Viðtalstímar skipulags- og byggingarfulltrúa Borgarbyggðar

  Ákveðið hefur verið að taka upp sérstaka viðtalstíma hjá skipulags- og byggingarfulltrúa Borgarbyggðar og verða þeir sem hér segir:   Mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 10:00-12:00.   Miðvikudaga kl. 13:00-15:00.   Mælst er til þess símtöl og fundir fari fram á þessum tíma nema að höfðu samráði við skipulags- og byggingarfulltrúa.   Móttaka gagna og teikninga er í afgreiðslu …

Fjárréttir í Borgarbyggð

Nú styttist í fjárréttir í Borgarbyggð. Réttardagar eru sem hér segir: Nesmelsrétt í Hvítársíðu, laugardaginn 5. september.Kaldárbakkarétt í Kolbeinsstaðahreppi, sunnudaginn 6. september.Fljótstungurétt í Hvítársíðu, sunnudaginn 13. september. Brekkurétt í Norðurárdal, sunnudaginn 13. september. Svignaskarðsrétt, mánudaginn 14. september.Þverárrétt í Þverárhlíð, mánudaginn 14. september.Hítardalsrétt í Hítardal, mánudaginn 14. september.Grímsstaðarétt á Mýrum, þriðjudaginn 15. september.Oddsstaðarétt í Lundarreykjadal, miðvikudaginn 16. september.Rauðsgilsrétt í Hálsasveit, sunnudaginn …

Umhverfisviðurkenningar 2015

Reykholtsstaður hlaut sérstaka viðurkenningu vegna umhverfismála árið 2014.Ákveðið hefur verið að framlengja frest til tilnefninga til umhverfisviðurkenninga Borgarbyggðar 2015.     Íbúar eru hvattir til að senda inn tilnefningar og minnt er á að hver og einn getur sent inn margar tilnefningar.           Veittar verða viðurkenningar í eftirtöldum flokkum:   1. Besti frágangur lóðar við íbúðarhúsnæði2. …

Framkvæmdir við Lyngbrekku

Nú eru framkvæmdir í fullum gangi við að klæða félagsheimilið Lyngbrekku að utan með múrkerfi. Þeir verktakar sem komið hafa að verkinu eru S.Ó. húsbyggingar, E.J.I.,Múrsmíði og Ó.G. flísalagnir. Ef tíðarfar verður hagstætt áfram, er farið að hylla undir verklok í þessum áfanga.  

Fjallskilaseðlar

Fjallskilaseðlar fyrir vel flesta fjallskilasjóði eru nú aðgengilegir á heimasíðu sveitarfélagsins. Upplýsingar um fjallskil í hverjum fjallskilasjóði er bætt við um leið og þær berast. Sjá nánar hér   Auk þess eru fjallskilaseðlar sendir í hefðbundnum bréfpósti, venju samkvæmt.   Þá er ný fjallskilasamþykkt aðgengileg heimasíðunni.  

Viðtalstímar sveitarstjórnar haustið 2015

Viðtalstímar sveitarstjórnar verða alls fjórir fram að áramótum eða sem hér segir: Miðvikudagur 9. september í ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarnesi kl. 16:00-18:00.   Miðvikudagur 7. október í Lindartungu kl. 20:00-22:00.   Miðvikudagur 11. nóvember í Brún kl. 20:00-22:00.   Miðvikudagur 9. desember í Þinghamri kl. 20:00-22:00. Íbúar eru hvattir til að mæta. Boðið verður upp á kaffi.   Sveitarstjórn.    

Undirritun “þjóðarsáttmála um læsi”

Hátíðleg athöfn fór fram í Safnahúsi Borgarfjarðar miðvikudaginn 26. ágúst þegar undirritaður var hinn svokallaði ,,þjóðarsáttmáli um læsi“. Um er að ræða átaksverkefni gert í því augnamiði að bæta læsi íslenskra ungmenna í samræmi við markmið sem sett eru fram í Hvítbók um umbætur í menntun. Með sáttmálanum skuldbindur ríkið og sveitarfélagið sig til þess að vinna ötullega að því …

Safnahús Borgarfjarðar á Hvalfjarðardögum

                        Hvalfjarðardagar verða haldnir helgina 28. – 30. ágúst n.k., sjá dagskrá hér: https://www.facebook.com/events/885315898223185/ Þar verða m.a. flutt tvö stutt erindi á vegum Safnahúss; á Hlöðum, kl. 17.00 á föstudeginum, bæði tengd sýningunni Gleym þeim ei, sem sett var upp í Safnahúsi í vor og fjallar um íslenskar konur. …

Auglýst eftir tilnefningum frá íbúum Borgarbyggðar

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar hefur ákveðið að veittar verði umhverfisviðurkenningar í Borgarbyggð í eftirfarandi fjórum flokkum: 1. Besti frágangur lóðar við íbúðarhúsnæði2. Besti frágangur lóðar við atvinnuhúsnæði3. Snyrtilegasta bændabýlið4. Sérstök viðurkenning umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar   Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar hefur ákveðið að veittar verði umhverfisviðurkenningar í Borgarbyggð í eftirfarandi fjórum flokkum:1. Besti frágangur lóðar við íbúðarhúsnæði2. Besti …

Kettlingur í óskilum

Þessi kettlingur er í vörslu hjá gæludýraeftirliti Borgarbyggðar. Hann fannst í Borgarfirðinum og er hvorki merktur eða örmerktur.   Þeir sem telja sig þekkja til kattarins á myndinni eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við umhverfisfulltrúa Borgarbyggðar í síma 437-7100 eða í gæludýraeftirlitsmann í síma 892-5044.