Íþróttamaður Borgarfjarðar – verðlaunaafhending

Laugardaginn 10. janúar fer fram verðlaunaafhending í kjöri íþróttamanns Borgarfjarðar 2014. Athöfnin fer fram í Hjálmakletti í Borgarnesi og hefst kl. 14.00. Veittar verða ýmsar viðurkenningar og verðlaun til þess íþróttafólks sem náð hefur góðum árangri á árinu 2014. Nemendur frá Tónlistarskóla Borgarfjarðar koma fram og flytja tónlistaratriði og boðið verður uppá veitingar. Fjölmennum í Hjálmaklett og heiðrum íþróttafólkið okkar! …

Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri

Ný reglugerð og lög um skipan lögreglustjóra- og sýslumannsembætta í landinu tóku gildi um áramót. Úlfar Lúðvíksson fyrrum sýslumaður á Patreksfirði hefur tekið við embætti lögreglustjórans á Vesturlandi og Jón Haukur Hauksson lögmaður verður fulltrúi lögreglustjóran. Þá varð Lögreglan á Vesturlandi til um áramótin þegar lögregluliðin á Akranesi, Borgarfirði og Dölum og á Snæfellsnesi sameinuðust í eitt lögreglulið. Yfirlögregluþjónar verða …

Fjöliðjan í Borgarnesi – leiðbeinendur

Tveir leiðbeinendur óskast í Fjöliðjuna í Borgarnesi. Um er að ræða 80% starf og 50% starf. Fjöliðjan er vinnustaður fyrir fólk með skerta starfsgetu. Við leitum að starfsmönnum með góða samskiptahæfni og sveigjanleika, hæfileika til að setja mörk og helst með reynslu af vinnu með fólki. Laun skv. kjarasamningum. Umsóknarfrestur til 20. janúar n.k. Nánari upplýsingar hjá forstöðumanni Fjöliðju: Lilju …

Litir Borgarness – sýning í Safnahúsi

                                      Næstkomandi laugardag kl. 13.00 verður opnuð sýning á verkum Michelle Bird í Safnahúsi. Sýningin heitir Litir Borgarness og er fyrsta sýning listakonunnar hér á landi, en hún er nýflutt til Íslands og býr í Borgarnesi. Michelle hefur einnig stillt upp vinnustofu …

Hirðing jólatrjáa í Borgarnesi

Nú er 4. flokkur í knattspyrnu karla hjá Skallagrími að safna sér fyrir keppnisferð sem farin verður næsta sumar á Helsinki Cup í Finnlandi. Af því tilefni ætla strákarnir og foreldrar þeirra að safna saman og farga jólatrjám í Borgarnesi helgina 10. og 11. janúar 2015. Ef þú vilt losna við jólatréið og styrkja strákana í leiðinni vinsamlegast sendu tölvupóst …

Þrettándagleði 2015 – breytt tímasetning

Vegna slæms veðurútlits hefur verið ákveðið að breyta tímasetningu þrettándagleðinnar í Englendingavík og verður hún laugardaginn 10. janúar og hefst kl. 17,00.   Sjá nánar hér í auglýsingu  

Þrettándagleði í Englendingavík

Þrettándagleði verður haldin í Englendingavík í Borgarnesi þriðjudaginn 6. janúar 2015 og hefst kl. 18,30. Þar verður flugeldasýning í boði Borgarbyggðar, Björgunarsveitarinnar Brákar í Borgarnesi og Björgunarsveitarinnar Heiðars á Varmalandi. Einnig álfasöngur, heitt súkkulaði, smákökur og gleði. Fólk er beðið að koma ekki með eigin flugelda á svæðið. Sjá nánari auglýsingu hér    

Húsaleigubætur 2015

Endurnýja þarf húsaleigubætur um áramót sbr. lög nr. 138/1997. Því þurfa allir íbúar Borgarbyggðar sem húsaleigubóta njóta að endurnýja umsókn sína um bætur. Rafrænt form umsóknareyðublaðs er að finna á vef Borgarbyggðar, www.borgarbyggd.is, undir umsóknareyðublöð. Umsókn þarf að hafa borist í síðastalagi 16. janúar til þess að bætur fyrir janúar falli ekki niður. Til að umsóknarferlið gangi vel og örugglega …