Ráðning sviðsstjóra fjölskyldusviðs

Anna Magnea Hreinsdóttir Anna Magnea Hreinsdóttir hefur verið ráðin í starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs og mun hafa yfirumsjón með fræðslumálum, félagsþjónustu og íþrótta- og tómstundamálum í Borgarbyggð.   Anna Magnea lauk námi í tómstundafræðum frá Göteborgs folkhögskola, Svíþjóð árið 1980, B.Ed-gráðu í leikskólafræðum frá Kennaraháskóla Íslands árið 1999 og meistaraprófi frá sama skóla árið 2003. Árið 2009 lauk hún doktorsprófi í …

Aukin aðsókn í sundlaugarnar í Borgarbyggð

Sundlaugin í Borgarnesi Mikil aukning hefur orðið í aðsókn að sundlaugum Borgarbyggðar í sumar. Í sundlaugina í Borgarnesi hafa komið 15.900 gestir í júlí sem er 30% aukning í samanburði við júlí í fyrra.   Aukning í sundlaugina á Kleppjárnsreykjum er yfir 40% þegar júlí mánuður í ár er borinn saman við júlí mánuð í fyrra. Þangað hafa komið 2.400 …

Nýr skólastjóri Grunnskólans í Borgarnesi

Júlía Guðjónsdóttir Í morgun á fundi byggðaráðs Borgarbyggðar var samþykkt að nýr skólastjóri Grunnskólans í Borgarnesi verði Júlía Guðjónsdóttir. Júlía útskrifaðist með BEd gráðu frá Kennaraháskóla Íslands vorið 2002 og hóf störf þá um haustið í Rimaskóla þar sem hún kenndi í sex ár. Skólaárið 2007 -2008 kenndi hún í Lækjarskóla en haustið 2008 tók hún við skólastjórastöðu við Reykhólaskóla …

Umsækjendur um starf skólastjóra hjá Borgarbyggð

Staða skólastjóra Grunnskólans í Borgarnesi var auglýst laus til umsóknar í júní og rann umsóknarfrestur út þann 13. júlí 2015. Átta umsóknir bárust um starfið en þrír umsækjenda drógu umsóknir sína til baka. Umsækjendur eru sem hér segir: 1. Helga Stefanía Magnúsdóttir 2.. Íris Anna Steinarsdóttir 3. Júlía Guðjónsdóttir 4. Lind Völundardóttir 5. Þorkell Logi Steinsson Borgarbyggð þakkar umsækjendum fyrir …

Laus staða tölvuumsjónarmanns hjá Borgarbyggð

Laust er til umsóknar 80% starf tölvuumsjónarmanns. Brýnt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Tölvuumsjónarmaður sinnir daglegri notendaþjónustu og kerfisstjórn í grunnskólum, leikskólum og öðrum stofnunum sveitarfélagsins. · Umsjón og rekstur á Windows netþjónum ásamt umsýslu með Office365. · Uppsetning á vél-, hug- og jaðarbúnaði. · Umsjón með tölvum og öðrum vélbúnaði. · Innkaup og ráðgjöf vegna vél- …

Skýrslur um rekstur og skipulag fræðslumála og eignir

Á fundi sveitarstjórnar 20. maí sl. var skýrsla starfshóps um rekstur og skipulag fræðslumála lögð fram ásamt skýrslu starfshóps um eignir. Frá þeim tíma hafa borist athugasemdir og ábendingar um það sem betur mætti fara. Skýrsla um rekstur og skipulag fræðslumála hefur verið yfirfarin með hliðsjón af þeim ábendingum.   Hér er hægt að nálgast skýrslu um rekstur og skipulag …

Grunnskóli Borgarfjarðar – kennari

Grunnskóli Borgarfjarðar auglýsir eftir umsjónarkennara á unglingastigi Grunnskóli Borgarfjarðar er þriggja starfsstöðva grunnskóli með rúmlega 200 nemendur. Starfsstöðvar hans eru á Kleppjárnsreykjum, Varmalandi og Hvanneyri. Laus er staða umsjónarkennara á unglingastigi í Kleppjárnsreykjadeild næsta skólaár. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi KI og LS.   Umsóknarfrestur er til 20. júlí. Umsóknum skal skilað skriflega til skólastjóra með upplýsingum um menntun, réttindi og …

Starfsmaður í félagsþjónustu

Borgarbyggð auglýsir laust til umsóknar starf í félagsþjónustu. Starfshlutfall er 70% og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Verkefni Vinna í barnaverndarmálum. Þjónusta við fólk með fötlun; ráðgjöf og meðferð. Ráðgjöf og þjónusta við börn og fjölskyldur. Handleiðsla starfshópa. Hæfniskröfur Háskólamenntun sem nýtist í starfi t.d. sálfræði, félagsráðgjöf. Reynsla af vinnu í barnavernd og/eða félagsþjónustu. Þekking og reynsla …

Laus staða leikskólastjóra í Andabæ á Hvanneyri

Borgarbyggð auglýsir laust til umsóknar starf leikskólastjóra Andabæjar á Hvanneyri. Starfshlutfall er 100% og brýnt er að viðkomandi geti hafið störf í ágúst. Leikskólastjóri starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og stefnu Borgarbyggðar. Leikskólastjóri veitir skólanum faglega forstöðu og ber ábyrgð á rekstri skólans. Menntunar- og hæfniskröfur Leikskólakennaramenntun. Reynsla af stjórnun leikskóla. …