Almennur íbúafundur í Borgarnesi

Kynning á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2008 – 2020 og umhverfisskýrslu. Vinna við nýtt aðalskipulag hefur staðið yfir í tæp tvö ár en er nú senn á lokastigi. Á síðustu kynningarfundum sem nú eru orðnir fjórir talsins, hefur áhersla verið lögð á landnotkun dreifbýlisins en á þessum fundi verður skipulag Borgarness sérstaklega til umfjöllunar ásamt umhverfisskýrslu aðalskipulagstillögunnar. Aðalskipulagstillöguna ásamt fylgigögnum má finna …

Vörðukórinn í Reykholtskirkju

Vörðukórinn úr uppsveitum Árnessýslu, flytur íslenska leikhústónlist í Reykholtskirkju laugardaginn 9. maí kl. 15:00 Dagskráin sem er í tónum og tali er helguð íslenskri leikhústónlist. Sönglög Jóns Múla og Jónasar Árnasona úr Deleríum búbonis, Járnhausnum, Allra meina bót og fleira. Auk þess verða flutt lög úr leikverkum Halldórs Laxness. Einsöngur, dúettar, tríó, fjölbreytt dagskrá. Stjórnandi er Eyrún Jónasdóttir. Miðaverð kr. …

Umræðufundur um framtíð skólahalds

Fræðslunefnd Borgarbyggðar minnir á umræðufund um málefni Grunnskóla Borgarfjarðar sem fram fer í kvöld, þriðjudaginn 5. maí og hefst kl. 20.30 í fundarsal Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. (3. hæð) Fundurinn er öllum opinn.  

Raftar með bifhjólasýningu

Næskomandi laugardag 9. maí fer Bifhjólasýning Rafta fram í og við Menntaskóla Borgarfjarðar. Raftarnir eru eini landsbyggðar hjólaklúbburinn sem heldur bifhjólasýningar að staðaldri. Ákveðnar hefðir hafa skapast um sýninguna og svo virðist sem hún sé farin að skapa sér ákveðinn sess, ekki bara í hugum hjólamanna heldur einnig hins “almenna borgara”. Raftarnir bjóða Borgfirðinga sem og aðra landsmenn velkomna á …

Hreinsunardagur í Borgarnesi

Starfsfólk í ráðhúsi Borgarbyggðar ásamt fulltrúum úr sveitarstjórn lagði sitt af mörkum í dag, í hreinsunarátaki sveitarfélagsins í Borgarnesi. Tekið var til í nágrenni ráðhússins og beð hreinsuð af miklum skörungsskap. Að verki loknu var svo haldið til grillveislu í Skallagrímsgarði. Meðfylgjandi mynd er tekin af hópnum að loknu verki. Frá vinstri: Þór Þorsteinsson, Baldur Tómasson, Björg Gunnarsdóttir, Hjördís H. …

Tilkynning frá Ungmennafélaginu Skallagrími

Tilkynning vegna fyrirhugaðs átaks í öflun félagsmanna og leiðréttingar á félagaskrá Skallagríms. Ungmennafélagið Skallagrímur er félag sem samanstendur af 6 deildum, badmintondeild, frjálsíþróttadeild, körfuknattleiksdeild, knattspyrnudeild, sunddeild og leikdeild. Markmið félagsins eru að vekja löngun félagsmanna til þess að stunda líkamsrækt og alhliða íþróttaiðkun, auka áhuga á hverskonar félags- og tómstundastarfi, vernda þjóðlega menningu og hvetja félagsmenn til að vinna að …

Menningarlandið 2009

Menntamálaráðuneyti, iðnaðarráðuneyti og Samband íslenskra sveitarfélaga, í samstarfi við menningarráð landsbyggðarinnar boðar til ráðstefnu á Hótel Stykkishólmi dagana 11. og 12. maí n.k. Sjá auglýsingu hér Fjallað verður um reynsluna af menningarsamningunum og spurt hver árangur hafi orðið og hvert beri að stefna. Hvernig getum við nýtt okkur menningu og menningartengda ferðaþjónustu til nýrrar sóknar í nýsköpun og nýtingu menningararfs …

Fundi um skólamál frestað

Fyrirhuguðum fundi um skólamál sem vera átti á Hvanneyri í kvöld hefur verið frestað til þriðjudagsins 5. maí kl. 20.30.  

Karlakór Reykjavíkur í Geirabakaríi

Karlakór Reykjavíkur verður með ljúfan morgunsöng í Geirabakarí að morgni Verkalýðsdagsins 1. maí. Kórinn kemur við í bakaríinu upp úr kl. 9.00 og syngur nokkur lög. Allir velkomnir.  

Aðalfundur Samfés haldinn í Reykholti Borgarfirði

Bjarni, Heiðrún, Lúðvík, Sissi og Atli í ReykholtiAðalfundur Samfés samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi var haldinn í Reykholti Borgarfirði fimmtudaginn 16. apríl s.l.   Um 70 – 80 fulltrúar úr félagsmiðstöðvum landsins mættu en félagsmiðstöðvar innan samtakanna eru nú rúmlega hundrað talsins.     Miklar og fjörugar umræður voru á fundinum að vanda og ljóst að Samfés eins og önnur félög …