Skipulagsauglýsing – Litla Hraun

Auglýsing um deiliskipulagstillögu ásamt umhverfisskýrslu vegna Litla-Hrauns, Borgarbyggð Borgarbyggð auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi fyrir hluta jarðarinnar Litla-Hrauns í Borgarbyggð sbr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og umhverfisskýrslu sbr. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Tilefni deiliskipulagsgerðar eru áform um uppbyggingu á jörðinni Litla-Hrauni sem er gamalt lögbýli en verið hefur í eyði. Gert er ráð fyrir …

Göngubrú við Suðurneskletta

Við Suðurneskletta í Borgarnesi er búið að byggja þessa gullfallegu göngubrú. Myndirnar tók Jökull Helgason.  

Þakkir frá Rauða krossinum í Borgarfirði

Opnun fjöldahjálparstöðva – Eldað fyrir Ísland Okkur í Rauða krossinum í Borgarfirði langar til að þakka öllum þeim sem komu að æfingunni við opnun fjöldahjálparstöðvar sl. sunnudag. Rúmlega 300 íbúar Borgarbyggðar, sumarhúsagestir og aðrir gestir gerðu sér ferð í eina af þremur fjöldahjálparstöðvum sem við opnuðum, á Bifröst, Hvanneyri og í Borgarnesi, skráðu sig inn, þáðu súpu og skráðu sig …

Blóðbankabíllinn í Borgarnesi í dag

Blóðbankabíllinn verður við N1 í Borgarnesi við í dag, þriðjudaginn 21. október til kl. 17.00. Allir eru velkomnir og hvetur Blóðbankinn Borgnesinga og nærsveitunga til að fjölmenna í Borgarnes og gefa blóð. Munið að blóðgjöf er lífgjöf.  

Afmælisfjör og ný skólanámskrá í Uglukletti

Í gær héldu krakkarnir á Uglukletti upp á sjö ára afmæli skólans. Dagurinn hófst á afmælismorgunverði og skrúðgöngu um húsið, sögustund og afmælisköku. Ekta afmælismatur var á borðum í hádeginu og gestum og gangandi var svo boðið í vöfflur. Kolfinna sveitarstjóri og Ásthildur fræðslustjóri þáðu að að sjálfsögðu boð um að koma og heilsa upp á krakkana og kynna sér …

Skipulagsauglýsing – Ölvaldsstaðir

Skipulagslýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022, Ölvaldsstaðir   Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 6. júní 2014 að auglýsa lýsingu vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Um er að ræða breytta landnokun við Ölvaldsstaði samkvæmt uppdrætti og greinargerð dagssettri 26. júni 2014. Lýsingin liggur frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi frá 20. október 2014 til …

Borgfirsk matarmenning – fyrirlestur í Snorrastofu

Guðrún Hallgrímsdóttir matvælaverkfræðingur flytur erindi í bókhlöðu Snorrastofu, þriðjudaginn 21. október kl. 20.30. Guðrún leitar fanga í sögu matvælaframleiðslu í landbúnaðarhéruðum okkar og hvernig nútíminn getur hagnýtt sér gamlar hugmyndir og reynslu í þeim efnum. Í kaffihléi sýna borgfirskir matgæðingar óvæntar krásir sínar og bjóða gestum að bragða á. Aðgangseyrir er kr. 500. Umræður og fyrirspurnir Að loknu kaffihléi verður …

Strætó þarf tímabundið að breyta akstri á leið 57

Hvalfjarðargöngin verða lokuð vegna malbikunar frá kl 20 föstudaginn 17. október til kl 6 að morgni mánudagsins 20.okt. Vegna þessa framkvæmda verða breytingar á leið 57 þessa daga.   • Vagnarnir á milli Reykjavíkur og Borgarnes munu aka Hvalfjörðinn í staðinn fyrir göngin og fara því ekki inn á Akranes. Í staðinn mun vagn ferja farþega á milli Akranes og …

Þrek og sund í vetur

Sundlaugin á KleppjárnsreykjumÍþróttamiðstöðin á Kleppjárnsreykjum er opin alla virka daga í vetur frá kl. 9.00 til kl. 16.00. Opið bæði í sund og þreksal. Á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum er einnig opið frá kl. 20.00 til kl. 22.00. Lokað verður á Varmalandi í vetur. Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi, þrek og sund, verður opin frá kl. 6.30 til kl. 22.00 alla virka daga …

Bleikur dagur í Klettaborg

                    Í dag hvetur Krabbameinsfélag Íslands alla landsmenn til að halda bleika daginn hátíðlegan og klæðast einhverju bleiku, bæði á vinnustöðum og annarsstaðar. Að sjálfsögðu sýna krakkarninr og starfsfólkið á Klettaborg samstöðu eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.