíu Jakobsdóttur. Dagkráin hefst kl 20.00 Aðganseyrir er kr. 500. Fjölmennum og heiðrum þessa góðu gesti. . …

Hallsteinn og Bjarni – sýning í Safnahúsi

Hallsteinn Sveinsson Á sumardaginn fyrsta kl. 14.00 verður opnuð í Safnahúsi Borgarfjarðar í Borgarnesi sýning á verkum úr listaverkasafni hins mæta listvinar Hallsteins Sveinssonar frá Eskiholti. Sýningin er tileinkuð Bjarna Bachmann safnverði sem vann merkt starf fyrir söfnin í Borgarfirði um aldarfjórðungsskeið. Verkin sem sýnd verða eru eftir marga af þekktustu listamönnum landsins s.s. Nínu Tryggvadóttur, Þorvald Skúlason, Hring Jóhannesson, …

Fundur um framtíð skólahalds

Fræðslunefnd Borgarbyggðar stendur fyrir umræðufundi með foreldrum barna í Grunnskóla Borgarfjarðar þriðjudaginn 21. apríl kl. 20.30 í fundarsal Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. (3. hæð) Umræðuefnið er framtíð skólahalds. Allir foreldrar eru hvattir til að mæta.  

Skeifudagur Grana

Skeifudagur Grana verður haldinn hátíðlegur í glæsilegri hestamiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands að Mið-Fossum á sumardaginn fyrsta. Grani er hestamannafélag nemenda við Landbúnaðarháskóla Íslands. Dagskráin hefst kl. 12:30. Þennan dag sýna nemendur í hrossarækt við LbhÍ afrakstur vetrarstarfsins í reiðmennsku og frumtamningum. Keppt verður um Gunnarsbikarinn, sem gefinn er af Bændasamtökum Íslands í minningu Gunnars Bjarnasonar, fyrrum hrossaræktarráðunauts og kennara á Hvanneyri. …

Stuttverkahátíðin Margt smátt

Fréttatilkynning frá BÍL Nú er komið að 5. stuttverkahátíð Bandalags íslenskra leikfélaga, Margt smátt, í Borgarleikhúsinu. Hátíðin verður haldin laugardaginn 23. maí næstkomandi og verður hún með sama sniði og síðast, í október 2007, en mál manna var að sú hátíð hefði verið sérstaklega vel heppnuð. Borgfirsk leikfélög eru hvött til að taka þátt í hátíðinni og mæta í höfuðborgina …

Vantar upplýsingar um myndir

Í myndasafni Héraðsskjalasafns Borgfirðinga er mikið af myndum með óþekktu myndefni. Þessa dagana er uppi sýningarskápur með nokkrum slíkum myndum, sem tilheyra ómerktu myndaalbúmi í safninu. Reglubundið er leitað eftir aðstoð fólks við að greina ljósmyndir og hefur það reynst afar gagnlegt. Síðla sumars verða þau tímamót hjá héraðsskjalasafninu að opnaður verður ljósmyndavefur. Með þeim hætti getur fólk skoðað myndirnar …

Vortilboð í þolfimisal

Íþróttamiðstöðin Borgarnesi býður upp á vortilboð í þolfimisalnum fyrir þá sem vilja koma sér í form fyrir sumarið og smella sér á kröftug sérnámskeið í þolfimisalnum á sérstöku tilboðsverði. Námskeiðin hefjast strax í næstu viku og er skráning þegar hafin í afgreiðslu.   Námskeiðin eru í LesMills æfingakerfinu BodyPump, BodyCombat og BodyJam.   Sjá nánar hér á auglýsingu um tilboðin. …

Heimsókn frá Svíþjóð í Grunnskóla Borgarness

Unglingar í Óðali Sunnudaginn 19. apríl mun hópur nemenda og kennara frá Tullbroskolan í Falkenberg í Svíþjóð koma í heimsókn í Grunnskóla Borgarness. Falkenberg er vinabær okkar í Svíþjóð. Alls koma 37 manns til landsins og eru svíarnir að endurgjalda heimsókn frá því í haust. Þau verða hér á landi fram til föstudagsins 24. apríl. Dagskrá er hægt að nálgast …