Kvikmyndaþættir í Safnahúsi

Á næstunni verða sýndir á sjónvarpsskjá í Safnahúsi um 60 ára gamlir kvikmyndaþættir, bútar sem á sínum tíma voru teknir af Guðna Þórðarsyni (Guðna í Sunnu) að frumkvæði Borgfirðingafélagsins. Efnið er sýnt með góðfúslegu leyfi höfundar og fyrir tilstilli Óskars Þórs Óskarssonar verktaka og kvikmyndagerðarmanns í Borgarnesi. Eins og kunnugt er hefur Óskar sjálfur sinnt heimildamyndatöku í Borgarfjarðarhéraði um langt …

Þrettándagleði Borgarbyggðar og Brákar

Þrettándabrenna Borgarbyggðar og Björgunarsveitarinnar Brákar verður að vanda á Seleyri við Borgarnes. Brennan verður tendruð föstudaginn 6. janúar kl. 19.30. Steinka Páls heldur uppi fjörinu ásamt söngfuglum og Gísli Einarsson lætur gamminn geysa. Björgunarsveitin Brák verður svo með flugeldasýningu sem enginn verður svikinn af. Allir velkomnir!  

Menntaskóli Borgarfjarðar í Gettu betur

Búið er að draga saman lið í fyrri umferð spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur 2012. Menntaskóli Borgarfjarðar keppir við Borgarholtsskóla þriðjudaginn 10. janúar kl. 20.00 á Rás 2. Fyrir hönd Menntaskóla Borgarfjarðar keppa Inga Björk Bjarnadóttir, Jóhann Snæbjörn Traustason og Bjarki Þór Grönfeldt Gunnarsson. Þjálfari liðsins er Heiðar Lind Hansson. Varamenn liðsins eru Þorkell Már Einarsson sem aðstoðar einnig við þjálfun …

Gleðilegt ár!

Sveitarstjórn og starfsfólk Borgarbyggðar senda íbúum Borgarbyggðar og landsmönnum öllum bestu óskir um gleði og gæfuríkt nýtt ár og þakkar góð samskipti á liðnu ári.  

Minnt á lokaskýrslur til Menningarsjóðs

Í mars á þessu ári veitti Menningarsjóður Borgarbyggðar styrki fyrir árið 2011 til menningarverkefna í Borgarbyggð. Samkvæmt reglum sjóðsins ber styrkhöfum að skila inn skýrslu um verkefni sín fyrir árslok. Þeir styrkhafar sem ekki hafa sent inn eru hér með minntir á að senda skýrslur sínar til Emblu Guðmundsdóttur þjónustufulltrúa, skrifstofu Borgarbyggðar, 320 Reykholt sem allra fyrst eða í síðasta …

Útgerðarsagan fær góða dóma

Víst þeir sóttu sjóinn – Útgerðarsaga Borgfirðinga eftir Ara Sigvaldason kom út nú fyrir jólin. Í ritdómi Helga Bjarnasonar í Morgunblaðinu rétt fyrir jól fékk bókin góða umfjöllun og fjórar stjörnur. Áhugamenn um útgerðarsögu Borgfirðinga hafa unnið að því að halda sögunni á lofti og við lestur bókarinnar kemur í ljós að heilmikil saga er af þessu sviði atvinnulífsins segir …

Áramótakveðja

Gæfuríkt nýtt ár! Samstarfshópur um forvarnir í Borgarbyggð Borgarbyggð er virkur þátttakandi í SAMAN hópnum  

Akstursstyrkir á íþróttaæfingar

Tómstundanefnd Borgarbyggðar auglýsir hér með eftir umsóknum um akstursstyrki vegna aksturs með börn á skipulagðar íþróttaæfingar á vegum félagasamtaka í sveitarfélaginu. Umsóknir ásamt fylgigögnum skulu berast fræðslustjóra í Ráðhúsi Borgarbyggðar í síðasta lagi föstudaginn 13. janúar 2012. Reglur Borgarbyggðar um akstursstyrki Umsóknareyðublöð    

Gleðileg jól

Jólakveðja Sveitarstjórn og starfsfólk Borgarbyggðar senda íbúum Borgarbyggðar og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða.  

Jólakveðja

Jólakveðja frá samstarfshópi um forvarnir í Borgarbyggð! Borgarbyggð er virkur þátttakandi í SAMAN hópnum.