Jacek í Borgarneskirkju

Sunnudaginn 4. september kl. 17:00 flytur Jacek Tosik-Warszawiak píanóverk eftir Chopin. Einnig munu hjónin Theodóra Þorsteinsdóttir og Olgeir Helgi Ragnarsson syngja nokkur íslensk og erlend lög með honum á tónleikunum.  Tónleikana heldur Jacek til minningar um vin sinn Magnús Valsson sem lést fyrr á þessu ári.  Jacek er Borgfirðingum að góðu kunnur, hann kenndi við Tónlistarskóla Borgarfjarðar, stjórnaði Karlakórnum Söngbræðrum …

Framkvæmdir við Kveldúlfsgötu

Byggðaráð samþykkti á fundi sínum þann 21. júlí 2016 að gera viðbótarsamning  við Borgarverk ehf um jarðvegsskipti og malbikun Kveldúlfsgötu.  Í framhaldi af þessari ákvörðun Byggðaráðs er OR – Veitur ohf að meta hvort fyrirtækið láti setja nýjar regnvatnslagnir í götuna.  Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um hvort farið verður í þessa tvöföldun fráveitukerfisins í Kveldúlfsgötu en stefnt að …

Starf leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla hafið

Leikskólar í Borgarbyggð opnuðu eftir sumarlokun í byrjun ágúst. Starfið hefur farið vel af stað, börnin komið sæl og útitekin eftir gott sumarfrí. Elstu börnin hafa kvatt og hafið sína grunnskólagöngu og aðlögun ungra barna er hafin. Í leikskólum Borgarbyggðar dvelja í vetur rúmlega 220 börn. Yngstu börnin eru um eins árs gömul. Grunnskólar voru settir mánudaginn 22. ágúst og …

Hjárein/þrenging við gatnamót Kveldúlfsgötu og Borgarbrautar

Vegna vinnu við lagnatengingar verður að beina umferð á Borgarbraut eftir hjárein/ þrengingu við gatnamót Kveldúlfsgötu og Borgarbrautar, sjá nánar teikningu. Tengja þarf dælulögn fráveitu sem færa þarf vegna Borgarbrautar 57 og síðan heitt og kalt vatn sem þarf að ná í yfir fyrir miðja Borgarbraut. Reikna má með að þessi þrenging þurfi að standa eitthvað fram í næstu viku. …

Hótel Reykholt – tillaga að breytingu á deiliskipulagi vegna stækkunar.

Byggðarráð, í umboði sveitarstjórnar, samþykkir breytingu á deiliskipulagi vegna stækkunar Hótels Reykholts, samkvæmt skipulagsuppdrætti með greinagerð dags. 22. júní 2016 til auglýsingar. Deiliskipulagið felur m.a. í sér stækkun hótelsins til austurs. Tillagan verði auglýst í samræmi við 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillagan er sett fram á einum uppdrætti þar sem einnig er greinargerð. Skv. skipulagsuppdrætti dags. 22.06.2016, sem felur …

Einkunnir – tillaga að nýju deiliskipulagi.

Byggðarráð, í umboði sveitarstjórnar, samþykkir að auglýsa deiliskipulag fyrir fólkvanginn Einkunnir. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinagerð dags. 1. júlí 2016. Skipulagið verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillagan er sett fram á einum uppdrætti þar sem einnig er greinargerð. Skv. Skipulagsuppdrætti dags. 01.07.2016, sem felur m.a. í sér að skipuleggja land til …

Hvanneyri – nýtt deiliskipulag, lýsing

Sveitarstjórn samþykkir að láta auglýsa lýsingu á deiliskipulagi fyrir frístundabúskap á Hvanneyri ef fyrir liggur samþykki landeiganda. Tillagan er sett fram í greinagerð dags. 8. ágúst 2016 og felur meðal annars í sér skilgreiningu á lóðum og byggingareitum fyrir húsdýrabyggingar til frístundanota, beitarsvæði og svæði fyrir reiðvöll. Tillagan verði auglýst í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Markmið deiliskipulags …

Fjárréttir í Borgarbyggð haustið 2016

Nesmelsrétt í Hvítársíðu,  laugardaginn 10. september Fljótstungurétt í Hvítársíðu, laugardaginn 10 september, sunnudaginn 11. september og laugardaginn 24. september. Kaldárbakkarétt í Kolbeinsstaðahreppi, sunnudaginn 11. september Brekkurétt í Norðurárdal, sunnudaginn 18. september og sunnudaginn 2. október. Svignaskarðsrétt, mánudaginn 19. september og mánudaginn 3. október. Þverárrétt í Þverárhlíð, mánudaginn 19. September (kl. 07:00) og mánudaginn 26. September (kl. 10:00). Hítardalsrétt í Hítardal, …

Skólastarf hefst

Skólastarf vetrarins hófst á skipulagsdögum kennara og annars starfsfólks. Dagarnir voru að hluta til nýttir í að hefja tvö þróunarverkefni. Annars vegar var um að ræða fræðslu um teymiskennslu fyrir grunnskólakennara Grunnskólans í Borgarnesi og Grunnskóla Borgarfjarðar og hins vegar sameiginlegur hugarflugsdagur starfsfólks allra leikskóla og grunnskóla í Borgarbyggð. Teymiskennsla Unnið verður að því í vetur að styðja þá kennara …

Viðhaldsvinna Landsnets á Vesturlandi – Hugsanlegar rafmangstruflanir

Rafmagnslaust verður norðan Skarðheiðar aðfaranótt föstudagsins 26. ágúst frá kl. 01:00 til kl. 06:00 vegna vinnu Landsnets í aðveitustöð við Vatnshamra. Um er að ræða allt svæðið norðan Skarðsheiðar, þ.e. Borgarfjörð, Mýrasýslu og þar með talið alla þéttbýlisstaði, s.s. Borgarnes, Bifröst og Hvanneyri. Búið er að setja tilkynningu inn á heimasíðu RARIK  um fyrirhugað straumleysi og víðar. Rarik biðst velvirðingar …