Grunnskólinn í Borgarnesi Kynningarfundur 23. ágúst kl. 17.00 í Hjálmakletti Boðað er til fundar um fyrirhugaðar framkvæmdir við endurbætur á skólahúsnæðinu og viðbyggingu. Ráðist verður í verulegar endurbætur á núverandi húsnæði á næstunni ásamt því að hafin verður bygging mötuneytis og salar í viðbyggingu við skólann. Dagskrá: Núverandi staða húsnæðis Grunnskólans í Borgarnesi Fulltrúi frá Verkfræðistofunni Eflu Áætlun um …
Umferð hrossa um Vallarás
Sett hafa verið upp skilti við Vallarásinn þar sem tekið er fram að umferð hesta um götuna er bönnuð. Í lögreglusamþykkt fyrir Borgarbyggð er kveðið á um að umferð hesta sé bönnuð innan þéttbýlismarka annarstaðar en á merktum reiðvegum nema með sérstöku leyfi eða samkvæmt samþykkt sveitarstjórnar. Þetta bann er áréttað sérstaklega varðandi Vallarásinn vegna þeirrar atvinnustarfsemi sem þar fer …
160. fundur sveitarstjórnar – Skýrsla sveitarstjóra
Skýrsla sveitarstjóra sem flutt var á 160. fundi sveitarstjórnar þann 10. ágúst s.l. er nú aðgengileg í fundargerð – eins má finna hana hér. Skýrsla sveitarstjóra fyrir sveitarstjórnarfund
Sameiginlegir endurmenntunardagar kennara í grunnskólum Borgarbyggðar
Þróunarverkefnið „Saman getum við meira“ fer vel af stað. Kennarar grunnskóla Borgarbyggðar taka þátt í verkefninu sem styrkt er af Sprotasjóði og Endurmenntunarsjóði grunnskóla. Verkefnið hófst veturinn 2016-2017 og beinist að teymiskennslu og sóknarfærum í læsis-, stærðfræði- og náttúrufræðikennslu með það að markmiði að bæta kennslu og árangur nemenda. Einnig að auka fjölbreyttni í kennsluháttum. Verkefnastjóri er Dr. Ingvar Sigurgeirsson, …
Endurgerð gangstétta
Nú er lokið framkvæmdum við endurgerð gangstéttar frá gatnamótum Sæunnargötu og Borgarbrautar upp í gegn um Kveldúlfsvöll sem og gangstétt upp með Ráðhúsinu að Berugötu sem byrjað var á s.l. haust. Í leiðinni var sett hitalögn í bílastæði fyrir fatlaða við Ráðhúsið sem bæta mun stórlega aðgengi fyrir þá sem það þurfa að nota. Það var fyrirtækið Sigurgarðar ehf sem …
Rusl á gámasvæðum
Sveitarfélaginu hafa borist nokkrar ábendingar um slæma umgengni við gámastöðvar í héraðinu. Það ber að þakka að slíkar ábendingar berist því öll viljum við að sé gengið vel um. Sérstaklega hefur slæm umgengni verið áberandi við gámastöðvarnar við Gufuá og Grímsstaði þar sem hrúgað er við gámana allskyns drasli sem þar á ekkert heima. Þar má t.d. nefna málma, raftæki, …
160. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar
SVEITARSTJÓRN BORGARBYGGÐAR FUNDARBOÐ 160 FUNDUR Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Borgarbyggðar fimmtudaginn 10. ágúst 2017 í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi og hefst kl. 16:00. DAGSKRÁ Skýrsla sveitarstjóra. Fundargerð sveitarstjórnar 8.6., 3.7. (158, 159) Fundargerðir byggðarráðs (15.6,22.6,6.7,20.7,3.8) (418, 419, 420, 421, 422) Fundargerðir fræðslunefndar 13.6. (157) Fundargerðir velferðarnefndar 4.8. (74) Fundargerð umhverfis – skipulags …
Njóli, lúpína og kerfill
„Að undanförnu hefur verið uppi umræða meðal nokkurra íbúa Borgarness um að nauðsynlegt sé að hefja aðgerðir gegn njóla, kerfli og lúpínu innan marka Borgarness til að hamla gegn enn frekari útbreiðslu þessara tegunda. Einnig hafa komið ábendingar um að grípa þurfi til aðgerða til að hamla gegn útbreiðslu kerfils í uppsveitum Borgarfjarðar. Skoðanir eru reyndar nokkuð skiptar varðandi ágæti …
Tæming ruslatunna á staurum
Nokkur umræða hefur átt sér stað að undanförnu um að það komi fyrir að ruslatunnur á staurum séu ekki tæmdar nægjanlega oft. Það er mjög gott að fá slíkar ábendingar því öll viljum við halda umhverfi okkar snyrtilegu og að það sé okkur til sóma. Vinnureglan er sú að tunnurnar eru tæmdar á föstudögum og mánudögum. Vegna þess að ferðafólk …
Mikil aðsókn að sundlaugum Borgarbyggðar
Mikil aðsókn hefur verið að sundlaugum Borgarbyggðar í sumar. Á degi hverjum sækja milli 500-600 gestir sundlaugina í Borgarnesi. Gerðar voru endurbætur á sundlaugin á Varmalandi í vor en hana sækja um 200-300 manns á dag yfir sumartímann. Um 50 manns hafa sótt sundlaugina á Kleppjárnsreykjum það sem af er sumri. Í Sögu Borgarness 2, Bærinn við brúnna eftir Egil …