Uppfært: 17. júní – Dagskrá

Hátíðarhöld á 17. júní í Borgarbyggð eru með hefðbundnu sniði í ár. Tímasetningar og staðsetningar geta breyst. Nýjustu upplýsingar verður að finna á heimasíðu Borgarbyggðar, borgarbyggd.is

Opið fyrir umsóknir í tónlistarnám – nýbreytni

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í tónlistarnám í Tónlistarskóla Borgarfjarðar næsta skólaár. Nemendur sem ekki tilkynntu að þeir væru hættir ganga fyrir og hafa verið skráðir í námið næsta haust. Forráðamenn eru beðnir að láta vita strax ef nemandi ætlar ekki að halda áfram.

Gunna Gangó í 25 ár

Grunnskólabörn í Borgarnesi sem ganga í skólann þurfa mörg að þvera Borgarbrautina við Himnastigann á leið sinni í skólann. Á þessari gangbraut hefur Guðrún Birna Haraldsdóttir, eða Gunna Gangó, sinnt gangbrautarvörslu í 25 ár og tryggt að börnin og aðrir gangandi vegfarendur komist örugg yfir götuna.
Nú er komið að leiðarlokum og mun Gunna hætta störfum í lok skólaárs. Af því tilefni var henni komið á óvart að morgni 2. júní þegar fjölmargir íbúar komu og gengu með Gunnu yfir götuna.

Laust starf deildarstjóra skipulags- og byggingarmála

Við leitum eftir framsæknum stjórnanda og sérfræðing til þess að taka þátt í að efla og leiða þjónustu sveitarfélagsins inn í nýja tíma. Borgarbyggð hefur einsett sér að leggja aukna áherslu á notendamiðaðri þjónustuhönnun, tækniframþróun og þjónustu við íbúa og viðskiptavini.