Ungmennaráð Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) heldur sína þrettándu ungmennaráðstefnu Ungt fólk og lýðræði.
Laust starf skipulagsfulltrúa
Við leitum eftir sérfræðing til þess að taka þátt í að efla þjónustu sveitarfélagsins. Borgarbyggð hefur einsett sér að leggja aukna áherslu á notendamiðaða þjónustuhönnun, tækniframþróun og þjónustu við íbúa og viðskiptavini.
Í þeirri vegferð sem er framundan ætlum við að efla stjórnsýslu og þjónustu sveitarfélagsins og vera tilbúin til að mæta áskorunum framtíðarinnar. Áhersla verður lögð á þverfaglegt samstarf í verkefnamiðuðu umhverfi og frekari þróun innra starfs sem leiði í senn til framúrskarandi þjónustu og öflugs vinnuumhverfis.
Viðkomandi mun starfa í samræmi við hlutverk skipulagsfulltrúa í skipulagslögum. Auk þess mun viðkomandi hafa eftirlit með framkvæmdaleyfisskyldum framkvæmdum og vinna með skipulagsáætlanir.
Viðkomandi mun heyra undir stjórnsýslu- og þjónustusvið Borgarbyggðar, næsti yfirmaður er deildarstjóri skipulags- og byggingarmála.
Brákarhátíð 2022 – Dagskrá
Hér er dagskrá Brákarhátíðar 2022 sem fram fer dagana 24.-26. júní nk.
Ráðherrafundur EFTA í Borgarnesi
Ráðherrar, þingmenn og samstarfsaðilar aðildarríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) koma saman til árlegs sumarfundar í dag, mánudaginn 20. júní.
Landsmót UMFÍ 50+ í Borgarbyggð
Landsmót UMFÍ 50+ verður að þessu sinni haldið í Borgarnesi dagana 24.-26. júní.
Handsömun katta á Hvanneyri
Gæludýraeftirliti Borgarbyggðar hafa borist tilkynningar og ábendingar um ágang villtra eða hálfvilltra katta á Hvanneyri. Hvanneyri er innan friðlandsins í Andakíl þar sem í stjórnunar-og verndaráætlun koma fram þau tilmæli til íbúa á verndarsvæðinu að halda köttum sínum innandyra yfir varptímann, frá 20. apríl til 20. júlí til verndar fuglalífi
Laust starf húsvarðar í félagsheimilinu Þinghamri
Starf húsvarðar í félagsheimilinu Þinghamri, Varmalandi er laust til umsóknar. Um er að ræða 30-50% starf og er tímabundið til eins árs. Í starfinu felst einnig tilfallandi kvöld og helgarvinna sem stjórnast af aðsókn að húsinu og tímasetningu viðburða sem haldnir eru.
Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi verður lokuð 17. júní
Vakin er athygli á því að íþróttamiðstöðin í Borgarnesi verður lokuð 17. júní.
Leikskólinn Ugluklettur fékk úthlutað 1.250.000 úr Sprotasjóði
Þann 1. júní sl. fór fram úthlutun úr Sprotasjóði mennta- og barnamálaráðuneytisins fyrir árið 2022. Leikskólinn Ugluklettur fékk úthlutað 1.250.000 kr. vegna verkefnisins Lýðræðislegt innra mat í leikskólanum Uglukletti. Gaman er að segja frá því að þetta í þriðja skipti sem Ugluklettur fær úthlutað úr sjóðnum.
Gatnaframkvæmdir á Borgarbraut
Á næstunni hefjast framkvæmdir við endurnýjun lagna og yfirlagi á Borgarbraut.