Dagur hinna villtu blóma í Einkunnum

Dagur hinna villtu blóma verður sunnudaginn 16. júní. Þann dag gefst fólki víðs vegar um landið kostur á að fara í tveggja tíma gönguferð um nágrenni sitt án endurgjalds, og fá leiðsögn um algengustu plöntur sem þar vaxa.   Í tilefni dagsins verður farið í skoðunarferð í fólkvanginum Einkunnum. Mæting er kl. 10:00 við bílastæðin við Álatjörn í fólkvanginum Einkunnum. …

Græn svæði í fóstur

Árið 2011 var íbúum og samtökum í fyrsta skipti boðið að taka opið svæði, í umsjón eða eigu sveitarfélagsins, í fóstur. Nú hefur verið gengið frá 8 samningum við íbúa og það eru 9 samningar til viðbótar í vinnslu. Heildarflatarmál þeirra svæða sem búið er að gera samning um er nú komið í 35.222 fermetra. Sjá hér auglýsingu sem birtist …

Grunnskólakennarar takið eftir!

Grunnskólinn í Borgarnesi leitar að grunnskólakennurum frá upphafi næsta skólaárs til að koma til liðs við öflugan starfsmannahóp sem fyrir er. Skólinn vinnur eftir stefnunni Uppeldi til ábyrgðar og er Grænfánaskóli síðan 2006. Leitað er eftir sérkennara og kennara í almenna bekkjarkennslu. Menntun sem nýtist í starfi er áskilin. Ef þessi störf vekja áhuga sem og hinn fagri Borgarfjörður þá …

Tilkynning til íbúa Borgarness

Borgarbyggð hefur fengið Stefán Inga Ólafsson til að vinna fyrir sig máf við Dílatanga í Borgarnesi í júní 2013 til verndar andfuglum á svæðinu.  

Opið hús á Hnoðrabóli

Í dag, miðvikudaginn 29. maí ætla börnin á Hnoðrabóli í Reykholtsdal að bjóða öllum velunnurum skólans á opið hús og myndlistarsýningu frá kl. 14.00 til kl. 15.45. Gaman væri að sjá sem flesta foreldra, systkini, ömmur, afa, frænkur, frændur og aðra sveitunga sem hafa tök á því að líta inn og eiga góða stund með okkur og þiggja kaffiveitingar. Útskrift …

Árshátíð Hvanneyrardeildar

Árshátíð Grunnskóla Borgarfjarðar á Hvanneyri verður haldin á morgun, fimmtudaginn 30. maí kl. 16.30 í skjólbeltunum á Hvanneyri. Þar mun 1.-2. bekkur sýna leikritið Risinn og börnin í þorpinu og 3.-4. bekkur sýnir leikrit um Egilssögu.  

Umhverfisverkefni sumarið 2013

Hér til hliðar vinstra megin á heimasíðunni undir ,,þjónusta við íbúa” er búið að bæta við undirsíðu sem heitir ,,Umhverfisverkefni sumarið 2013″. Þar undir eru kynnt þau umhverfisverkefni sem íbúum er boðið að taka þátt í sumarið 2013. Það eiga eftir að bætast við verkefni á þessa síðu og verða þau auglýst sérstaklega hér í frétt á heimsíðunni þegar þau …

Ljúft og létt í Landnámssetri

Söngfjölskyldan, þau Theodóra, Ogleir Helgi og dætur, efna til tónleika í Landnámssetrinu í Borgarnesi næstkomandi fimmtudag, 30. maí kl. 21.00. Ingibjörg Þorsteinsdóttir leikur með á píanó. Yfirskrift tónleikanna er “Ljúft og létt í Landnámssetri” og verður fjölbreytt dagskrá, þau flytja meðal annars dúett og tríó eftir Mozart, íslensk sönglög eftir Sigvalda Kaldalóns og söngleikjalög.   Theodóra er skólastjóri Tónlistarskóla Borgarfjarðar …

Göngustígnum lokað vegna framkvæmda

Vegna fráveituframkvæmda Orkuveitu Reykjavíkur verður göngustígurinn með ströndinni, frá frá Kveldúlfsgötu 15 að Kjartansgötu 25 lokaður frá 27. maí til og með 31. maí.