Næstu sorphirðudagar

Næstu sorphirðudagar í Borgarbyggð verða: Borgarnes, almennt sorp: 6. janúar Borgarnes, græn tunna: 11. janúar Aðrir þéttbýlisstaðir, almennt sorp: 10. janúar Aðrir þéttbýlisstaðir, græn tunna: 12. janúar Íbúum er bent á að fara með jólatré sín á gámastöð eða gámavelli í sveitarfélaginu en sveitarfélagið stendur ekki lengur fyrir sérstakri söfnun/förgun jólatrjáa. Gámastöðin við Sólbakka í Borgarnesi er opin mánudaga til …

Þrettándagleði frestað

Fyrirhugaðri Þrettándagleði Bogarbyggðar, brennu, flugeldasýningu og tilheyrandi skemmtun sem halda átti á Seleyri í dag, fimmtudaginn 6. janúar hefur verið frestað þar sem veðurútlit er slæmt. Þrettándagleðin fer því fram sunnudaginn 9. janúar og hefst stundvíslega kl. 17.17. Það er björgunarsveitin Brák sem á veg og vanda af skipulagningu og allri framkvæmd gleðinnar.

Sýning um sr. Magnús Andrésson

Undirbúningur vegna sýningar um sr. Magnús Andrésson á Gilsbakka (1845-1922) stendur nú yfir í Safnahúsi. Sr. Magnús gegndi mörgum merkum hlutverkum í héraði á sínum tíma og fyrir utan prestsstörfin má nefna að hann var alþingismaður Mýramanna, virtur kennari og homopati sem leitað var til víða að af landinu. Um undirbúning sýningarinnar og skemmtilega frásögn af bréfi Eggerts Eiríkssonar frá …

Garðar Jónsson ráðinn þjálfari

Í gær var undirritaður samningur á milli Knattspyrnudeildar Skallagríms og Garðars Jónssonar um þjálfun meistaraflokks næsta sumar.   Garðar er öllum hnútum kunnugur í Borgarnesi en hann þjálfaði liðið síðasta sumar auk þess sem hann er næst markahæsti leikmaður Skallagríms frá upphafi. Liðið leikur í þriðju deild og lenti í þriðja sæti síns riðils síðasta sumar. Markmið deildarinnar er áframhaldandi …

Greiðsluseðlar í Borgarbyggð

Borgarnes_gjAllir þekkja þann mikla fjölda greiðsluseðla sem berast inn á heimili. Þeir sem vilja losna við að fá greiðsluseðla frá Borgarbyggð, t.d. fyrir leikskólagjöldum eða mötuneytisgjöldum, geta haft samband við afgreiðslu Borgarbyggðar og óskað eftir að fá ekki senda greiðsluseðla fyrir viðkomandi gjöldum. Þetta þýðir þó ekki að viðkomandi losni við að greiða reikninginn, heldur birtast greiðsluupplýsingar hans eingöngu í …

Förgun jólatrjáa – 2011

Að loknum jólum er íbúum bent á að fara með jólatré sín á gámastöð eða gámavelli í sveitarfélaginu. Gámastöðin við Sólbakka í Borgarnesi er opin mánudaga til og með laugardaga frá kl. 14.00 – 18.00. Rétt er að benda á að sveitarfélagið stendur ekki lengur fyrir sérstakri söfnun/hreinsun jólatrjáa. Framkvæmdasvið Borgarbyggðar    

Breytingar hjá Borgarbyggð

Indriði Jósafatsson sem gengt hefur starfi íþrótta- og æskulýðsfulltrúa hjá Borgarbyggð hætti störfum hjá sveitarfélaginu nú um áramótin. Eiginlegt starf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa hefur nú verið lagt niður og verkefnum skipt niður á aðra starfsmenn sveitarfélagsins. Félagsmálastjóri tekur við forvarnar- og æskulýðsmálum og fræðslustjóri mun sinna íþróttamálum. Sigurþór Kristjánsson mun hafa umsjón með æskulýðsmiðstöðvum í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn og samstarfsmenn Indriða …

Við áramót

Við áramót er hollt og gott að líta yfir farinn veg og rifja upp og meta hverju árið sem senn er á enda hefur skilað og spyrja „höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg“. Í þessum stutta pistli ætla ég að tæpa á því helsta sem unnið hefur verið að á vettvangi sveitarfélagsins á árinu. Undanfarin tvö ár …

Fréttablaðskassar teknir niður

Fréttablaðskassar sem er að finna í Borgarnesi, verða teknir niður miðvikudaginn 29. desember. Þetta er gert vegna aukinnar hættu á skemmdum um áramótin. Kassarnir verða aftur settir upp á nýju ári.  

Hundrað ár í Borgarnesi

Skömmu fyrir jól minntist Vegagerð ríkisins hundrað ára starfsafmælis í Borgarnesi en það var árið 1910 sem Guðjón Bachmann brúasmiður og verkstjóri fluttist í Borgarnes og hóf þar störf við vegagerð. Af þessu tilefni afhenti stofnunin Byggðasafni Borgarfjarðar líkan af gömlu Hvítárbrúnni, sem þótti á sínum síma mikið verkfræðiafrek og er enn mikil héraðsprýði. Líkanið er í hlutföllunum 1:42 og …