Hrífandi einleikur um hugrekki

Þjóðleikhúsið bauð börnum í leikskólum og grunnskólum Borgarbyggðar á sýningu á  verkinu Lofthræddi Örninn Ívar í Hjálmakletti föstudaginn 14. október. Örvar er örn sem er svo óheppin að vera lofthræddur. Samt þráir hann  heitt að fljúga um loftin blá. Með hjálp músarrindilsins vinar síns tekst honum að yfirvinna ótta sinn. Börnin létu vel af sýningunni og fylgdust spennt með ævintýrum …

IMPROVE ráðstefna á Írlandi

Fulltrúar IMPROVE hittust á ráðstefnu í Donegal á Írlandi þar sem viðfangsefnið var opin hugbúnaður í rafrænni opinberri þjónustu. Markmið IMPROVE er að auka nýsköpun með tæknidrifnum lausnum í opinberri þjónustu í dreifðum byggðum. Borgarbyggð er hluti að verkefninu þar sem markmið Borgarbyggðar er að efla rafræna þjónustu á umhverfis- og skipulagssviði með gagnvirkri íbúagátt. Á ráðstefnunni voru fulltrúar frá …

Auglýsing um kjörskrá

Kjörskrá Borgarbyggðar vegna alþingiskosninga sem fram fara 29. október 2016 liggur frammi á afgreiðslutíma skrifstofu Borgarbyggðar að Borgarbraut 14, frá og með 19. október til kjördags. Skrifstofa Borgarbyggðar

Tilkynning vegna veðurspár

Tilkynning vegna veðurspár Þar sem Veðurstofa hefur varað við gríðarlega mikilli úrkomu á öllu sunnan-og vestanverðu landinu í nótt og á morgun eru íbúar Borgarbyggðar beðnir að huga að eignum sínum. Mikilvægt er að hreinsa lauf og annað rusl af niðurföllum og úr kjallaratröppum þar sem niðurföll eru. Vefur Veðurstofu Íslands

145. fundur sveitarstjórnar

Sveitarstjórn heldur sinn 145. fund í Ráðhúsi Borgarbyggðar næstkomandi fimmtudag, 13. okt. Dagskrá Skýrsla sveitarstjóra Fundargerð 144. fundar sveitarstjórnar Borgarbyggðar frá 8. 09.16 Fundargerðir byggðarráðs nr. 388, 389, 390, 391. Fundargerðir fræðslunefndar nr. 145 og 146 Fundargerð umhverfis – skipul. og landb. nefndar nr. 39 Fundargerð velferðarnefndar nr. 65 Fundargerð fjallskilanefndar Rauðsgilsréttar nr. 17 Fundargerð umsjónarnefndar Einkunna nr. 56 Kjörskrá …

Umhverfisverðlaun 2016

Á Sauðamessu laugardaginn 1. október voru umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar afhentar. Eitt býli og þrjár lóðir hlutu viðurkenningu að þessu sinni. Snyrtilegasta bændabýlið: Ölvaldsstaðir IV. Snyrtilegasta lóð við íbúðarhús 2016: Fjóluklettur 18 Borgarnesi Snyrtilegasta lóð við atvinnuhúsnæði 2016: Lóð Orkuveitunnar Sólbakka Borgarnesi. Sérstök viðurkenning vegna umhverfismála 2016:  Jófríður Leifsdóttir Túngötu 15 Hvanneyri fyrir fallegan garð svo og halda snyrtilegu umhverfi í nágrenni …

Lokun skrifstofu 6.10.

Skrifstofa Borgarbyggðar verður lokuð frá kl. 12 á hádegi fimmtudaginn 6.október.

Borgarbraut 59

Á fundi sínum í morgun, 5.10.2016, samþykkti Umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar að staðfesta útgáfu byggingarleyfis fyrir 59 herbergja hótelbyggingu á lóðinni Borgarbraut 59 í samræmi við gildandi deiliskipulag frá 16. maí 2007, en eins og kunnugt er var deiliskipulag frá því í vor fellt úr gildi í síðustu viku. Hægt er að kynna sér teikningar hérna. 161003-1604a-borgarbr59

Skólastefna Borgarbyggðar

  Skólastefna Borgarbyggðar  Kynning 6. október kl. 20.00-22.00 í Hjálmakletti Dagskrá: Kynning á Skólastefnu Borgarbyggðar 2016-2020 Magnús Smári Snorrason, formaður fræðslunefndar Borgarbyggðar Framtíðarskólinn – hvað bíður nemenda? Jón Torfi Jónasson, prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands Skólaforeldrar – stuðningur foreldra við nám og skólastarf Nanna Kristín Christiansen, verkefnastjóri á skrifstofu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar Umræður  

Námskeið um borgfirskar skáldkonur og Próna-bóka-kaffi Snorrastofu

Að venju hefjast viðburðir vetrarins í Snorrastofu og víðar um sveitir fyrir alvöru þegar október færist yfir. Fyrst á dagskránni er námskeið um borgfirskar skáldkonur þriðjudaginn 4. október í Landnámssetrinu Borgarnesi og fyrsta prjóna-bóka-kaffi bókhlöðunnar verður á sínum stað í Reykholti fimmtudaginn 6. október. Báðir viðburðirnir hefjast kl. 20. Helga Kress bókmenntafræðingur og prófessor emeritus við Háskóla Íslands leiðir námskeið …