Borgarbraut 59

Samkvæmt úrskurði Úskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála,  mál 143/2016, var byggingarleyfi fyrir Borgarbraut 59 sem gefið var út þann 5. október 2016 fellt úr gildi þann 23.12.2016. Í framhaldinu tók Byggingarfulltrúi þá ákvörðun um að önnur hæð yrði frágengin með reisningu útveggja eininga og innveggja eininga ásamt plötusteypu til að tengja saman veggeiningar og plötu. Það var gert í því skyni …

Til fasteignaeigenda í Borgarbyggð

Lokið er álagningu fasteignagjalda í Borgarbyggð árið 2017.  Álagningarseðlar hafa verið sendir til fasteignaeigenda sem eru 67 ára og eldri og til fyrirtækja. Vakin er athygli á að allir álagningarseðlar eru aðgengilegir á „mínum síðum“ á netsíðunni www.Island.is.  Einnig geta þeir sem þess óska haft samband við skrifstofu Borgarbyggðar og fengið senda álagningarseðla í pappírsformi. Gjalddagar eru tíu, sá fyrsti …

Heilsueflandi samfélag

Fyrsti fundur stýrihóps um heilsueflandi samfélag var haldinn í Ráðhúsi Borgarbyggðar sl. fimmtudag. Gestir fundarins voru Ólöf Sívertsen lýðheilsufræðingur og fagstjóri hjá Skólum ehf. og Aldís Stefánsdóttir forstöðumaður þjónustu og samskiptadeildar Mosfellsbæjar. Kynntu þær innleiðingarferli Heilsueflandi samfélags í Mosfellsbæ.  Einnig svöruðu þær fyrirspurnum og tóku þátt í umræðu. Næstu skref í  vinnu hópsins er að greina stöðu næringar, hreyfingar, líðan …

Íþróttamaður Borgarfjarðar

Laugardaginn 14. janúar var upplýst, við hátíðlega athöfn í Lyngbrekku, hverjar niðurstöður urðu í kjöri íþróttamanns Borgarfjarðar. Tilnefnd voru: Birgitta Dröfn Björnsdóttir fyrir dans, Daði Freyr Guðjónsson og Marta Carrasco fyrir dans, Flosi Ólafsson fyrir hestaíþróttir, Guðmunda Ólöf Jónasdóttir fyrir sund, Heiðar Árni Baldursson og Logi Sigurðsson fyrir bridge, Helgi Guðjónsson fyrir knattspyrnu, Ingibjörg Rósa Jónsdóttir fyrir badminton, Konráð Axel Gylfason …

Spegill samfélags

Spegill samfélags – sýningaropnun 14. janúar Laugardaginn 14. janúar verður opnuð ný ljósmyndasýning í Safnahúsi og hefur hún hlotið heitið Spegill samfélags.  Markar opnun hennar fyrsta viðburð á vegum sveitarfélagsins í tilefni af afmælisári Borgarness (1867-2017). Aðdragandi sýningarinnar er  nokkuð langur, hann hófst í ársbyrjun 2016 þegar auglýst var ljósmyndasamkeppni og kallað eftir myndum frá almenningi sem teknar skyldu það ár. …

Tryggingar sveitarfélagsins

Byggðarráð samþykkti á fundi sínum þann 22. desember að ganga frá samningi við VÍS samkvæmt niðurstöðum útboðs um tryggingar Borgarbyggðar sem fór fram fyrr í haust. Samningurinn gildir í tvö ár frá og með 1. jan. 2017 með sex mánaða uppsagnarfresti. Samningurinn var undirritaður 12. janúar s.l.

Undirbúningur að lagningu ljósleiðara

Unnið hefur verið að undirbúningi að lagningu ljósleiðara í Borgarbyggð frá því í umræða hófst af alvöru um þessi mál sl. sumar. Sökum þess að afgreiðsla fjárlaga dróst þá seinkaði því að opnað væri fyrir umsóknir í Fjarskiptasjóð um styrki til lagningar ljósleiðara á vegum sveitarfélaganna. Fyrirkomulaginu hefur verið breytt á þann hátt að nú koma um 90 m.kr. í …

150. fundur sveitarstjórnar

Sveitarstjórn Borgarbyggðar hélt sinn 150. fund, frá júní 2006 að telja,  fimmtudaginn 12. janúar s.l. Fundargerð fundarins má finna hér á heimasíðunni , bæði hljóð og texta. Tveir sveitarstjórnarfulltrúar hafa verið í sveitarstjórn frá upphafi, þeir Björn Bjarki Þorsteinsson og Finnbogi Leifsson. Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir V lista sat sinn fyrsta fund í forföllum Ragnars Frank Kristjánssonar.

150. fundur sveitarstjórnar

SVEITARSTJÓRN  BORGARBYGGÐAR FUNDUR Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Borgarbyggðar fimmtudaginn 12. janúar 2017 í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi og hefst kl. 16:00.  DAGSKRÁ Skýrsla sveitarstjóra. Fundargerð sveitarstjórnar 8.12, 22.12. (148, 149) Fundargerðir byggðarráðs 15.12, 22.12., 29.12., 5.1.             (398,399,400,401) Fundargerð Velferðarnefndar 5.1. (68) Fundargerð umhverfis – skipulags og landb.n. 11.1.. (44) Borgarnesi 11.01.2017 Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri