Ert þú með nýja hugmynd eða fyrirtæki í ferðaþjónustu? Startup Tourism er tíu vikna viðskiptahraðall sem er sniðinn að þörfum nýrra fyrirtækja í ferðaþjónustu. Ár hvert eru allt að tíu sérvalin sprotafyrirtæki valin til þátttöku og fá þau tækifæri til að þróa áfram viðskiptahugmyndir sínar undir leiðsögn reyndra frumkvöðla, fjárfesta og annarra sérfræðinga þeim að kostnaðarlausu. Markmið verkefnisins er að …
Aðventa lesin á aðventu
Aðventa Gunnars Gunnarssonar verður lesin í heild sinni í Safnahúsinu í Borgarnesi næstkomandi föstudag frá 17.15. Það er hópur áhugafólks sem annast lesturinn ásamt starfsfólki Safnahúss og tekur hann um tvo og hálfan tíma. Ef einhverjir fleiri vilja taka þátt í lestrinum eru þeir beðnir um að láta vita í Safnahúsi, safnahus@safnahus.is eða 433 7200. Eru gestir og gangandi boðnir …
Staða leikskólastjóra leikskólans Andabæjar er laus til umsóknar
Borgarbyggð auglýsir lausa til umsóknar stöðu leikskólastjóra hjá leikskólanum Andabæ á Hvanneyri, sem er þriggja deilda leikskóli í afar fallegu umhverfi. Menntunar og hæfniskröfur: Leyfisbréf leikskólakennara Stjórnunarreynsla Færni í mannlegum samskiptum Skipulagshæfni og fagmennska Starfssvið: Stjórnar daglegri starfsemi og ber ábyrgð á faglegu starfi og rekstri leikskólans í samræmi við markmið laga um leikskóla Ber ábyrgð á skipulagi skólastarfs í …
Jólatré í Skallagrímsgarði
Margt var um manninn í Skallagrímsgarði sl. sunnudag þegar jólaljósin voru tendruð á jólatré Borgarbyggðar. Barnakór Borgarness hóf athöfnina með flutningi á nokkrum jólasöngvum undir stjórn Steinunnar Árnadóttur við undirleik Halldórs Hólm. Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri hélt stutt erindi og sagði frá heiti og merkingu aðventukertanna og Andrea Jónsdóttir spilaði nokkur jólalög á saxófón við undirleik Jónínu Ernu Arnardóttur. Eftir …
Tímabundin lokun Borgarbrautar
Vegna framkvæmda við Borgarbraut 57-59 verður Kveldúlfsgata lokuð við gatnamót Borgarbrautar tímabundið eða frá og með í dag og fram eftir degi á morgun Hjáleið verður um Þorsteinsgötu/Kjartansgötu. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem lokunin hefur fyrir vegfarendur. Umhverfis – og skipulagssvið Borgarbyggðar
Andabær – skóli á grænni grein
Andabær fékk afhentan Grænfánann í 7. sinn mánudaginn 4 desember. Leikskólinn er því skóli á grænni grein. Haustið 2004 ákvað starfsfólk Andabæjar að ganga í það verkefni að gera skólann að „Skóla á grænni grein.“ Starfsfólk leikskólans var duglegt að koma með hugmyndir að markmiðum til að vinna að ásamt því sem börnin tóku virkan þátt í samverustundum og hópastarfi. Þann 25. maí …
Nýr sviðsstjóri umhverfis – og skipulagssviðs Borgarbyggðar
Starf sviðsstjóra Umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar var auglýst laust til umsóknar á dögunum. Tíu umsóknir bárust um starfið og þökkum við öllum umsækjendum fyrir sýndan áhuga á starfinu. Umsækjendur voru: Anna Gréta Ólafsdóttir, MA í menningarstjórnun Áki Ármann Jónsson, B.Sc í líffræði Ásta Soffía Valdimarsdóttir, Ph. D Jón Tryggvi Sveinsson, BA í Bókasafns- og upplýsingafræði Kristjana Hera Maack Sigurjónsdóttir, MA …
Ísland ljóstengt
Ísland ljóstengt – úthlutun styrkja S.l. fimmtudag úthlutaði Fjarskiptasjóður styrkjum til sveitarfélaga vegna ljósleiðaravæðingar sveitarfélaga, Ísland ljóstengt. Borgarbyggð fékk úthlutað 33.151.000.- kr. til að tengja 66 tengipunkta (notendur). Á fjárhagsáætlun eru síðan 100.000.000.- kr. þannig að ljóst er að mikið verður hægt að framkvæma á næsta ári, bæði tengja notendur sem styrkur hefur fengist til og undirbúa jarðveginn fyrir tengingar …
Saga Borgarness
Borgarbyggð vill minna á ósóttar pantanir af Sögu Borgarness. Bækurnar eru til afgreiðslu í ráðhúsinu í Borgarnesi og hjá Bókaútgáfunni Opnu í Skipholti 50b í Reykjavík. Einnig er hægt að fá bókina senda. Þeir sem ekki hafa tök á að koma á opnunartíma vinsamlega hafið samband í síma 433 7100 eða sendið póst á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is
Æskulýðsball í Hjálmakletti
Hið árlega Æskulýðsball var haldið 9.nóvember sl. í Hjálmakletti. Félagsmiðstöðin Óðal stendur fyrir ballinu sem er fyrir öll ungmenni í 8.-10. bekk á Vesturlandi. Þátttakan er ávallt góð en um 350 ungmenni komu frá Vesturlandi í Borgarnes og skemmtu sér saman. Æskulýðsballið fór mjög vel fram og voru unglingarnir alveg til fyrirmyndar. Unglingarnir í Félagsmiðstöðinni Óðal sáu um undirbúning og …