Unga fólkið semur

Tónlistarskóli Borgarfjarðar og Safnahús Borgarfjarðar hafa á undanförnum árum unnið saman að því að hvetja ungt fólk til að semja tónlist við borgfirsk ljóð. Fer verkefnið þannig fram að ljóðahefti er útbúið og sett í hendur nemenda. Þeir velja sér texta úr safninu og semja lög við. Þeir ákveða síðan flutningsmátann sjálfir og frumflytja verkin ásamt kennurum sínum á opnum …

Styrkir til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 16. maí 2007 reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka skv. 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995. Félög og félagasamtök geta nú sótt um styrk til greiðslu fasteignaskatts fyrir árið 2018.  Umsóknarfrestur er til 1. maí 2018 og skal öllum umsóknum skilað til sviðsstjóra fjármála – og stjórnsýslusviðs.. Reglur …

Tilfærsla gáma í dreifbýli

Enn er unnið að tilfærslu opinna gámasvæða í sveitarfélaginu, með það að markmiði að færa það nær notendum, þ.e. sumarhúsaeigendum enda hefur reynslan sýnt að ásýnd og umgengni um sorpgáma er mun betri þegar gámar standa ekki við vegi eða í alfaraleið. Gámarnir við Urriðaá /Grímsstaðaafleggjara verða fjarlægðir á næstu dögum og þeir staðsettir nær sumarhúsahverfum.   Frá þessum stað er …

Fasteignagjöld með gjalddaga 15. mars

Vinsamlega athugið að nokkrir greiðendur fasteignagjalda hjá Borgarbyggð fengu á sig aukakostnað þegar þeir greiddu greiðsluseðil um núliðna helgi, þ.e. 14. og 15. apríl.Við biðjum þessa aðila afsökunar og þeir munu fá lækkun sem þessum kostnaði nemur á gjalddaganum sem verður gefinn út í dag, 16. apríl.

Styrkir úr Menningarsjóði Borgarbyggðar

Stjórn Menningarsjóðs Borgarbyggðar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum – fyrri úthlutun. Tilgangur sjóðsins er að efla menningu í Borgarbyggð og er sérstök rækt lögð við grasrót í menningarlífi. Lögð er áhersla á að styrkja einstaklinga og félagasamtök í Borgarbyggð. Styrkir eru verkefnatengdir. Umsókninni þarf að fylgja sundurliðuð kostnaðarætlun fyrir verkefnið ásamt greinargerð. Fyrir árslok þarf að afhenda sjóðsstjórn stutta …

Ársreikningur Borgarbyggðar 2017

Ársreikningur Borgarbyggðar var samþykktur samhljóða á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar þann 12. Apríl. Afkoma sveitarfélagsins var góð á síðasta ári. Útsvarstekjur hækkuðu milli ára, skuldir voru áfram greiddar niður, skuldahlutfall lækkar og er í 112% fyrir samstæðuna og 72% fyrir A hlutann. Viðmiðunarmörk eftirlitsnefndar sveitarfélaga eru 150%. Veltufé frá rekstri er var 537 m.kr. og greiðsluafgangur (eftir greiðslu afborgana langtímalána og …

Ljósleiðari Borgarbyggðar

Á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar þann 12. apríl sl. var opnaður upplýsingavefur um lagningu ljósleiðara í Borgarbyggð, Ljósleiðari Borgarbyggðar. Hann er tengdur inn á vef Borgarbyggðar undir heitinu Ljósborg. Á honum er að finna margháttaðar upplýsingar sem tengjast verkefninu og fréttir verða settar inn eftir því sem því vindur fram. Ýmsar upplýsingar er þar að finna um eðli þessa mikla verkefnis …

Nýr skólastjóri Grunnskóla Borgarfjarðar

Helga Jensína Svavarsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Grunnskóla Borgarfjarðar.  Helga Jensína er grunnskólakennari að mennt. Hún hefur starfað sem kennari við Andakílsskóla á Hvanneyri, við Ingunnarskóla í Grafarvogi, Grunnskólann í Borgarnesi og frá árinu 2012 við Grunnskóla Borgarfjarðar. Helga Jensína er einnig sundkennari og hefur kennt ungbarnasund og verið með sundnámskeið og sundþjálfun í Borgarnesi. Hún hefur verið í námsleyfi …

Borgarbrautin – slitlag.

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að slitlagið á Borgarbrautinni er að mörgu leyti  orðið stagbætt eins og gömul flík. Að sumu leyti er staðan afleiðing af þeim miklu framkvæmdum sem eiga sér stað við Borgarbraut 57 og 59 en að öðru leyti er um eðlilega viðhaldsþörf að ræða. Sveitarfélagið hefur lagt sig fram um að fylla í þær …