Hunda- og kattahreinsun

Lögbundin hunda- og kattahreinsun verður í Borgarbyggð á eftirtöldum stöðum: – Borgarnesi þriðjudaginn 1. desember í slökkvistöðinni við Sólbakka. Fyrir hunda kl. 17:00 -19:00. Fyrir ketti kl. 19:15 – 20:00. Gunnar Gauti Gunnarsson annast hreinsunina. – Bifröst mánudaginn 30. nóvember í kyndistöðinni kl. 16:00 – 18:00. Gunnar Gauti Gunnarsson annast hreinsunina. – Hvanneyri miðvikudaginn 2. desember í slökkvistöðinni kl. 18:00 …

Kveikt á jólatré Borgarbyggðar

Kveikt verður á jólatré Borgarbyggðar við hátíðlega athöfn við Tónlistarskólann í Borgarnesi sunnudaginn 29. nóvember kl. 17.00. Flutt verður létt jóladagskrá: hljómsveitin Álfar leikur, lesin verður jólasaga og Eva Margrét og Katerina syngja. Grunur leikur á að jólasveinarnir líti við. Heitt súkkulaði veitt á staðnum. Auglýsingu má nálgast hér. (Athugið breytta staðsetningu vegna gatnaframkvæmda Orkuveitunnar)  

Söngvarakeppni Grunnskóla Borgarfjarðar

Á morgun, fimmtudaginn 26. nóvember verður hin árlega söngvarakeppni nemenda Grunnskóla Borgarfjarðar haldin í íþróttahúsinu á Kleppjárnsreykjum. Keppnin hefst kl. 20.00 og eru allir hjartanlega velkomnir.Nemendur í 9. bekk munu selja kaffi, safa og nammi og rennur ágóðinn í ferðasjóð bekkjarins.  

Gleymum ekki sókninni!

Frá samstarfshópi um atvinnumál: Nýverið skipaði sveitarstjórn Borgarbyggðar samstarfshóp sem falið er það verkefni að fjalla um atvinnumál og þá möguleika sem kunna að vera á eflingu atvinnulífs í sveitarfélaginu. Þrír fulltrúar úr sveitarstjórn eru í hópnum auk þriggja aðila sem koma úr atvinnulífinu. Auk þessara sex aðila starfa með hópnum fulltrúar frá Atvinnuráðgjöf Vesturlands. Fimmtudaginn 26. nóvember næstkomandi verður …

Leiklistarnámskeið

Helgina 5.-6. desember næstkomandi stendur leikdeild Ungmennafélagsins Skallagríms fyrir leiklistarnámskeiði í Borgarnesi. Kennari er Rúnar Guðbrandsson. Námskeiðið verður haldið í félagsmiðstöðinni Mími í Menntaskóla Borgarfjarðar. Nánari upplýsingar hér.  

Borgarbyggð auglýsir íbúð til leigu

Borgarbyggð auglýsir til leigu snyrtilega 90 m², 3ja herbergja íbúð sem er í Varmalandsskóla í Borgarbyggð. Íbúðin er laus nú þegar. Áhugasamir geta haft samband við skrifstofu Borgarbyggðar í síma 433-7100 eða sent fyrirspurnir á netfangið á kristjan@borgarbyggd.is    

Um rímur í Snorrastofu

Næstkomandi þriðjudag, þann 24. nóvember kl. 20:30, mun Bragi Halldórsson flytja fyrirlestur í bókhlöðusal Snorrastofu. Fyrirlesturinn er í röðinni Fyrirlestrar í héraði og nefnist: “”Misjafnt fljúga fuglarnir”. Hjálmar hugumstóri og Ingibjörg konungsdóttir í rímum síðari alda.” Í fyrirlestrinum verður fjallað um hvernig fjölmörg skáld allt frá miðri 17. öld fram til 1960 ortu rímur út frá ástarsögu Hjálmars hugumstóra og …

Kaffihús, markaður og höfuðfatadagur

Kaffihús, markaður og höfuðfatadagur…. Allt þetta verður í boði í Varmalandsskóla þriðjudaginn 24. nóvember næstkomandi. Höfuðfatadagurinn stendur allan daginn en kaffihúsið opnar kl. 20.00 í Húsó. Á kaffihúsinu verður lesið upp úr jólabókunum og flutt verða tónlistar- og skemmtiatriði. Nemendafélagið býður alla velkomna í þægilega stemningu á þriðjudagskvöldið.    

Æskulýðsballið tókst frábærlega

Árlegt Forvarna- og æskulýðsball unglinga fór fram í Borgarnesi síðasta fimmtudag og mættu á fjórða hundrað unglingar á svæðið og skemmtu sér hið besta án vímuefna. Uppákoma þessi er eitt fjölmennasta unglingaball sem haldið er árlega á svæðinu og mjög vinsælt meðal unglinga.Verkefnið er samstarfsverkefni Félagsmiðstöðvarinnar Óðals og Nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi sem sjá um framkvæmd hátíðarinnar. Margir skólar sem …

Tilkynning til hunda- og kattaeigenda í Borgarbyggð

Frá umhverfisfulltrúa: Minnt er á að hin árlega ormahreinsun hunda og katta verður um mánaðarmótin nóvember – desember eins og undanfarin ár. Sent verður út dreifibréf á mánudaginn 23. nóvember. Allir hunda og kattaeigendur í Borgarbyggð þurfa að hafa leyfi fyrir gæludýrum sínum en mikill misbrestur er á því og upplýsingar liggja fyrir um 60 eigendur dýra sem ekki eru …