Jólaútvap Óðals vinsælt

Álag á nethlustun jólaútvarps unglinga í Óðali var svo mikið í morgun þegar útvarpið fór í loftið að allt kerfið hrundi. Starfsmenn Símans vinna að lagfæringum en hlustendur geta þó fylgst með útsendingunni á fm 101,3. Beðist er afsökunar á þessum óþægindum en vonandi kemst þetta í lag sem allra fyrst. Unglingar í Óðali  

Borgarbyggð eigandi Hjálmakletts

Eins og kunnugt er var nýlega undirritaður samningur milli Borgarbyggðar og Íslandsbanka um kaup Borgarbyggðar á mennta- og menningarhúsinu í Borgarnesi. Upphaflega var húsið í eigu Fasteignafélagsins Menntaborgar. Áhersla var lögð á að fasteignin kæmist í eigu sveitarfélagsins enda þótti það farsæl lausn fyrir alla aðila og raskaði ekki starfsemi Menntaskóla Borgarfjarðar.     Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri segist ánægður …

Menningarráð Vesturlands auglýsir styrki

Menningarráð Vesturlands auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna starfsársins 2011. Upplýsingar um styrkina eru á heimasíðu verkefnisins www.menningarviti.is Einnig veitir menningarfulltrúi frekari upplýsingar í síma 4332313 / eða 8925290 eða í tölvupósti menning@vesturland.is Umsóknarfrestur rennur út 20. desember 2010.   Áherslur Menningarráðs vegna styrkveitinga eru eftirfarandi:   * Verkefni sem draga fram sérkenni og menningu Vesturlands. * Verkefni sem styðja …

Bílaþvottadagur Skallagríms

Næstkomandi laugardag 11. desember ætlar körfuknattleiksdeild Skallagríms að vera með bílaþvott. Tekið verður á móti bílum við vörulager Límtré-Vírnets á laugardag frá kl. 9.00-16.00. Sjá auglýsingu hér.  

Hlutastarf í Klettaborg

Leikskólinn Klettaborg í Borgarnesi auglýsir eftir starfskrafti tímabundið frá 1. janúar-31. maí 2011, vinnutími er kl. 14.30-16.30 daglega. Umsóknarfrestur er til 14. desember n.k. og þurfa umsóknir að berast til leikskólastjóra. Nánari upplýsingar veitir Steinunn Baldursdóttir leikskólastjóri í síma 437-1425 eða á netfanginu steinunn@borgarbyggd.is. Sjá nánar hér.    

Sr. Geir Waage sextugur

Tilkynning frá Reykholtskórnum: Næstkomandi föstudag, 10. desember verður sr. Geir Waage sóknarprestur í Reykholti sextugur. Af því tilefni heldur Reykholtskórinn tónleika honum til heiðurs. Tónleikarnir verða í Reykholtskirkju á afmælisdaginn og hefjast kl. 20.30. Strax á eftir bjóða sóknarnefndir í prestakallinu upp á veitingar í safnaðarsal kirkjunnar. Sóknarbörn, vinir og velunnarar sr. Geirs eru hjartanlega velkomin.  

Listasýning í Borgarnesi

Í Borgarnesi hefur verið í gangi Listasmiðja fyrir fólk með fötlun, á vegum Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands, frá því í mars á þessu ári. Boðið er til sýningar á verkum nemenda í Pakkhúsinu í Brúðuheimum, mánudaginn 13. desember kl. 17 – 19. Allir velkomnir. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Ólöf S. Davíðsdóttir listakona í Gallerí Brák. Nemendur/listamennirnir koma frá Fjöliðjunni og sambýlinu í …

Jólakort skólabarna á Hvanneyri

Nemendur Grunnskóla Borgarfjarðar á Hvanneyri hafa í mörg ár teiknað jólakort sem þau hafa selt og hefur ágóðinn af sölunni runnið til góðgerðamála. Í ár rennur ágóðinn af jólakortasölunni til Pálfríðar Sigurðardóttur frá Stafholtsey, en hún gekkst undir erfiða hjartaaðgerð núna í haust. Jólakortin eru til sölu í skólanum og nemendur verða einnig með aðstöðu á jólamarkaðinum í Ullarselinu þann …

Frá Tónlistarskóla Borgarfjarðar

Breyting hefur orðið á jólatónleikum Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Söngdeildartónleikar sem vera áttu þann 14. desember hafa verið færðir fram til 10. desember næstkomandi og hefjast kl. 18.00. Nýja auglýsingu frá Tónlistarskólanum má skoða hér.  

Til foreldra barna í dreifbýli

Akstursstyrkir á íþróttaæfingar 2010 Í desember ár hvert eru styrkir vegna aksturs barna og unglinga úr dreifbýli á skipulagðar íþróttaæfingar á vegum félaga í Borgarbyggð afgreiddir. Umsóknum skal skilað til íþrótta- og æskulýðsfulltrúa í Ráðhús Borgarbyggðar með þeim gögnum sem óskað er eftir að fylgi s.k. nýjum reglum um þessa styrki.   Reglur um akstursstyrki vegna íþróttaæfinga Reglur um akstursstyrki …