Starfslok

Baldur Tómasson f.v. byggingarfulltrúi Borgarbyggðar lét af störfum nú um áramótin. Hann hefur verið starfsmaður sveitarfélagsins í ríflega 30 ár, lengst af sem byggingarfulltrúi. Borgarbyggð þakkar honum farsæl störf liðinna áratuga og óskar honum og fjölskyldu hans farsældar á komandi árum.  

Framundan í Safnahúsi

Árið 2016 er gengið í garð. Starfsfólk Safnahúss óskar öllum velunnurum safnanna alls góðs og þakkar stuðning og samvinnu á árinu sem leið.Á árinu 2016 verða sýningar Safnahúss að miklu leyti helgaðar ljósmyndun sem listgrein í héraði og er fyrsta verkefnið á því sviði sýning sem Ómar Örn Ragnarsson opnar laugardaginn 23. janúar n.k. þar sem hann sýnir ljósmyndir af …

Laust starf – Aðstoðarmaður skipulags – og byggingarfulltrúa

Borgarbyggð auglýsir laust til umsóknar starf aðstoðarmanns skipulags- og byggingarfulltrúa á umhverfis- og skipulagssviði. Aðstoðarmaðurinn starfar með skipulags- og byggingarfulltrúa við alla almenna meðferð skipulags- og byggingarmála samkvæmt skipulagslögum og lögum um mannvirki svo sem við yfirferð aðaluppdrátta, úttektir, samskipti við umsækjendur, hönnuði, stofnanir og fleira. Menntunar og hæfniskröfur eru háskólapróf í byggingar-, arkitekta-, eða skipulagsfræðum. Reynsla af sambærilegum störfum …

Þrettándagleði

Þrettándagleði verður haldin í Englendingavík í Borgarnesi þann 6. janúar kl. 18:00. Fólki bent á bílastæðin við Grunnskólann og íþróttamiðstöðina. Sjá nánar hér.  

Endurnýjun húsaleigubóta v. 2016

Húsaleigubætur 2016   Endurnýja þarf umsókn um húsaleigubætur um áramót sbr. lög um húsaleigubætur nr. 138/1997. Því þurfa allir þeir íbúar Borgarbyggðar sem húsaleigubóta njóta að endurnýja umsókn sína um bætur. Rafrænt form umsóknareyðublaðs er að finna á heimasíðu Borgarbyggðar, (www.borgarbyggd.is ) undir umsóknareyðublöð. Umsókn þarf að hafa borist í síðasta lagi 16. janúar til þess að bætur fyrir janúar …

Breytingar á afgreiðslustöðum OR

Tilkynning frá Orkuveitu Reykjavíkur   Með aukinni áherslu á sjálfsþjónustu á vefnum hefur heimsóknum á afgreiðslustaði OR fækkað mjög. Því hefur verið ákveðið að fækka afgreiðslustöðum um tvo og breyta afgreiðslutíma á öðrum. Eftir breytinguna verður afgreiðslutíminn þessi: Reykjavík: Opið virka daga kl. 08:00-16:00. Akranes: Opið verður frá klukkan 13:00-16:30 alla virka daga. Þorlákshöfn: Opið verður frá klukkan 9:00-14:00 mánudaga …

Leiðabreytingar Strætó eftir áramót

Leiðabreytingar Strætó eftir áramót.   Smávægilegar tímabreytingar verða gerðar á strætóleiðum 1-2-3-4-5-6-13-14-15-16-17-18 á höfuðborgarsvæðinu og 52-55-57-75-88 á landsbyggðinni og taka þær gildi sunnudaginn 3. janúar 2016. Einnig verða gerðar örfáar aðrar breytingar. Leiðarbækur eru ekki lengur prentaðar en allar upplýsingar um leiðir, komutíma, brottfarir, kort og aðra þjónustu er hægt að finna á Strætó.is, í Strætó-appinu eða hjá Þjónustuveri Strætó …

Til hádegisverðargesta í félagsstarfi Borgarbraut 65a

Frá og með áramótum 2015/2016 verður það ófrávíkjanleg regla, nema sérstakar aðstæður komi upp, að panta verður hádegismatinn fyrirfram. Matseðill komandi viku er kominn á heimasíðu Brákarhlíðar og liggur frammi í félagsstarfinu á föstudegi. Því verður nú sú breyting að panta þarf á föstudegi fyrir alla komandi viku eins og fyrr sagði. Pantað er eftir sem áður hjá Elínu í …

Starf við afleysingar

Borgarbyggð auglýsir laust til umsóknar tímabundið 70% starf við afleysingar við afgreiðslu í ráðhúsi Borgarbyggðar.   Verkefni og ábyrgðarsvið Móttaka og símsvörun. Almenn skrifstofustörf. Önnur tilfallandi verkefni.   Menntunar- og hæfniskröfur Stúdentspróf. Reynsla sem nýtist í starfi. Góð tölvukunnátta. Rík þjónustulund og lipurð í samskiptum. Sjálfstæð, skipulögð og nákvæm vinnubrögð. Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti.   Aðallega er um …

Breytingar á gjaldskrá leikskóla og dagforeldra 2016

  Gjaldskrá leikskóla Borgarbyggðar hækkar 1. janúar 2016 um 3,2% og tekur mið af spá um verðlagsþróun á árinu. Matargjald hefur verið sameinað í eitt gjald. Bjóða leikskólarnir upp á hollan og fjölbreyttan mat í samræmi við ráðleggingar Embættis landlæknis. Boðið er uppá morgunmat, ávaxtastund fyrir hádegi, hádegismat og síðdegishressingu. Tekið er tillit til þeirra sem eru með styttri vistun …