Undankeppni Stíls í Óðali

Sigurvegarar kvöldsinsUndankeppni Stíls, hönnunarsamkeppni félagsmiðstöðvanna, fór fram í Félagsmiðstöðinni Óðal í Borgarnesi í síðustu viku. Stíll er keppni á milli félagsmiðstöðva þar sem keppt er í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun út frá ákveðnu þema sem í ár er framtíðin. Hver félagsmiðstöð má senda eitt lið til keppninnar og í hverju liði mega vera 2-4 einstaklingar, þar af eitt módel. Þrír …

Umhverfisdagur í Borgarbyggð

Laugardaginn 10. nóvember 2012 verður boðið til gönguferðar um nýlegan göngustíg í Borgarnesi og í framhaldi af henni verða umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar veittar í Landnámssetri.   Gönguferðin hefst kl. 11:00 við Leikskólann Klettaborg í Borgarnesi. Þaðan verður gengið eftir nýlegum göngustíg yfir í Þórðargötu, meðfram kirkjugarðinum að Kveldúlfsgötu, þaðan með Borgarvoginum að Kjartansgötu. Síðan verður gengið niður á íþróttasvæðið og á …

Lokað vegna framkvæda OR

Vegna framkvæmda Orkuveitu Reykjavíkur verður sundlaugasvæðið í Borgarnesi lokað frá hádegi þriðjudaginn 6. nóvember til og með föstudags 9. nóvember. Opnað verður aftur laugardaginn 10. nóvember kl. 09.00. Starfsemi íþróttamiðstöðvarinnar verður annars með óbreyttum hætti. Sundlaugarnar á Kleppjárnsreykjum og Varmalandi eru opnar á skólatíma (kennsla hefur forgang) og á Kleppjárnsreykjum er opið á þriðju- og fimmtudagskvöldum frá kl. 19.00 – …

Fyrirlestur í Snorrastofu – Skráning örnefna í Borgarfirði

Fyrirlestur Ragnhildar Helgu Jónsdóttur um skráningu örnefna í Borgarfirði verður haldinn í Snorrastofu 6. nóvember 2012 og hefst kl. 20.00. Á síðustu 20 árum hefur verið unnið mikið starf við skráningu og kortlagningu örnefna í Borgarfirði, bæði á vegum Félags aldraðra í Borgarfjarðardölum og sem BS-verkefni í landfræði við Háskóla Íslands. Reynslan hefur sýnt að það er hver að verða …

EKKI MEIR – fræðsluerindi um einelti og forvarnir

Fræðsluerindi um einelti, forvarnir og úrvinnslu eineltismála verður haldið í Félagsbæ í Borgarnesi fimmtudaginn 1. nóvember kl. 19.30. Fyrirlesari er Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur og höfundur bókarinnar EKKI MEIR. Bókin er leiðarvísir í aðgerðum gegn einelti fyrir starfsfólk skóla, íþrótta- og æskulýðsfélög, foreldra og börn. Á erindinu verður Aðgerðaáætlun Æskulýðsvettvangsins gegn einelti og annarri óæskilegri hegðun dreift, ásamt eineltisplakati og og …

Blóðbankabíllin í Borgarnesi í dag

Blóðbankabíllinn verður við Hyrnuna í Borgarnesi í dag, þriðjudaginn 30. október, frá klukkan 10.00 – 17.00. Allir eru velkomnir og þeir sem mega gefa blóð eru hvattir til að mæta.    

Menningarráð Vesturlands – viðtalstímar menningarfulltrúa

Menningarráð Vesturlands hefur auglýst menningarstyrki sem veittir verða árið 2013. Um er að ræða viðburðarstyrki og stofn- og rekstrarstyrki. Elísabet Haraldsdóttir menningarfulltrúi verður til viðtals í ráðhúsi Borgarbyggðar miðvikudaginn 31. október kl. 12.00 – 14.00. Hún mun veita aðstoð við gerð umsókna en umsóknarfrestur rennur út þann 18. nóvember næstkomandi en það er heldur fyrr en vant er. Nánari upplýsingar, …

Ný áætlun strætó

Lagfæringar hafa verið gerðar á áætlun Strætó á Vesturlandi og taka nýjar tímatöflur gildi frá og með 4. nóvember næstkomandi. Alltaf má nálgast upplýsingar um, tímatöflur, leiðir, gjaldskrá og allar breytingar jafnóðum og þær verða, á heimasíðu Strætó www.straeto.is. Nýja bæklinginn er einnig hægt að nálgast hér.  

Merki Brákarhlíðar komið

Tekið hefur verið í notkun einkennismerki fyrir hjúkrunar og dvalarheimilið Brákarhlíð í Borgarnesi. Heiður Hörn Hjartardóttir hannaði merki sem stjórn Brákarhlíðar hefur nú valið sem merki heimilisins. Við hönnun á merkinu var unnið útfrá nokkrum orðum sem tengjast Brákarhlíð beint eða óbeint, þessi orð eru: Heimili, hlíðin, hlýja og kærleikur, litir og gleði og bókstafurinn B. Stafurinn B er myndaður …

Þjónusturáð Vesturlands – auglýsing um styrki

Þjónusturáð Vesturlands auglýsir eftir umsóknum um styrki til náms-, verkfæra- og tækjakaupa á grundvelli 27. greinar í lögum um málefni fatlaðra. Umsækjendur skulu eiga lögheimili á Vesturlandi, búa við varanlega örorku og vera orðnir 18 ára. Styrkir verða veittir til greiðslu menntunar eða námskeiðskostnaðar eða kaupa á verkfærum – áhöldum sem ætla má að auðveldi fötluðu fólki að skapa sér …