Skólastjóri Grunnskólans í Borgarnesi

Umsóknarfrestur um stöðu skólastjóra við Grunnskólann í Borgarnesi hefur verið framlengdur til 24. október. Leitað er að einstaklingi með mikinn metnað, sem sýnt hefur árangur í störfum sínum og leggur áherslu á vellíðan og árangur nemenda í góðu samstarfi við aðra starfsmenn skólans. Starfsemin skal einkennast af fjölbreytni, sveigjanleika og víðsýni, þar sem tekið er tillit til mismunandi þarfa, áhuga …

Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar 2013

Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar voru afhentar á Sauðamessu sem haldin var 5. október.   Viðurkenningarnar voru veittar í eftirfarandi flokkum: Snyrtilegasta atvinnulóðin var valin Sólbakki 3 í Borgarnesi, þar sem bifreiðaverkstæðið Hvannnes er til húsa. Húsið og rekstur er í eigu bræðranna Gunnars og Sigurðar Arelíusar Emilssona.   Fallegasta íbúðarhúsalóðin var valin Fálkaklettur 9 í Borgarnesi. Hana eiga hjónin Anna Gerður Richter …

Haustmarkaður á Kleppjárnsreykjum

Haustmarkaður verður haldinn í Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum fimmtudaginn 17. október frá kl. 15.05 – 18.00. Á þessum nýstárlega markaði verða margskonar vörur til sölu, fatnaður og skór. Margt verður til skemmtunar, listsýningar, upplestur á örsögum og ljóðum. Flutt verður tónlist og fólki boðið að kynna sér aðstæður flóttamanna í flóttamannatjaldi sem nemendur hafa komið fyrir á svæðinu. Nemendur 10. …

Fréttabréf Borgarbyggðar, október

Fréttabréf Borgarbyggðar er nú komið á vefinn og hægt að nálgast það hér. Fréttabréfið verður svo borið í hús á morgun og fimmtudag.  

Hljóðfærasmiðja í Borgarnesi

Nýlega kom Pamela De Sensi í heimsókn í Grunnskólann í Borgarnesi og stóð fyrir hljóðfærasmiðjum í 1. – 5. bekk. Pamela naut liðsinnis Margrétar Jóhannsdóttur tónmenntarkennara. Pamela er flautuleikari og listrænn stjórnandi barnatónlistarhátíðarinnar Töfrahurð. Verkefnið mæltist mjög vel fyrir hjá nemendum sem allir fóru heim með frumleg hljóðfæri í lok dags; hristur, trommur og horn. Pamela færði skólanum að gjöf …

Slökkviliðið 90 ára – 1923 – 2013

Þann 14. október 2013 eru liðin 90 ár frá því að slökkviliði Borgarneshrepps, eins og það hét þá, var komið á fót skv. ákvörðun hreppsnefndar. Slökkvilið Borgarbyggðar ætlar að minnast þessara tímamóta með opnu húsi laugardaginn 12. október á slökkvistöðvum sínum í Borgarbyggð. Þar munu slökkviliðsmenn taka á móti gestum og gangandi, fræða um starfið og sýna þann tækjabúnað sem …

Köttur í óskilum 2013-10-11

Borgarbyggð er með í vörslu sinni svartrauðbröndóttann fresskött. Þeir sem telja sig þekkja til kattarins eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við skrifstofu Borgarbyggðar í síma 433-7100 eða verktaka á vegum Borgarbyggðar í síma 892-5044.  

Frá hestum til hestafla – fyrirlestur í Snorrastofu

Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri flytur fyrirlesturinn Frá hestum til hestafla – jarðræktarsögur úr Borgarfirði, í Snorrastofu í kvöld, þriðjudaginn 8. október kl. 20.30. Fyrirlesturinn er samvinnuverkefni Snorrastofu og Landbúnaðarsafns Íslands en Bjarni er forstöðumaður þess. Í fyrirlestrinum verður sagt frá túnasléttun í upphafi umbótaaldar, þegar farið var að nýta dráttarafl hestanna með verkfærum á grundvelli erlendrar verkþekkingar. Áhersla verður einkum …

Straumlaust í hluta Borgarfjarðar í nótt

Straumleysitilkynning frá RARIK Vesturlandi Straumlaust verður í nótt á Kleppjárnsreykjum að Brún í Bæjarsveit, Borgarfirði frá kl. 00.00 til 06.00. Nánari upplýsingar veitir bilanarvakt RARIK í síma 5289390.    

Gaman í snjónum

Fyrsta snjónum var vel fagnað á Hvanneyri í dag. Í skólanum var útiíþróttatíminn nýttur til fulls og farið í eltingaleik á línum og snjóstríð. Þá var útbúið skemmtilegt snjóvirki fyrir krakkana að leika sér í. Þriðji og fjórði bekkur stjórnaði leikjum í frímínútum, skotbolta og dimmalimm. Allir kátir og glaðir á Hvanneyri í dag!