Tónlistarkennarar á leið til Póllands

Kennarar Tónlistarskóla Borgarfjarðar halda til Póllands laugardaginn 9. júlí. Þeir munu halda tónleika á listahátíð í bænum Lanckorona mánudaginn 11. júlí. Þar verða flutt íslensk þjóðlög, sönglög og verk eftir fjóra af kennurum skólans. Einnig munu kennararnir fara á námskeið og fyrirlestra tengda menningu. Þetta er menningartengt samstarf milli Íslands og Póllands, styrkt af Evrópska efnahagssvæðinu. Í júní komu nokkrir …

Draumurinn í Valfelli

Draumurinn, gleðileikur með söng og dansi byggður á verki Shakespeares, Draumi á Jónsmessunótt verður frumsýndur föstudaginn 8.júlí í félagsheimilinu Valfelli. Listasmiðjan bak við eyrað frumsýnir verkið í samstarfi við Tónlistarskóla Borgarbyggðar, Dansskóla Evu Karenar og sveitarfélagið Borgarbyggð. Það er Ása Hlín Svavarsdóttir leikstjóri og mastersnemi í við Listaháskóla íslands sem gerði leikgerðina og setur verkið á svið. Þátttakendur í sýningunni …

Umhverfisráðherra staðfestir aðalskipulag Borgarbyggðar

Miðvikudaginn 29. júní undirritaði Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra nýtt aðalskipulag Borgarbyggðar 2010 – 2022. Langþráð bið er á enda þar sem um er að ræða tímamóta stefnumörkun í landnýtingu enda fyrsta aðalskipulag sem nær yfir allt sveitarfélagið sem samansett er úr 13 sveitarfélögum og nær yfir 5% af Íslandi. Í Borgarbyggð voru tvö svæðisskipulög í gildi og aðalskipulög fyrir Borgarnes, Hvítársíðu …

Sumarhugleiðing til foreldra

Sumarið er tíminn! Sumarhugleiðing til foreldra unglinga í Borgarbyggð Samstarfshópur um forvarnir í Borgarbyggð og SAMAN hópurinn sendir ykkur eftirfarandi hugleiðingu til að minna á mikilvægi samveru foreldra og unglinga. Allan veturinn hlökkum við til sumarsins sem er tími birtu, gleði og frelsis. Flestir unglingarnir okkar blómstra og finnst þeir vera færir í flestan sjó. En frelsið getur verið vandmeðfarið. …

Næsti fundur Umhverfis- og skipulagsnefndar

Ákveðið hefur verið að fundur umhverfis- og skipulagsnefndar sem átti upphaflega að vera mánudaginn 11. júlí en var síðan flýtt til fimmtudagsins 30. júní verði miðvikudaginn 6. júlí kl. 8:30. Skila þarf erindum fyrir fundinn fyrir hádegi föstudaginn 1. júlí. Nefndin fundar síðan ekki aftur vegna sumarleyfa fyrr en í byrjun september.  

Hillulíf í Gallerí Gersemi

Opnuð hefur verið ljósmyndasýningin Hillulíf (Shelf Life) hjá Gallerí Gersemi í Borgarnesi. Ljósmyndir á sýningunni eru eftir breska ljósmyndarann Peter Doubleday. Myndefnið eru hlutir úr hversdagslífinu, sem að sögn ljósmyndarans endurspegla hans eigin dagdrauma, þráhyggju og kvíða. Sýningin stendur til 17. júlí.    

Bændur – sýning í Landnámssetri

Sunnudaginn 26. júní kl. 16.00 verður opnuð myndlistarsýning á verkum Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur í Hvíta sal Landnámssetursins en það er salurinn á fyrstu hæð veitingahússins Búðarkletts. Aðalheiður er gestum Landnámsseturs að góðu kunn en hún er höfundur 5 stærstu myndverkanna í sýningunni um Egil Skallagrímsson í kjallara Pakkhússins. Allir eru velkomnir við opnunina og aðgangur er ókeypis.     Aðalheiður …

Fjallhús Borgarbyggðar

LangavatnNokkur fjallhús eru í eigu Borgarbyggðar. Flest eru þau notuð sem leitarmannaskálar á haustin en hægt er að fá gistingu fyrir einstaklinga og hópa á öðrum tíma. Húsin eru mismikið notuð enda aðgengi vegna staðsetningar misjafnt. Skálarnir á Arnarvatnsheiði og við Hítarvatn og Langavatn hafa t.d. notið mikilla vinsælda hjá göngu- og hestahópum. Hægt er að panta gistingu og fá …

Höskuldarvaka og þjóðhátíð í Reykholtsdal

16. júní n.k. standa Snorrastofa og Ungmennafélag Reykdæla fyrir heiðursdagskrá í Logalandi um hestamanninn Höskuld Eyjólfsson frá Hofsstöðum sem setti svip sinn á öldina sem leið og hafði áhrif á þróun hestamennskunnar. 17. júní standa sömu aðilar fyrir hátíðahöldum í tilefni þjóðhátíðardagsins.   Nánari dagskrá er hægt að sjá hér.  

Leikskólakennara og aðstoðarmatráð vantar í Ugluklett

LEIKSKÓLAKENNARA OG AÐSTOÐARMATRÁÐ VANTAR Í LEIKSKÓLANN UGLUKLETT Í BORGARNESI Leikur – Virðing – Gleði Við leikskólann Ugluklett eru lausar stöður leikskólakennara og aðstoðarmatráðs frá og með 8. ágúst n.k. Um er að ræða þrjár tímabundnar hlutastöður vegna fæðingarorlofa. Leikskólinn Ugluklettur er þriggja deilda leikskóli. Þar eru að jafnaði 65 börn á aldrinum 18 mánaða til 5 ára. Unnið er með …