Þéttbýlin í dreifbýli Vesturlands

Ráðstefnan “Þéttbýlin í dreifbýli Vesturlands” verður haldin í Ásgarði á Hvanneyri, fimmtudaginn 17. nóvember kl. 13.00 – 17.00. Ráðstefnan er á vegum Menningarráðs Vesturlands, Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og Háskólans á Bifröst. M.a. verður fjallað um háskólana, atvinnu, skipulag fleira Allt áhugafólk um nærandi samfélag er hvatt til að mæta segir í auglýsingu en hana má nálgast hér.  

Jólaskreytingar og jólatréð 2011

Vegna niðurskurðar verða ekki settar upp jólaskreytingar á vegum sveitarfélagsins í ár. Jólatréð á Kveldúlfsvellinum verður þó á sínum stað og samkvæmt áralangri hefð verða ljós þess tendruð í upphafi aðventu. Sunnudaginn 27. nóvember kl. 17.00 verður kveikt á trénu við hátíðlega athöfn á Kveldúlfsvelli. Grunur leikur á að þá komi jafnveljólasveinarnir í heimsókn með eitthvað gott í poka handa …

Félagsmiðstöðin flytur í “Skemmuna”

Endurvakin hefur verið félagsmiðstöð fyrir unglinga á Hvanneyri. Staðsetning miðstöðvarinnar síðasta ár, við hliðina á barnum, þótti ekki nógu heppileg og var því farið í að leita að öðru húsnæði. Húsnæði á Hvanneyri liggur ekki á lausu og varð þrautalendingin að leita til forráðamanna safnaðarheimilisins. Stjórn safnaðarheimilisins með sr. Flóka Kristinsson í broddi fylkingar tók erindinu ljúfmannlega og ákvað að …

Hádegisleiðsögn í Safnahúsi

Nú fer hver að verða síðastur að sjá örsýninguna um Gunnu á Húsafelli og Kristleif Þorsteinsson á Stóra Kroppi. Einungis eru nokkrir sýningardagar eftir. Af þessu tilefni verður boðið upp á hádegisleiðsögn með fróðleik um þessi merku frændsystkin föstudaginn 11. nóvember kl. 12.30. Leiðsögnin tekur 25 mínútur og það er Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður Safnahúss sem segir frá.  

Nemendur í unglingadeildum sáu “Hvað EF”

Nýverið fóru nemendur í unglingadeildum Grunnskóla Borgarfjarðar á leiksýninguna “Hvað EF” í Kassanum í Þjóðleikhúsinu. Í byrjun október sáu nemendur Grunnskólans í Borgarnesi leikritið en allir krakkar í 9. og 10. bekkjum í Borgarbyggð áttu þess kost að sjá sýninguna. Sýningin er nýstárleg og fjörug – skemmtifræðsla og forvarnarleikrit, þar sem dregnar eru fram kaldar staðreyndir varðandi neyslu vímuefna, einelti, …

Landbúnaðarnefnd fundar um dýralæknaþjónustu

Landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar lýsir yfir afar þungum áhyggjum af stöðu dýralæknaþjónustu í Borgarbyggð en nefndin tók málið fyrir á fundi sínum í gær. Í fundargerð segir m.a. “Eins og staðan er í dag er ekki tryggt að bændur fái þjónustu dýralækna á dagvinnutíma. Nýorðnar breytingar hafa það í för með sér að starfandi dýralæknum á svæðinu hefur fækkað. Landbúnaðarnefnd krefst þess …

Íbúafundur í Bæjarsveit um vatnsveitumál

Sveitarfélagið Borgarbyggð boðar til íbúafundar í félagsheimilinu Brún fimmtudagskvöldið 10. nóvember n.k. Fundurinn hefst kl. 20.30. Tilefni fundarins er kynning á samningi sem Borgarbyggð hefur gert við Orkuveitu Reykjavíkur um yfirtöku á vatnsveitu Bæjarsveitar. Allir velkomnir.    

Menningarsjóður Borgarbyggðar – lokaskýrslur

Í mars á þessu ári veitti Menningarsjóður Borgarbyggðar styrki fyrir árið 2011 til menningarverkefna í Borgarbyggð. Sjóðurinn hafði 2 milljónir til ráðstöfunar sem úthlutað var til 20 verkefna. Samkvæmt reglum sjóðsins ber styrkhöfum að skila inn skýrslu um verkefni sín fyrir árslok. Styrkhafar eru hér með minntir á að senda skýrslur sínar til Emblu Guðmundsdóttur þjónustufulltrúa, skrifstofu Borgarbyggðar, 320 Reykholt …

Menningarráð Vesturlands – styrkir 2012

Menningarráð Vesturlands hefur nú opnað umsóknarvef fyrir styrki komandi árs. Umsóknarfrestur er til og með 10. desember 2011. Umsækjendur geta verið einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki stofnanir og sveitarfélög á Vesturlandi. Umsóknir eru rafrænar, á heimasíðu Menningarráðs Vesturlands undir liðnum styrkveitingar. Starfsmaður Menningarráðs Vesturlands Elísabet Haraldsdóttir veitir upplýsingar í síma 4332313. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið menning@vesturland.is   Styrkþegar …

Lausar lóðir í Borgarbyggð

Í Borgarbyggð eru þónokkuð margar lóðir lausar til úthlutunar, bæði iðnaðar- og íbúðarhúsalóðir. Á Hvanneyri eru lausar tvær iðnaðarlóðir og í Bæjarsveit þrjár íbúðarhúsalóðir. Í Borgarnesi er úr mörgum lóðum að velja fyrir áhugasama húsbyggjendur en alls eru 24 íbúðarhúsalóðir lausar þar í bæ og 18 iðnaðarlóðir. Hægt er að skoða kort með því að smella á nöfnin. Hvanneyri. Bæjarsveit. …