Samhugur í Borgarbyggð

Undanfarin ár hafa íbúar í Borgarbyggð tekið höndum saman og safnað fyrir einstaklinga sem þurfa stuðning og aðstoð í kringum jólahátíðina.

Laust starf sviðsstjóra stjórnsýslusviðs

Borgarbyggð auglýsir laust til umsóknar fjölbreytt og spennandi starf sem felur í sér umsjón með faglegri stjórnsýslu hjá sveitarfélaginu. Í starfinu felst að stýra sviði sem ber ábyrgð á skipulags- og byggingarmálum og umhverfis- og framkvæmdamálum í vaxandi samfélagi. Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs er hluti af framkvæmdaráði sveitarfélagsins og heyrir beint undir sveitarstjóra.

Galtarholt 2 – Auglýsing um niðurstöðu sveitarstjórnar Borgarbyggðar vegna skipulags

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 10. nóvember 2022 eftirfarandi tillögu samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010: Aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022, Galtarholt 2 í Borgarbyggð. Aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022 Breytingin felur í sér minnkun á frístundasvæði Galtarholts 2 (F32) um 1,3 ha yfir í landbúnaðarsvæði. Telst breytingin óveruleg. Aðalskipulagsbreytingin hefur verið send Skipulagsstofnun sem sér um …

Skilaboðaskjóðan – söngleikjasýningar 2. og 3. desember 2022

Nú í byrjun desember sýnir Söngleikjadeild Tónlistarskóla Borgarfjarðar atriði úr ævintýrasöngleiknum Skilaboðaskjóðunni eftir Þorvald Þorsteinsson. Tónlistin er eftir Jóhann G. Jóhannsson. Í sýningunni koma 23 börn fram, Sigríður Ásta Olgeirsdóttir leikstýrir, Theodóra Þorsteinsdóttir stýrir tónlistinni og Hanna Ágústa Olgeirsdóttir leikur með á píanó.

Vel heppnað Æskulýðsball í Borgarbyggð

Þann 17. nóvember sl. var Æskulýðsballið haldið í Hjálmakletti. Um er að ræða viðburð sem félagsmiðstöðin Óðal heldur árlega fyrir öll ungmenni á Vesturlandi.

Framgangur framkvæmda á Borgarbraut

Gaman er að greina frá því að stefnt er að því að malbika Borgarbraut frá Egilsgötu og upp fyrir Borgarbraut 15 í þessari viku ef veður leyfir.