Fuglalíf að eflast í fólkvangnum Einkunnum

Fuglalíf hefur verið að eflast í fólkvangnum Einkunnum á undanförnum árum. Smyrill verpti þar annað árið í röð nú í sumar. Auk þess hefur sést til nokkra Rjúpna með unga og til nokkurra uglna í vor. Einnig hefur verið áberandi fjölgun Auðnutittlings. Hrafninn verpti þar lengi vel, en ekki hefur orðið vart við nýtta laupa í klettunum á undanförnum árum. …

Fimm grenndarstöðvar verða fjarlægðar um næstu mánaðarmót

Fimm grenndarstöðvar í Borgarbyggð verða fjarlægðar um næstu mánaðarmót (júlí – ágúst 2014). Það eru eftirfarandi stöðvar. – Stöðin á Heydalsafleggjaranum í fyrrum Kolbeinsstaðahreppi gegnt Hraunholtum, en þeim eina gámi sem er á staðnum verður bætt við á grenndarstöðina við Lindartungu til að þjónusta sumarhúsasvæðin í nágrenninu. – Stöðin við Vatnshamra í Andakíl, en þeim eina gámi verður bætt við …

Köttur í óskilum 2014-07-28

Ómerktur bröndóttur ungur köttur er í vörslu hjá gæludýraeftirliti Borgarbyggðar.   Þeir sem telja sig þekkja til kattarins á myndinni eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa Borgarbyggðar í síma 433-7100 eða í verktaka á vegum Borgarbyggðar í síma 892-5044.  

Sorphirðudagatal fyrir dreifbýli Borgarbyggðar auk handbókar um flokkun

Sorphirðudagatal fyrir dreifbýli Borgarbyggðar á nú að hafa borist þeim sem búa utan þéttbýlisstaðanna með frétta- og auglýsingablaðinu Íbúanum. Það er einnig hægt að nálgast á heimasíðu Borgarbyggðar. Sjá hér.   Bæklingurinn sem fylgja á tunnunum kemur úr prentun nú um um helgina og verður sendur út í næstu viku en hægt er að nálgast hann nú þegar á heimasíðu …

Nýr kurlstígur í Skallagrímsgarði og endurbætur á kurlstígum í Einkunnum

Nýlega voru kurlaðir fjöldi trjábola sem umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi hefur látið safna síðastliðið ár við Bjarnhóla. Þrír starfsmenn HSS verktak, einn starfsmaður Skógræktarfélags Borgarjarðar og einn sumarstarfsmaður sáu um kurlunina.Kurlið var síðan flutt á tvo staði í Einkunnum og í Skallagrímsgarð. Unnar Eyjólfur Jensson sumarstarfsmaður Borgarbyggðar hefur unnið síðastliðnar þrjár vikur við við að dreifa kurlinu á 4 km langan …

Tilkynning til sauðfjáreigenda í Borgarbyggð frá fjallskilanefnd Borgarbyggðar

Á fundi fjallskilanefndar Borgarbyggðar í gær var samþykkt að senda öllum sauðfjáreigendum í Borgarbyggð bréf þar sem óskað yrði eftir upplýsingum um heildarfjölda vetrarfóðraðs sauðfjár vorið 2014.   Sauðfjáreigendum mun því vera sent bréf í upphafi næstu viku og þeir beðnir um að skila upplýsingunum inn fyrir 5. ágúst 2014. Sjá hér bréfið.  

Sorphirða í dreifbýli

Sorphirða í dreifbýli mun hefjast vikuna 21. – 25. júlí. Þá verður tæmt úr þeirri tunnu sem er fyrir almennt sorp. Byrjað verður í upphafi vikunnar í fyrrum Kolbeinsstaðahreppi og endað í lok vikunnar í Andakíl. Ekki er hægt að setja enn til um hvernig hirðu muni miða út vikuna.   Sorphirðudagatal mun verða sent á öll heimili í dreifbýli …

Búfjárhald í þéttbýli Borgarbyggðar

Undanfarnar vikur hefur töluvert verið kvartað undan búfjáreigendum á Hvanneyri og í Borgarnesi sem beita einkalóðir sínar eða annarra auk opinna svæða í eigu Borgarbyggðar sem ekkert samkomulag gildir um.   Samkvæmt lögreglusamþykkt er búfjárhald bannað í þéttbýli nema með sérstöku leyfi og með skilmálum sem sveitarstjórn tekur.   Sjá hér lögreglusamþykktina.  

Hross í óskilum

Fullorðin brún ómörkuð hryssa er í óskilum á bænum Steinum í Stafholtstungum.   Þeir sem telja sig geta átt þessa hryssu eru beðnir að hafa samband við Odd Björn Jóhannsson í síma 862-1397.