Grunnskólakennarar athugið

Grunnskólinn í Borgarnesi leitar að grunnskólakennurum frá upphafi næsta skólaárs til að koma til liðs við öflugan starfamannahóp sem fyrir er. M.a. er leitað eftir sérkennara sem, auk þess að kenna, tæki að sér umsjón með skipulagningu sérkennslu í skólanum (verkefnastjóri). Síðan er auglýst eftir heimilisfræðikennara og textílmenntarkennara. Þar fyrir utan kann okkur að vanta kennara í almenna bekkjarkennslu. Menntun …

Blóðbankabíllinn í Borgarnesi á þriðjudag – 2013

Blóðbankabíllinn verður í Borgarnesi við Hyrnuna, þriðjudaginn 9. apríl næstkomandi kl. 14.00 – 17.00. Allir eru velkomnir, jafnt nýir sem vanir blóðgjafar og Blóðbankinn vonast til að sem flestir sjái sér fært að koma og gefa blóð. Að jafnaði þarf bankinn um 70 blóðgjafa á dag. Blóðgjöf er lífgjöf.  

Laust er til umsóknar starf gæludýraeftirlitsmanns Borgarbyggðar

Sveitarfélagið Borgarbyggð auglýsir eftir gæludýraeftirlitsmanni í 50% starf til reynslu. Um nýtt starf er að ræða. Starfið heyrir undir umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa. Starfsstöð gæludýraeftirlitsmanns er á skrifstofu umhverfis- og skipulagssviðs sveitarfélagsins að Borgarbraut 14 í Borgarnesi. Sjá auglýsingu.

Ævintýri fuglanna í Safnahúsi Borgarfjarðar

Föstudaginn 5. apríl næstkomandi, kl. 17.00, verður opnuð ný sýning í Safnahúsi, þar sem fuglar úr náttúru Íslands eru sýndir í mögnuðu umhverfi. Þemað er farflugið, hin miklu og óskiljanlegu afrek fuglanna sem hafa heiminn undir í ferðum sínum en rata þó alltaf til baka. Sýningarhönnuður er Snorri Freyr Hilmarsson, sá sami og hannaði sýninguna Börn í 100 ár. Sýningin …

Grunnskóli Borgarfjarðar auglýsir eftir sérkennara til starfa

Ertu menntaður sérkennari sem vantar starf á fallegum stað í Borgarfirði í góðum skóla? Ef svo er, þá er Varmaland staður fyrir þig. Grunnskóli Borgarfjarðar er þriggja starfstöðva grunnskóli með 220 nemendur. Starfstöðvar hans eru á Kleppjárnsreykjum, Varmalandi og Hvanneyri. Sérkennara vantar í Varmalandsdeild skólans. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi KI og LS. Umsóknarfrestur er til 25.apríl nk. Umsóknum skal skilað …

Laust starf skipulags- og byggingafulltrúa

Laust starf hjá Umhverfis- og skipulagssviði Borgarbyggðar; Skipulags- og byggingarfulltrúi Borgarbyggð óskar eftir að ráða skipulags- og byggingarfulltrúa til starfa hjá sveitarfélaginu. Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf í vaxandi sveitarfélagi. Launakjör skv. kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Helstu verkefni: Framkvæmd skipulags- og byggingamála, mælingar, úttektir, skráning fasteigna, yfirferð uppdrátta og afgreiðsla umsókna, yfirferð skipulaga og eftirfylgni …

Vinnuskóli Borgarbyggðar sumarið 2013

Vinnuskóli Borgarbyggðar óskar eftir umsóknum nemenda fyrir sumarið 2013 Vinnuskólinn er fyrir unglinga í 8. – 10. bekk og verður settur mánudaginn 10. júní n.k. kl. 9.00 í Félagsmiðstöðinni Óðali. Vinnutímabil skólans verður 4 vikur á 6 vikna tímabili (hver og einn nemandi velur sínar 4 vinnuvikur) eða frá 10. júní til og með 19. júlí 2012. Daglegur vinnutími er …

Flokksstjórastörf við vinnuskóla Borgarbyggðar 2013

Vinnuskóli Borgarbyggðar óskar að ráða flokksstjóra fyrir sumarið 2013 Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri, hafa gott lag á unglingum og vera þeim góð fyrirmynd í starfi. Í starfinu felst m.a. að leiðbeina nemendum vinnuskólans og kenna þeim öguð og rétt vinnubrögð við fjölbreytt störf. Vinnutímabilið er 8 vikur eða frá 3. júní til og með 26. júlí. …

Sumarstörf hjá íþróttamiðstöðvum Borgarbyggðar 2013

Laus eru til umsóknar sumarstörf í íþróttamiðstöðvum Borgarbyggðar, í Borgarnesi, á Varmalandi og á Kleppjárnsreykjum, 100% störf, sumarafleysingar á öllum starfsstöðvum. Kleppjárnsreykir: Karlmann frá 1. júní til 19. ágúst og konu í 6 vikur. Varmaland: Karl og konu frá 8. júní til 19. ágúst. Borgarnes: Karla og konur frá 4. júní til 31. ágúst. Störfin eru vaktavinnustörf sem felast m.a. …

Líf og fjör í skólunum

Nemendur við grunnskóla Borgarbyggðar hafa undanfarna daga og vikur undirbúið árshátíðir sínar af kappi. Á Kleppjárnsreykjum verður árshátíðin haldin fimmtudaginn 21. mars en í Borgarnesi og á Varmalandi föstudaginn 22. mars. Árshátíð Hvanneyrardeildar verður að venju haldin í maí. Sjá nánar: Kleppjárnsreykjadeild Grunnskóla Borgarfjarðar Varmalandsdeild Grunnskóla Borgarfjarðar Grunnskólinn í Borgarnesi