Frístundastarf í grunnskólum Borgarbyggðar

Frístund er dagvist fyrir nemendur í 1. – 4. bekk eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur. Hlutverk Frístundar er að mæta þörfum yngstu nemenda með því að skapa þeim öruggan og notalegan samastað, þar sem þeir geta sótt ýmis námskeið og leikið sér í frjálsum leik. Frístund leitast við að nota lýðræðislega starfshætti og efla hæfni barnanna að móta sér sjálfstæðar …

Frístundaleiðbeinendur óskast í Frístund í Borgarnesi

Óskað er eftir frístundaleiðbeinendum í frístund í Borgarnesi. Starfið felst í frístundastarfi með börnum á aldrinum 6-9 ára. Í boði er hlutastarf þar sem vinnutíminn er frá 13:00-16:00 alla virka daga. Einnig vantar leiðbeinanda sem getur unnið á þriðjudögum og fimmtudögum frá 13:00-16:00. Unnið er samkvæmt gæðaviðmiðum í frístundastarfi. Helstu verkefni og ábyrgð Leiðbeina börnum í leik og starfi Skipulag …

Skrifstofa umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar lokuð föstudaginn 3.ágúst n.k.

Ágætu íbúar Borgarbyggðar Vegna sumarleyfa starfsfólks verður skrifstofa umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar lokuð föstudaginn fyrir verslunarmannahelgi, þann 3. ágúst. Við afsökum óþægindin sem þetta kann að valda. Þriðjudaginn eftir verslunarmannahelgi, þann 7. ágúst, taka gildi nýir viðtalstímar starfsmanna sviðsins. Markmiðið með viðtalstímunum er að bæta þjónustu við íbúa og hraða úrvinnslu erinda.

52. Bikarkeppni FRÍ á laugardaginn

Laugardaginn 28. júlí fer fram 52. bikarkeppni FRÍ. Keppnin fer fram í Borgarnesi, byrjar klukkan tólf og er lokið klukkan þrjú. Sjö lið eru skráð til leiks í karlaflokki og níu lið í kvennaflokki. Félögin sem senda inn lið eru Breiðablik, UMSS, FH, ÍR, KFA, HSK og svo sameiginlegt lið Fjölnis og Aftureldingar. Í kvennaflokki senda FH og ÍR inn …

Breytingar á þjónustu Umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar

Miklar byggingaframkvæmdir eiga sér nú stað í Borgarbyggð líkt og undanfarin misseri og enn fleiri framkvæmdir, stórar sem smáar, eru í bígerð. Mikilvægt að umsóknir um framkvæmdir berist sveitarfélaginu með góðum fyrirvara svo að vinnsla og afgreiðsla bygginga- og skipulagsmála gangi sem greiðast fyrir sig. Brýnt er að innsend hönnunargögn sem fylgja umsóknum séu fullnægjandi svo að hægt sé að …

Sundlaugar í Borgarbyggð

Framkvæmdir hafa staðið yfir við sundlaugina í Borgarnesi og á Kleppjárnsreykjum í vor. Saunatunnu hefur verið komið fyrir á sundlaugasvæðinu í Borgarnesi. Einnig hefur kaldi potturinn verið endurnýjaður og vaðlaugin einnig. Þrír heitir pottar eru við sundlaugina, einn með sérstöku kraftnuddi og iðulaug með frábæru nuddi. Í Borgarnesi er að auki innilaug, eimbað beint úr Deildartunguhver og góð sólbaðsaðstaða þegar …

Vinnuskólinn

Um sextíu ungmenni taka þátt í Vinnuskólanum í sumar. Í annað skiptið er nemendum í 7. bekk boðin vinna í sumar og er helmingur þátttakenda á þeim aldri. Að öðru leyti er Vinnuskólinn fyrir nemendur í 8. – 10. bekk. Vinnan felst aðallega í fegrun og snyrtingu opinna svæða, námi í grunnatriðum við almenna vinnu, stundvísi, meðferð og frágang áhalda …

Viðgerð á stiga

Unnið verður að viðgerð á stiga milli Berugötu og Þórunnargötu í Borgarnesi, dagana 24.,25  og 26. júlí.  Meðal annars verður skipt um klæðningu á þrepum og búast má við að loka þurfi fyrir alla umferð um stigann meðan á viðgerð stendur. Umhverfis- og skipulagssvið Borgarbyggðar

Síma- og viðtalstímar

Frá og með þriðjudeginum 7. ágúst nk. verða síma- og viðtalstímar með eftirfarandi hætti í skipulags-, umhverfis-, landbúnaðar- og byggingamálum hjá Borgarbyggð: Símatímar: kl. 10-11 þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga Viðtalstímar: kl. 11-12 þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga  Umsóknareyðublöð fyrir lóðir, byggingarleyfi, framkvæmdaleyfi, stöðuleyfi, úttektir, gæludýrahald o.fl. má nálgast rafrænt hér. Leiðbeiningar fyrir byggingarleyfisumsóknir eru aðgengilegar hér. Einnig er hægt að senda …

Safnahús Borgarfjarðar fékk viðurkenningu frá Grapevine

Rýnihópur ferðatímaritsins Grapevine hefur veitt Safnahúsi viðurkenningu og telur sýningar hússins í fremstu röð. Er þetta afar ánægjulegt fyrir Borgarbyggð sem hefur ákvæði um framúrskarandi safnastarf meðal markmiða sinna í menningarmálum. Meðal þess sem tilgreint er við grunnsýningar hússins er að í annarri þeirra sé sýnt eftirminnanlega fram á þær gríðarlegu breytingar sem æska landsins stóð frammi fyrir á 20. …