Hundur í óskilum – Border Collie

Svartur og hvítur Border Collie hundur sem handsamaður var við Svignaskarð er í vörslu Borgarbyggðar.   Telji sig einhver eiga hundinnn er viðkomandi vinsamlegast beðinn að hafa samband við skrifstofu Borgarbyggðar í síma 433-7100. Eftir lokun skiptiborð má hafa samband í síma 868-0907.  

Kynningarfundur um nýja fjallskilasamþykkt fyrir Akraneskaupstað, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshrepp og Borgarbyggð

Fulltrúar nefndar um nýja fjallskilasamþykkt fyrir Akraneskaupstað, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshrepp og Borgarbyggð boða til opins kynningarfundar þar sem kynnt verða drög að nýrri sameiginlegri fjallskilasamþykkt fyrir þessi fjögur sveitarfélög. Fundurinn verður haldinn í félagsheimilinu Valfelli, sem er norðan við Borgarnes, þann 12. febrúar og hefst kl. 20:30.    

Heimilishjálp – afleysingar

Starfsmann vantar í tímabundið, frá 20. febrúar til 20. mars, í heimilishjálp hjá Borgarbyggð. Um 90% starf er að ræða og möguleiki á áframhaldandi minni afleysingum. Laun skv. kjarasamningi á bilinu frá kr. 218.000 – 230.000. Upplýsingar veita Hjördís Hjartardóttir í síma 433 7100 eða Elín Valgarðsdóttir í síma 437 2215/840 1525.    

Ugluklettur meðal tilnefndra til Orðsporsins 2013

Dagur leikskólans er í dag haldinn hátíðlegur í sjötta sinn. Leikskólar landsins halda upp á daginn með ýmsum hætti til að vekja athygli á starfi leikskólakennara og til að kynna starfsemi leikskóla út á við. Sungið af list í UgluklettiÍ tilefni dagsins voru veittar viðurkenningar sem Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra afhenti í morgun. Þær nefnast Orðsporið og eru veittar til þeirra …

Íþróttamaður Borgarbyggðar 2012

Íþróttamaður Borgarbyggðar verður kjörinn í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi sunnudaginn 10. febrúar næstkomandi klukkan 21.00, að afloknum leik Skallagríms og Tindastóls í úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Tómstundanefnd Borgarbyggðar kýs árlega íþróttamann ársins úr tilnefningum frá ungmennafélögum í sveitarfélaginu. Kjörið fer nú fram í 22. sinn og eru tólf íþróttamenn tilnefndir. Við þetta tækifæri verða veittar viðurkenningar til íþróttafólks sem hefur skarað …

Grænfánanum flaggað á Hvanneyri

Föstudaginn 25. janúar síðastliðin var grænfánanum flaggað í 6. sinn á Hvanneyri. Hvanneyrardeild Skólinn á Hvanneyri er annar tveggja skóla sem hefur verið með frá upphafi verkefnisins en grænfánanum var fyrst flaggað við Andakílsskóla á skólaslitum 4. júní 2002. Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Nánar má sjá …

Þorrablót í Lindartungu 8. febrúar

Þau leiðu mistök urðu í síðasta fréttabréfi Borgarbyggðar að þorrablót Kolhreppinga í Lindartungu var boðað þann 2. febrúar n.k. Þetta er alls ekki rétt – Kolhreppingar ætla að blóta þorra föstudaginn 8. febrúar með tilheyrandi gleði og gamni í Lindartungu. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.  

Sorphirðudagatal 2013

Beðist er velvirðingar á því að sorphirðudagatal 2013 hefur ekki enn borist íbúum Borgarbyggðar. Það verður sent með fréttablaðinu ,,Íbúanum” til allra íbúa um leið og upplýsingar, um hvaða daga áætlað er að hirða sorpið, hafa borist frá sorphirðuverktakanum sem Borgarbyggð er með samning við.