Snjómokstur í Borgarnesi veturinn 2017-18

Borgarbyggð leitar að verktaka til að annast snjómokstur í Borgarnesi tímabundið þe veturinn 2017-2018.  Leitað er að verktaka sem hefur tiltækan eftirfarandi búnað eða sambærilegan: Traktorsgröfu með drifi á öllum hjólum, útbúin keðjum ef á þarf að halda. Vörubíl sem rúmar a.m.k. 8 m3 á palli. Snjóskófla traktorsgröfu sé a.m.k. 2,5 m3 að stærð. Fjölplóg, að lágmarki 2,8 m að …

Menningarsjóður Borgarbyggðar – styrkumsóknir – 2017-10-18

Stjórn Menningarsjóðs Borgarbyggðar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum Tilgangur sjóðsins er að efla menningu í Borgarbyggð og er sérstök rækt lögð við grasrót í menningarlífi. Lögð er áhersla á að styrkja einstaklinga og félagasamtök í Borgarbyggð. Styrkir eru verkefnatengdir. Umsókninni þarf að fylgja sundurliðuð kostnaðarætlun fyrir verkefnið ásamt greinargerð. Fyrir árslok þarf að afhenda sjóðsstjórn stutta skýrslu um nýtingu …

Auglýsing um kjörskrá

Kjörskrá Borgarbyggðar vegna alþingiskosninga sem fram fara 28. október 2017 liggur frammi á afgreiðslutíma skrifstofu Borgarbyggðar að Borgarbraut 14, frá og með 18. október til kjördags. Skrifstofa Borgarbyggðar

Að skapa menningu árangurs í skólum Borgarbyggðar

Sameiginlegur starfsdagur leikskóla og Grunnskóla Borgarfjarðar var haldinn síðastliðinn föstudag í Hjálmakletti. Unnið var með gildi og hagnýtar lausnir í vinnustofu um verkefnið „Leiðtoginn í mér“. Stuðst var meðal annars við sérstakt snjallforrit „Living the 7 Habits APP“ á starfsdeginum.  Leiðbeinandi var Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri. Frá árinu 2014 hafa leikskólar í Borgarbyggð og Grunnskóli Borgarfjarðar byggt starf sitt á hugmyndafræði …

Gleði – jákvæðni – sjálfsábyrgð

Elín Matthildur Kristinsdóttir hélt námskeið fyrir starfsfólk Borgarbyggðar um gleði, jákvæðni og sjálfsábyrgð einstaklinga. Fjallað var um þrautseigju, hugarfar, styrkleika og gildi, um mikilvægi jákvæðra tilfinninga og áhrif þeirra á eigið líf. Einnig um áhrif hugsana á tilfinningar og líðan. Mikilvægi þess að taka ábyrgð á eigin líðan, hamingju og velferð var undirstrikað upp að því marki sem hægt er …

Íþróttamiðstöðin Kleppjárnsreykjum

Vegna framkvæmda í Íþróttamiðstöðinni á Kleppjárnsreykjum verður lokað fimmtudaginn 12. og föstudaginn 13. október Forstöðumaður íþróttamannvirkja.

Byggðastyrkur vegna ljósleiðaravæðingar

Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur ákveðið að verja samtals 100 milljónum króna af fjárveitingu byggðaáætlunar árið 2018 til að gera strjálbýlum sveitarfélögum hægara um vik við lagningu ljósleiðarakerfa. Borgarbyggð er eitt þessara sveitarfélaga sem hlýtur styrk til þessa verkefnis. Er hann að upphæð 15.1 millj. kr.  Sambærilegur styrkur var veittur vegna slíkra framkvæmda árið 2017 en þá fékk Borgarbyggð …

„Blær mættur í Klettaborg“

Í dag 11. október fagnar leikskólinn 39 ára afmæli sínu og af því tilefni ákvað Blær að koma alla leið frá Ástralíu til að hjálpa börnunum að vera góður félagi og gæta vel hvers annars. Því miður týndust bangsapakkarnir á leiðinni en sem betur fer hjálpaði Björgunarsveitin Brák til og voru það þær Sigurborg og Vigdís foreldrar í leikskólanum sem …