Grænfáninn í fimmta sinn

Á föstudag fékk Grunnskólinn í Borgarnesi afhentan Grænfánann í fimmta sinn. Skólinn var einn 12 grunnskóla sem skrifaði undir fyrstu samstarfsyfirlýsingu um Grænfánann þann 6. júní 2001, og er því búinn að vera í verkefninu í 13 ár. Markmið með Grænfánaverkefninu er að auka menntun og þekkingu og efla virðingu fyrir náttúru og umhverfi lands og hafs. Einnig að stuðla …

Vortónleikar Tónlistarskóla Borgarfjarðar

Nú fer vetrarstarfi Tónlistarskóla Borgarfjarðar að ljúka og verða vortónleikar nemenda dagana 12. – 15. maí. Þar munu nemendur flytja fjölbreytta dagskrá og í lok hverra tónleika fá nemendur afhent prófskírteini. Skólastarfi nemendanna lýkur með samspilsdögum mánudaginn 19. maí og þriðjudaginn 20. maí, en þá munu nemendur og kennarar safnast saman og spila og syngja saman, bæði úti og inni. …

Tónleikar til styrktar Fjöliðjunni

Verkefni fyrir vinnandi hendur! Föstudaginn 9. maí næstkomandi verða haldnir styrktartónleikar í Hjálmakletti í Borgarnesi. Allur ágóði af tónleikunum rennur til Fjöliðjunnar í Borganesi og fer óskiptur í söfnunarsjóð til tækjakaupa. Fram koma Jónas Sig., Ingó veðurguð, Baggabandið, Grasasnar, Festival, Brother Grass Hallgrímur Oddsson og KK. Smellið á auglýsinguna til að stækka hana.  

Norræn ungmennavika í Noregi

Dagana 28. júlí til 2.ágúst næstkomandi fer fram ungmennavika NSU í Noregi. Ungmennavika NSU rennur að þessu sinni inn í stórviðburð sem Norsk Frilynt heldur fyrir aðildarfélög sín í Noregi ár hvert og heitir SplæshCamp. Dagskráin er stórglæsileg og þema vikunnar að þessu sinni er leikhús, kvikmyndagerð og menning tengt norrænum glæpasögum. Á SplæshCamp mæta um 350 ungmenni víðsvegar frá …

Tryggvi tekur við skólaakstri

Tryggvi Valur Sæmundsson hefur tekið við skólaakstrinum í Borgarnesi þær þrjár vikur sem eftir er af skólaárinu og þeim leiðum sem Sæmundur Sigmundsson var með í Grunnskóla Borgarfjarðar. Sömu bílstjórar verða út skólaárið og verið hafa.  

Umhverfisátak nemenda heldur áfram

Krakkarnir í Grunnskólanum í Borgarnesi hafa verið dugleg að snyrta til í Borgarnesi og hvetja til umhverfisátaks.Fjórðu bekkingar í skólanum lögðu leið sína að Safnahúsi Borgarfjarðar í gær og hreinsuðu til í kringum húsið og fjöruna fyrir neðan. Þau létu ekkert stoppa sig, teygðu hendur djúpt niður í grjótuppfyllinguna til að sækja plaspoka, sígarettustubba og annað drasl. Afraksturinn ruslatínslunnar má …

Frumkvöðladagur í Borgarnesi 7. maí

Matarsmiðjan og Hugheimar opna aðstöðu sína í Borgarnesi þann 7. maí. Frumkvöðlum og öllum öðrum er boðið að koma og kynna sér verkefnin og þá aðstöðu sem verður í Borgarnesi á þeirra vegum. Dagskrá opnunardagsins fer þannig fram að Hugheimar verða formlega opnaðir kl. 16.30. Þar fer fram kynning á Hugheimum sýnt stutt brot úr nýrri mynd um landnám Skalla-Gríms …

Innritun í Tónlistarskóla Borgarfjarðar

Innritun nýrra nemenda í Tónlistarskóla Borgarfjarðar verður dagana 15. og 16. maí kl. 13.00-17.00 í síma 433 7190 eða á netfangið: tonlistarskoli@borgarbyggd.is Núverandi nemendur staðfesta endurumsóknir fyrir 16. maí nk. Sjá: www.borgarbyggd.is/starfsemi/fraedslumal/tonlistarskoli-borgarfjardar/    

Svartur köttur í óskilum

Ómerktur svartur köttur var handsamaður við Rauðatorg í dag. Eigandinn er vinsamlegast beðinn að hafa samband við skrifstofu Borgarbyggðar í síma 433-7100 og eftir lokun skiptiborðs í númer hjá verktaka 892-5044.