Framkvæmdir að hefjast við gangstéttar í Borgarvík í Borgarnesi

Á síðasta ári var hafist handa við endurnýjun gangstétta í Borgarvík en samhliða því yfirfór Orkuveita Reyjavíkur hitaveitulagnir í gangstéttarsvæðinu. Í byrjun næstu viku verður hafist handa við seinni áfanga verksins og er stefnt að verklokum um miðjan júní n.k. Um er að ræða gangstéttarkaflann frá miðri Borgarvík og að gatnamótum Klettavíkur/Borgarvíkur/Garðavíkur. Verktaki í verkinu verður HSS-Verktak í Borgarnesi. Ef …

Rif á kjallara Borgarbrautar 57

Byrjað er að rífa kjallarann að Borgarbraut 57, húsnæði gamla JS-Nesbæjar. Verktaki í verkinu er Borgarverk ehf og munu þeir brjóta niður alla steypu sem eftir er í húsinu, flokka allt járn frá steypunni og sjá um förgun. Einnig verður fyllt í grunninn en gert er ráð fyrir að um 900 m3 af fyllingarefni þurfi til verksins.    

Samið um umhirðu íþróttavalla

Borgarbyggð og Ungmennasamband Borgarfjarðar hafa gert með sér samning um umhirðu íþróttavalla í sveitarfélaginu. Borgarbyggð leggur aukið fjármagn í umhirðu og umsjón með vallarsvæðinu í Borgarnesi með það að markmiði að svæðið verði eins og best verður á kosið á Unglingalandsmóti árið 2016. Auk umhirðu vallarins í Borgarnesi mun UMSB hafa umsjón með íþróttavöllum á Kleppjárnsreykjum, Hvanneyri og Varmalandi.   …

Lausar stöður við Grunnskólann í Borgarnesi 2014

Mikil þróun á sér stað innan Grunnskólans í Borgarnesi og einstakt tækifæri fólgið í því að vera hluti af þeirri sterku heild sem kennarar og starsfólks skólans mynda. Leitað er eftir einstaklingum sem eru tilbúnir að taka þátt í virku og skapandi skólastarfi með nemendum, samstarfsfólki og foreldrum.   Við óskum eftir starfsmönnum í eftirfarandi stöður frá 1. ágúst 2014 …

Kynningarfundur – Keppnisgreinar á Landsmóti 50+

Kynningarfundur á keppnisgreinum á Landsmóti UMFÍ 50+ verður haldinn í íþróttahúsinu í Borgarnesi fimmtudaginn 22. maí kl 19.30. Sigurður Guðmundsson frá UMFÍ mætir á fundinn til að kynna mótið sem verður haldið á Húsavík dagana 20.-22. júní í sumar. Sérstök kynning verður á ringo að kynningu lokinni. Ringo svipar mjög til blaks. Sömu reglur eru í ringo og blaki nema …

Sjöundi bekkur á Kleppjárnsreykjum fær viðurkenningu

Úrslit liggja fyrir í samkeppninni Tóbakslaus bekkur en samkeppnin hefur verið meðal tóbakslausra 7. og 8. bekkja í skólum landsins í vetur. Í ár tóku 240 bekkir víðsvegar um landið þátt í keppninni. Krakkarnir í 7. bekk á Kleppjárnsreykjum útbjuggu veggspjald og sendu sem lokaverkefni í keppnina og var bekkurinn einn af tíu bekkjum sem hlutu vinning. Verðlaunaupphæðin nemur 5.000 …

Auglýsing um kjörskrá

Kjörskrá Borgarbyggðar vegna sveitarstjórnakosninganna sem fram fara 31. maí 2014 liggur frammi á afgreiðslutíma skrifstofu Borgarbyggðar að Borgarbraut 14, frá og með 21. maí til kjördags.    

Ársreikningur Borgarbyggðar 2013

Ársreikningur Borgarbyggðar fyrir árið 2013 eru nú aðgengilegir á vefnum. Ársreikninginn má nálgast hér og sundurliðanir hér.  

Bjarni heimsótti nemendur á Hvanneyri

Á föstudaginn kom Bjarni á Mófellsstöðum í heimsókn í Hvanneyrardeild Grunnskóla Borgarfjarðar. Hann sagði nemendum frá föðurbróður sínum Þórði á Mófellsstöðum en krakkarnir voru nýbúin að fræðast um hann í Safnahúsinu. Bjarni náði vel til krakkanna, þau hlustuðu af athygli og þótti heimsóknin virkilega skemmtileg. Að lokum sungu krakkarnir fyrir Bjarna. Heimsókn sem þessi er hluti af markmiðum skólans fyrir …

Árshátíð unglinga á Kleppjárnsreykjum

Nemendahópurinn Árshátíð unglingadeildar Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum verður haldinn fimmtudaginn 22. maí í félagsheimilinu Logalandi. Nemendur sýna leikritið Uppreisn Æru eftir Ármann Guðmundsson í leikstjórn Ásu Hlínar Svavarsdóttur. Skemmtunin byrjar kl. 20.00 og sjoppa verður opin í hléi.