Kynningarfundur fyrir eldri íbúa á verkefninu Bjart líf

Næstkomandi mánudag, þann 3.október, munu verkefnastjórar heilsueflingar 60+ hjá ÍSÍ vera með kynningu fyrir eldri íbúa Borgarbyggðar á verkefninu Bjart líf og heimasíðunni www.bjartlif.is sem er ætlað að gera framboð á hreyfingu fyrir eldra fólk á öllu landinu sýnilegra og aðgengilegra.

Félagsfærninámskeið fyrir börn – ART námskeið

Fjölskyldusvið Borgarbyggðar býður upp á ART námskeið fyrir börn á grunnskólaaldri. ART stendur fyrir Agression Replacement Training og er aðferð sem hjálpa börnum að bæta félagsfærni, læra að stjórna reiði sinni, efla siðferðis-þroska og draga úr erfiðri hegðun. ART gagnast öllum vel og hjálpar oft börnum með ýmis þroska og hegðunarfrávik, of-vikni eða atferlisraskanir að ná betri tökum á hegðun og líðan.

Gróður á lóðamörkum

Borgarbyggð hvetur íbúa til að huga að gróðri við lóðarmörk og klippa trjágróður frá stéttum og stígum.