Íbúafundur í Lyngbrekku

Borgarbyggð boðar til íbúafundar í félagsheimilinu Lyngbrekku mánudagskvöldið 9. Júlí kl. 20:00 vegna náttúruhamfaranna í Hítardal. Fundurinn er m.a. ætlaður til upplýsingar fyrir þá  íbúa sveitarfélagsins sem tengjast hamfarasvæðinu á einhvern hátt. Til fundarins hafa m.a. verið boðaðir fulltrúar lögreglunnar og almannavarna, Landsbjargar, Veðurstofunnar, Landgræðslunnar, Veiðimálastofnunar, Bændasamtakanna og Náttúruhamfaratryggingar. Með kveðju Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri

Skemmtilegt og gefandi starf í Klettaborg

Skemmtilegt og gefandi starf í Klettaborg Okkur vantar leikskólakennara sem vill vinna í góðum og traustum leikskóla. Við leitum að jákvæðum einstaklingi sem er tilbúinn til að taka þátt í metnaðarfullu og faglegu starfi þar sem þroski og velferð barna er í fyrirrúmi. Áhersluatriðin í leikskólastarfinu eru: Einstaklingsmiðað nám, leiðtogahæfni, leikskólalæsi og heilsuefling.  Menntun og færnikröfur: Leikskólakennararéttindi Jákvæðni, frumkvæði og …

173. fundur sveitarstjórnar

SVEITARSTJÓRN  BORGARBYGGÐAR   FUNDARBOÐ   FUNDUR    Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Borgarbyggðar fimmtudaginn 5. júlí 2018 í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi og hefst kl. 16:00.   DAGSKRÁ Skýrsla sveitarstjóra. Fundargerð sveitarstjórnar 13.6.                                     (172) Fundargerðir byggðarráðs 14.6, 21.6. 28.6. (454, 455, 456) Fundargerð umhverfis-skipulags- og landbún. 22.6 (64) Kosning í nefndir og ráð Ráðningarsamningur sveitarstjóra Borgarnesi …

Starfsmann vantar í Andabæ

Leikskólinn Andabær á Hvanneyri Komdu í lið með okkur! Okkur vantar leikskólakennara í leikskólann Andabæ á Hvanneyri. Um er að ræða 100% stöðu. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn til að taka þátt í og leiða áfram gott faglegt starf í leikskólanum. Við erum Grænfánaskóli síðan 2005, Heilsuleikskóli síðan 2013, einnig erum við að vinna með verkefnið Leiðtoginn í mér, …

Laust starf – Sérkennslustjóri í Andabæ

Leikskólinn Andabær Hvanneyri auglýsir stöðu sérkennslustjóra lausa til umsóknar. Um er að ræða 50% stöðu sérkennslustjóra og 50% staða sérkennara. Sérkennslustjóri starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, lögum um málefni fatlaðra, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og stefnu viðkomandi sveitarfélags.  Helstu verkefni og ábyrgð: Ber ábyrgð á og stjórnar skipulagningu, framkvæmd og endurmati sérkennslunnar í leikskólanum ásamt …

Verndarsvæði búsvæðis fugla í Andakíl

Undanfarið hafa fulltrúar Umhverfisstofnunar, Borgarbyggðar, Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og landeigenda unnið að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir búsvæði fugla í Andakíl. Tillaga að áætluninni er hér með lögð fram til kynningar. Verndarsvæðið í Andakíl var friðlýst sem búsvæði blesgæsa árið 2002 en var stækkað árið 2011 og er nú friðlýst sem búsvæði fugla samkvæmt auglýsingu …

Leiðtogadagur í Uglukletti

Fimmtudaginn 14. júní  var leiðtogadagur í Uglukletti.  Í ár var hann með þeim hætti að auk þess að rækta andann og efla okkur sjálf, ræktuðum við garðinn okkar. Markmiðið með leiðtogadeginum var að efla börnin og gefa þeim tækifæri til þess að nýta þá reynslu sem þau hafa öðlast í verki. Börnin skipulögðu daginn sjálf, með hjálp starfsfólks og mis …

Hátíðarhöld í Borgarbyggð

Fjölmenni var á hátíðarhöldum í tilefni af 17. júní víðs vegar um Borgarbyggð. Í Borgarnesi var íþróttahátíð á Skallagrímsvelli fyrir hádegi, sundlaugin opin og pylsusala. Þangað mættu íbúar Latabæjar og héldu uppi fjöri. Eftir hádegi var skrúðganga og hátíðar- og skemmtudagskrá í Skallagrímsgarði. Auk hátíðarræðu Lilju Bjargar Ágústsdóttir og ávarpi fjallkonunnar voru flutt tónlistar- og dansatriði. Á Hvanneyri stóð UMF …

Sumarhátíð í Klettaborg

Í dag er árleg sumarhátíð í Klettaborg. Hátíðin er að þessu sinni með Íslandsþema vegna HM í fótbolta og 17. júní á sunnudaginn – mikið fjör og gaman.

Málefnasamningur meirihluta sveitarstjórnar

Á 172. fundi sveitarstjórnar sem haldinn var þann 13. júní sl. var lagður fram málefnasamningur meirihluta sveitarstjórnar, Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Hér má nálgast málefnasamninginn.