Stækkun kirkjugarðsins að ljúka

                                    Undanfarið hefur verið unnið að stækkun kirkjugarðsins í Borgarnesi og fer nú framkvæmdum að ljúka. Reiknað er með verklokum nú í október en verkið er unnið á vegum Borgarneskirkjugarðs. Borgarverk átti lægsta tilboð í verkið, tæpar 27 milljónir og hlutur sveitarfélagsins í …

Merkur áfangi í sögu Landbúnaðarsafnsins

Merkur áfangi í sögu Landbúnaðarsafns Íslands náðist í gær þegar opnuð var ný sýningaraðstaða í Halldórsfjósi á Hvanneyri. Þar hefur verið sett upp ný fastasýning og Ullarselið sem verið hefur góður nágranni safnsins til margra ára flutti með og hefur aðstöðu við innganginn á safnið. Meðal ræðumanna við opnunina var Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri Borgarbyggðar. Færði hún helstu máttarstólpum Landbúnaðarsafnsins heillaóskir …

Fjórar grenndarstöðvar verða fjarlægðar á næstu dögum

Fjórar grenndarstöðvar í Borgarbyggð, sem ekki eru nálægt sumarhúsabyggð, verða fjarlægðar á næstu dögum til viðbótar við þær fimm sem voru fjarlægðar um mánaðarmótin júlí/ágúst. Þetta eru eftirfarandi stöðvar. -Stöðin við Samtún og skólann á Kleppjárnsreykjum. -Stöðin við Litla-Kropp. -Stöðin við Múlakot. -Stöðin í Hraunhreppi.   Þá eru enn eftir 26 grenndarstöðvar í sveitarfélaginu. Þeim verður fækkað um tvær til …

Minningarsýning um Bjarna á Laugalandi

Á laugardaginn kl. 13.00 verður opnuð í Safnahúsi Borgarfjarðar minningarsýning um Bjarna Helgason á Laugalandi (1928-2012). Sýningin er sett upp í tilefni af því að fjölskylda Bjarna hefur gefið myndasafn hans og ljósmyndabúnað til safnanna. Bjarni var garðyrkjubóndi á Laugalandi við Varmaland og brautryðjandi á sínu sviði. Hann var vel liðinn og mætur maður og tók virkan þátt í borgfirsku …

Bókamarkaður í Safnahúsi á laugardag

Glæsilegur bókamarkaður verður í Safnahúsi Borgarfjarðar næstkomandi laugardag kl. 13.00 – 17.00 í samvinnu við Sögufélag Borgarfjarðar. Þar verður almennur bókakostur til sölu auk þeirra bóka sem Sögufélagið hefur gefið út. Í tilefni Sauðamessu verða bækurnar að sjálfsögðu á sauðslega góðu og sanngjörnu verði.  

Landbúnaðarsafnið opnar formlega í Halldórsfjósi í dag

Landbúnaðarsafn Íslands og Ullarselið opna á nýjum stað í Halldórsfjósi á Hvanneyri í dag, fimmtudaginn 2. október kl. 16.00. Landbúnaðarsafn Íslands er að stofni til frá árinu 1940. Það var lengi hluti Bændaskólans á Hvanneyri sem varðveitti það og efldi. Safninu er ætlað að gera skil sögu og þróun íslensks landbúnaðar með því að varðveita gögn, gripi og aðrar minjar …

Ráðið í starf við áhaldahús

Fyrir nokkru var auglýst starf í áhaldahúsi hjá hjá umhverfis- og skipulagssviði Borgarbyggðar. Í starfinu felst m.a. að vinna við umhirðu og verklegar framkvæmdir s.s. við gatnakerfi, opin svæði og veitur. Þá felst einnig í starfinu að aðstoða við verkefni í tengslum við vinnuskóla og margt fleira. Alls bárust níu umsóknir og ákveðið hefur verið að ráða Ámunda Sigurðsson sem …

Grunnskóli Borgarfjarðar – vantar kennara til starfa

Grunnskóli Borgarfjarðar auglýsir eftir kennara Við Varmalandsdeild skólans vantar umsjónarkennara til starfa vegna forfalla. Laun samkvæmt kjarasamningi KI og LS. Umsóknarfrestur til 3.október 2014. Umsóknum skal skilað skriflega til skólastjóra með upplýsingum um menntun, réttindi og starfsreynslu, ásamt ábendingu um meðmælendur. Mikilvægt er að umsækjendur hafi gaman af því að starfa með börnum og ungmennum og séu tilbúnir að vinna …

Tónlistarskólinn fær andlitslyftingu

Síðusta daga hafa staðið yfir framkvæmdir á framhlið tónlistarskólahússins, hamarshöggin hafa hljómað skemmtilega í takt við tónlistina innan dyra. Nýir gluggar eru komnir á neðri hæðina og er ásýnd skólans að taka á sig bjartari mynd. Einnig verður betra rými fyrir framan húsið þar sem runnarnir við húsið voru fjarlægðir. Það birtir töluvert til í og við húsið auk þess …